Er Sigmundur Davíð tækifærissinni eða klaufi ?

 

Ég er mikið til hættur að verða hissa á yfirlýsingum Sigmundar Davíðs. Þær eru ærið skrautlegar og oft í takmörkuðum takti við veruleikann.

Þó varð ég nokkuð hissa þegar ég heyrði umræddan Sigmund lýsa því yfir að 400 undirskriftir vegna virkjana í Þjórsá væru eiginlega ekki að marka. Þær voru allar undir sama texta og því í reynd bara....

EIN ATHUGASEMD !

Þetta kom fram í þætti Helga Seljan á RÚV, Í vikulokin.

http://www.ruv.is/frett/askilegt-ad-radast-i-alver-i-helguvik

"Ja, mest var þetta nú sama athugasemdin. Við þingmenn fáum stundum 400 eða 500 tölvupósta með sama textanum. Þetta er afleiðing af þróun upplýsingatækninnar,“ sagði Sigmundur Davíð. „Ertu þá að segja að ekkert hafi verið að marka þetta, þetta hafi bara verið einhvers konar ruslpóstur sem hafi komið þarna inn?“ spurði Helgi þá Sigmund. „Ég er ekki að segja það. En ég er að segja að það er ekki alveg sami hluturinn þegar menn fá skýrslu sérfræðinga annars vegar og það er ein athugasemd og svo 400 sinnum sama textann sendan frá 400 netföngum eða heimilisföngum.“

Svona hljómaði það.

Með sömu rökum má segja að Icesaveundirskriftinar séu af sama toga, nokkrir tugir þúsunda skrifuðu undir sama textann, þannig að í reynd var bara....

EIN UNDIRSKRIFT TIL MÓTMÆLA Á ICESAVE.

Restin var bara afleiðing upplýsingatækninnar.

 

En eins og aðrir tækifærissinnar hafa það þá reikna ég með að SDG segi að það sé annað mál.

Í framhaldi af þessu spyr ég mig stundum...

ER SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON tækifærissinni eða klaufi ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Stutta svarið við spurningunni er nei. Ég held hann sé hvorki tækifærissinni né klaufi. Hins vegar er hann ekki skólaður í klækjum stjórnmálaflokkanna. Til dæmis er hann ekki alinn upp innan flokksins eins og margir af þessum atvinnupólitíkusum (sem hlýtur að teljast honum til tekna). Mín skoðun á því litla sem heyrst hefur frá Sigmundi enn sem komið er, hann er að reyna að þóknast öllum. En það á hann eftir að reka sig á , að er ekki hægt. Allavegana ekki hvað varðar hina tapsáru fótgönguliða friðarspillisins, Jóhönnu Sigurðardóttur ;)

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 25.5.2013 kl. 15:10

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Furlegt svar hans hefur ekkert með fyrrum ríkisstjórn að gera eða refshátt annarra.  Það ber enginn ábyrgð á því nema hann sjálfur.

Jón Ingi Cæsarsson, 25.5.2013 kl. 15:14

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Furðulegt...átti þetta að vera.

Jón Ingi Cæsarsson, 25.5.2013 kl. 15:14

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

400 samhljóða athugasemdir, án rökstuðnings hafa ekki mikið vægi. Ef þú hefur sent athugasemd til þingmanna þá hefurðu væntanlega látið fylgja með þinn rökstuðning varðandi þá athugasemd Jón? Það er þetta sem Sigmundur var að reyna að segja. Ég hlustaði á viðtalið og ég verð að segja að það mátti ekki á milli heyra hvor var klaufalegri í orðalagi, spyrillinn eða ráðherrann.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 25.5.2013 kl. 15:45

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Bæði. Hann er mikill tækifærissinni og það hefur komið vel fram síðan hann sneri sér að formennsku í framsóknarflokknum. Hitt hefur ekki komið eins vel fram fyrr en núna eftir kosningar - hve mikill klaufi hann er. Það bjargar honum að vísu mikið að enginn töggur er í neinum fjölmiðlamanni sem á við hann viðtal. Samt hefur núverandi forsætisráðherra orðið uppvis af miklum klaufaskap í málflutningi. Drengurinn hefur augljóslega ekkert að gera í þetta embætti.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.5.2013 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 818170

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband