Pólitískir viðvaningar ?

Björn Valur ritar pistil um málið á vefsvæði sitt og segir það komið í ljós að kosningaloforð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarlokks „voru gefin af stjórnmálamönnum með pólitísku óráði“.

Hann segir að nú fyrst sé verið að afla upplýsinga sem ætla mætti að loforðin hefðu átt að byggjast á. Allar þær upplýsingar haf hins vegar legið fyrir í talsverðan tíma og um fátt meira rætt á undanförnum árum en erfiða stöðu ríkissjóðs. „Nú er eins og ískaldur veruleikinn hafi skyndilega opinberast þeim félögum rétt eins og öðrum sem komið hafa að rekstri íslenska ríkisins frá Hruni. Undanhaldið er hafið fyrir allra augum. Það verður ekki staðið við stóru orðin.

_________________

Sitthvað rétt í þessu.

Tveir pólitískir viðvaningar að reyna að mynda ríkisstjórn með óleysanlegan loforðapakka í farteskinu.

Nú er bara að sjá hvaða moðsuða birtist í nýjum stjórnarsáttmála, svo framarlega sem hann verði til.

Allir vita að loforðasafn þessara flokka er myllusteinn um háls þeirra við þessa stjórnarmyndun, væntingarnar sem gaf þeim fylgið eiga eftir að snúast í andhverfu sína þegar kjósendur sjá að ekki er hægt að standa við stóru orðinn, og kannski hefði verið betra að lofa minnu og geta staðið við það.

Það gerðu fráfarandi stjórnarflokkar og var refsað fyrir hreinskilnina.

 

Rétt hjá Birni Val. Það er eins og ástandið á Íslandi komi þessum herramönnum á óvart og þeir hafi hreinlega tapað af því að landið hrundi nánast til grunna eftir samfellda 12 ára stjórnartíð forvera þeirra.

Það væri gustuk að einhver segði þeim frá því.


mbl.is „Undanhaldið fyrir allra augum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Ertu ad meina svona millustein eins og skjaldborgin Jon

Þorvaldur Guðmundsson, 11.5.2013 kl. 00:18

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er verkefni almennings, að veita nauðsynlegt aðhald og krefjast efnda stjórnmálamanna á öllu kjörtímabilinu, en ekki bara rétt fyrir og eftir kosningar. Reynslan hefur kennt okkur að fjölmiðla-bullarar bankaræningjanna eru hættulegri en eldgosa-hamfarir!

Við höfum ekkert að gera á þessu skeri lengur, ef lögleysubankaræningja-áróðursblaðamanna-klíkan fær að halda áfram við sína sorprita-iðju, í boði lífeyrissjóðs/kauphallar-lotterís-glæpaliðsins!

Ég hélt að ég ætti ekki eftir að verja Björn Val Gíslason, en í þessu tilfelli geri ég það!

Sanngirni og réttlæti er mikilvægt, hver sem í hlut á!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.5.2013 kl. 00:19

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eðli máls samkvæmt getur flöt niðurfærsla skulda aldrei verið eins og ,,skjaldborg" sem er líkingarmál og notað í ýmsum tilefni og ýmsum útgáfum. Í þessu tilfelli merkir það að tekið yrði sérstaklega á þeim vanda er um var að ræða sem gekk svo 100% eftir enda beinlínis voru skuldir niðurfelldar um hundruði milljarða sem er það mesta sem um getur í heiminum ever auk þess sem til mikilla aðgerða var gripið gegnum skattakerfið með jafnaðarprinipp að leiðarljósi td. með stórauknum vaxtabótum´.

Þeir sem enn koma núna og gapa ,,skjaldborg" og halda þá að það þýði að slegin væri upp bókstaflega skaldborg í hverjum garði - þeir eru að gera Sjalla og Framsókn að algjörum viðundrum og fíflum - og þeir mega bara ekki við því og er enginn greiði gerður með því.

Ef Framsókn sendir ekki ennan tékka strax eftir helgi - þá eru þeir auðvitað að svíkja þetta eina kosningamál sitt. Sem var að bjóða fólki þennan pening fyrir atkvæði sitt. Við erum að tala um stóralvarlega háttsemi stjórnmálaflokks.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.5.2013 kl. 00:43

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit: ,,Eðli máls samkvæmt getur flöt niðurfærsla skulda uppá samtals 300 milljarða sem flestir skildu sem 20% niðufellingu á kjaft"

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.5.2013 kl. 00:44

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Forsendubrestur, og niðurskurður í samræmi við þann brest, ætti að finna sér skýra lagastoð í siðmenntuðu réttaríki.

Fráfarandi og komandi ríkisstjórnir geta ekki bara samið um lagabókstafi, eftir uppskrift banka/lífeyrissjóðsræningja, á hverju kjörtímabili fyrir sig!

Það er árið 2013!

Það er 21. öldin á jörðinni!

Hvert ætlum við eiginlega?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.5.2013 kl. 01:29

6 Smámynd: Örn Ingólfsson

Jæja Jón minn en ekki ætla ég að fara í neinar kritur við þig en ég skal benda þér á að fara á youtube og leita eftir Láru Hönnu Einarsdóttur og bendi þér á samantektina um Hannes Hólmstein og Bjarna Ben og líka frjálshyggjuna! En ég er sannarlega sammála Önnu og Ómari og vonandi kýkið þið á þetta sem að ofan greinir og sjáið bara hvernig framhaldið verður því það verður nákvæmlega sama sagan og í stjórninni þeirra einkavæðing, selja til vildarvina og gefa kvótann eða þannig sko!!!

Örn Ingólfsson, 11.5.2013 kl. 04:11

7 Smámynd: Samstaða þjóðar

Björn Valur er þekktur fyrir að sjá ekki til Sólar, þótt ekki örli á skýhnoðra á himni.

Er hægt að taka mark á þessum manni, í máli sem hann hefur sannanlega enga þekkingu á ? Er hægt að taka mark á manni í nokkru máli, sem hans eigin flokksfélagar höfnuðu sem þáttakanda í stjórnmálum ? 

Er yfirleitt ástæða til að gefa gaum að því ógæfuliði sem stóð að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur ?

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 11.5.2013 kl. 08:21

8 Smámynd: corvus corax

Ef þessir stjórnarmyndunarviðvaningar ráða ekki við að standa við kosningaloforðin verður engin breyting frá síðasta kjörtímabili þegar í stjórn var fólk sem átti að geta staðið við kosningaloforðin en kaus að gera það ekki.

corvus corax, 11.5.2013 kl. 08:46

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ég vil þakka Jóni Inga fyrir að svara hér öllum - eða þannig

Óðinn Þórisson, 11.5.2013 kl. 09:34

10 identicon

Björn Valur, er Björn Valur.

Hann var klofinn af bræði þegar Forsetinn vísaði Svavars afrekinu í þjóðaratkvæði.

Klofinn af bræði þegar þjóðin hafnaði samningnum.

Hann fullyrti að við hefðum vel og leikandi efni á að borga þetta, sem á þeim tíma voru áætlaðir um 400 miljarðar króna í erlendri mynt.

Íslendingar þurfa ekki ráðgjöf frá þessum manni í efnahagsmálum, það er alveg á hreinu.

Sigurður (IP-tala skráð) 11.5.2013 kl. 13:54

11 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Líklega er Björn Valur ekki útsmognasti svikarinn á Íslandi. Hann er hvatvís og segir það sem honum finnst. Það er umdeilt, en ekki óheiðarlegt, að vera hreinskilinn og segja það sem manni finnst.

Enginn er fullkominn. Ekki einu sinni þeir sem telja sig vera fullkomnir.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.5.2013 kl. 18:12

12 Smámynd: Örn Ingólfsson

Fyrirgefðu seinaganginn Sigurður með svarið um þína rökfærslu um Björn Val en ég var ekki að benda á hann en fyrst að þú ert að taka um lygara þá ættir þú að skoða söguna alveg aftur til ársins 1918 og til 1944 og sjá svo frá þeim degi til dagsins í dag hverjir hafi verið mestu lygararnir! Fyrir utan annað ekki veit ég hvörsu gamall (úngur) þú ert en það er aukaatriði. En eitt skal ég benda þér á að sannleikanum er hver sárreiðastur og því miður hefur það viðgengist í hinni Íslensku (Dönsku) pólítík og ættir þú vonandi að vita að stjórnarskráin okkar er unnin upp úr þeirri dönsku og þar kemur húsbóndavaldið ágætlega í ljós Sigurður og eins og þú veist þá kaus Íslenska þjóðin um Stjórnarskrármálið  og þar kom fram kafli um að auðlindirnar skyldu vera eign þjóðarinnar! En það mátti því miður ekki klára það mál á síðasta þingi því þá hyrfu milljarðar frá já hverjum heldurðu Sigurður? Nú ert þú kannski með góðar tekjur en mega Íslendingar ekki njóta góðs af sérstökum gjöfum til vildarvina í formi kvóta? Eða eigum við bara að halda kjafti og samþykkja allt sem að ríkisstjórnin sem seldi bankana og er allt útlit fyrir að komist í ríkisstjórn aftur? Nei held að svo verði ekki því búsáhaldarbyltingin var eins og hún var og næsta verður kannski verri og það er ansi stutt á Austurvöll! En mundu eitt að hlátur um víða veröld gellur ennþá út af síðustu kosningum á Íslandiog verður um ókomna tíð!

Örn Ingólfsson, 12.5.2013 kl. 03:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818113

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband