Hernaðurinn gegn landinu. Stórslys í uppsiglingu.

 

Ný ríkisstjórn Íslands í boði hægri flokkanna byrjar hörmulega.

Maður skyldi ætla að þeirra fyrst verk yrði að ráðast í aðgerðir fyrir heimilin eins og lofað var í aðdraganda kosninga. En það loforð er komið í nefnd og algjörlega óljóst hvenær sú nefnd skilar af sér og hvað hún hefur fram að færa.

En fyrsta mál nýrra ríkisstjórnarflokka var að leggja niður Umhverfisráðuneytið ( setja það í skúffu hjá Landbúnaðarráðuneyti sem er ígildi niðurlagningar ) og boða stórfelldar virkjanaframkvæmdir á svæðum sem sett voru í biðflokk í rammaáætlun. Álver skulu það vera.

Fólk sem ann landinu og umhverfismálum hefur þegar áttað sig á hvað hægri flokkarnir eru að boða. Þeir eru að boða gamaldags stóriðjustefnu í sama dúr og hægri flokkarnir framkvæmdu í síðasta stjórnarsamstarfi þeirra þegar þeir létu reisa Kárahnjúkavirkjun og eyðilögðu Lagarfljót og Löginn.´

Áfram skal haldið á þeirri braut.

Júlíus Sólnes fyrsti umhverfisráðherrann hefur ritað grein í Pressuna þar sem hann lýsir sinni sýn á málið. Niðurlag greinarinnar hljóðar svo.

" Álverið í Helguvík þarf aðra Kárahnjúkavirkjun, eða um 650 MW af rafmagni. Það mun þurfa að virkja hverja sprænu á öllu Suðurlandi, jafnvel Gullfoss, til að útvega þetta afl, svo að ekki sé talað um, ef verður af stækkun hinna álveranna. Þá verður að byggja háspennulínur þvers og kruss um allan Reykjanesskaga og kreista hvern blóðdropa af orku úr öllum jarðhitasvæðum þar.

Þetta er ekki fögur framtíðarsýn og með ólíkindum, að ungt fók á ráðherrastóli skuli ekki sjá aðra kosti til uppbyggingar íslenzks atvinnunlífs en fleiri álver og virkjanir.

Þetta eru mikil sorgartíðindi fyrir umhverfisverndarsinna á Íslandi.

Umhverfisráðuneyti 1990-2013 R.I.P."

http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Julius_solnes/umhverfisraduneyti-19902013-in-memoriam

 

Svo mörg voru þau orð, fyrrum umhverfisráðherra blöskrar eins og fleirum.

Það er ljóst að ef þessi flokkar verða við völd um sinn stefnir í stórslys í umhverfismálum á Íslandi. Ráðamenn þessara flokka hafa ekki hinn minnsta skilning á hvert þeir eru að fara.

Sorglegt og skelfilegt í senn.

Framsóknarflokkurinn er gamaldags flokkur sem hugsar eingöngu útfrá þröngum hagsmunum í núinu. Sjálfstæðisflokkurinn hugsar í peningum og skammtímasjónarmiðum.

Fyrir umhverfið og landið er slíkt stórhættulegt. Þeir munu ekki sjást fyrir í æði sínu við að virkja og hygla.

Skammtímasjónarmið munu ráða og þjóðin verður að koma í veg fyrir að gamaldags og þröng sjónarmið ráði för. Annars verður stórslys og óafturkræft.

Hernaðurinn gegn landinu er hafinn á ný, þar sem frá var horfið 2007.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blaðamannfundur Júlíusar um nýja umhverfisvæna ráðherrabílinn er mér minnistæður enda um að ræða amerískan jeppa - Jeep Grand Cherokee

Grímur (IP-tala skráð) 31.5.2013 kl. 16:33

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

ok...er kallinn bara á ódýrusta jéppanum sem hægt er að fá í alvörujéppaflokknum....bara hógvær jéppi sem auk þess er með öflugum mengunarvarnarbúnaði fyrstur jéppa... góður.

Jón Ingi Cæsarsson, 31.5.2013 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband