10.5.2013 | 13:12
BB sagði enga fyrirstöðu, en stóru málin samt órædd.
Efnahags- og skuldamál verða einkum til umræðu á fundi formanna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins um myndun nýrrar ríkisstjórnar sem gert er ráð fyrir að hefjist upp úr hádegi í dag. Þar með talinn skuldavandi heimilanna.
__________________
Það er gott að þeir félagar fari í að ræða stóru málin.
BB sagði að vísu í vikunni að ekkert væri í kortunum sem kæmi í veg fyrir myndun þessarar ríkisstjórnar.
Það er gott að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ákveðið að taka gagrýnilaust við stefnu Framsóknar í skuldamálum heimilanna, málefnis sem flokkurinn var algjörlega mótfallinn í kosningabaráttunni.
Það auðveldar leikinn mikið.
Ýmsir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins höfðu ákveðnar skoðanir á kosningaloforðum Framsóknar og höfðu um þau stór orð í kosningabaráttunni.
Greinilega búið að þagga niður allar slíkar raddir, því ekkert má koma í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn gleypi stefnu Framsóknar hráa og órædda.
Samkvæmt fréttum hafa engir þingmenn þessara flokka komið að þessum viðræðum þannig að foringjarnir ganga frá þessu í rólegheitunum í sveitinni.
Svo kvitta þeir bara undir þegar þeir mæta með stjórnarsáttmálann.
Þæglegt að hafa eindregið foringjaræði, það bara flækir málin að burðast með eitthvað leiðinda-lýðræði.
![]() |
Ræða skuldir heimilanna í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Spurning: eru þessir menn ekki lýðræðislega kjörnir til að þeirra hlutverka sem þeir gegna?
Eða hvað ertu annars að reyna að gefa í skyn?
Guðmundur Ásgeirsson, 10.5.2013 kl. 16:01
Þegar Framsókn og Sjallar voru saman í stjórn eða á árunum 1995-2007 jókst skattabyrði þeirra sem minnst báru úr býtum um 13%. Þessir sömu aðilar montuðu sig af að hafa lækkað skatta landsmanna verulega, svona meðaltalslega séð!
Fyrir hátekjumanninn var hagstætt að einungis eitt skattþrep var og á þessu tímabili var eignarskattur afnuminn. Hverjir voru það sem nutu þess einkum?
Nú hefur lekið út að hugmynd sé að lækka vaskinn niður í 21% og gera hann flatann. Þannig hækkar öll matvara úr 7 í 21% þ.e. um heil 14%! Þetta er brjálæðisleg leið og mun koma ASÍ í skotgrafirnar. En BB og SDG telja ríkissjóð auka tekjur sínar verulega.
Það verður ekki auðvelt að mynda ríkisstjórn byggða á kosningaloforðum sem minna einna helst á skýjaborgir. Aðrar eins brattar yfirlýsingar hafa ekki lengi sést norðan Alpafjalla en kosningaraðferð SDG minnir óþægilega á lýðskrum Silvió Berlúskóní.
Nú er sá fýr á leiðinni í tugthúsið.
Guðjón Sigþór Jensson, 10.5.2013 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.