Ekki undarlegt að þeir hendi ASÍ út.

Heildsalar og kaupmenn sem Morgunblaðið ræddi við eru sammála um að gengisstyrkingin að undanförnu skapi svigrúm til verðlækkana, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta efni í Morgunblaðinu í dag.

_______________

Þetta kannski varpar ljósi á það af hverju verslanir henda verðlagseftirliti ASÍ út úr búðunum.

Óþægileg staðreynd í ljósi þróunar á markaði.

Af hverju ætli gleymist aldrei að hækka þegar það er frekar regla en undantekning að það " gleymist " að lækka ?


mbl.is Segja matarverðið að lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og ekki gleyma því að heimsmarkaðsverð á sumum af þessum vörum er líka búin að lækka umtalsvert.

Magnús I Gíslason (IP-tala skráð) 8.5.2013 kl. 08:22

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Grunar að "yfirvofandi" lækkun sé tilkomin af minnkandi neyslu frekar en að kaupmennirnir séu að bregðast við styrkingu krónunnar eða lækkun heimsmarkaðsverðs.Það sýnir það að fólk á að vera vakandi fyrir verðlagningu verslananna sem stuðlar að meiri samkeppni á markaðinum.Aflétting tolla er ekki rétta leiðin þar sem að gefinni reynslu skilar það sé ekki til neytanda.Yfirbygging og fjárfesting í verslunarhúsnæði og reyndar bankastarfsemi líka er alltof mikil hér á landi og almenningur á ekki að borga þann brúsa.

Jósef Smári Ásmundsson, 8.5.2013 kl. 09:16

3 identicon

ein af ástæðum þess að kaupmenn vilja ekki sjá ASÍ í sínum búðum er að kannanir þeirra eru handahófskenndar frá mánuði til mánaðar og alltaf mismunandi hlutir kannaðir og sagðir vera "matarkarfa", sem er náttúrulega fáránlegt ósamræmi. nær væri fyrir ASÍ að taka stórt úrtak af vörum með vítt verðsvið og halda sig við þær vörur til að fá meira samræmi milli kannanna. það væri best fyrir neytendur.

Þórarinn (IP-tala skráð) 8.5.2013 kl. 09:27

4 Smámynd: Kristinn Pétursson

Eiga ekki lífeyrissjóðirnir nú stóran hluta í matvörukeðjunum - og einfalt að krefjast lækkunar gróðans á félagslegum grundvelli?

Eða eru lífeyrissjóðirnir nú "úlfurinn undir sauðagærunni"?

Væri kannski betra að Jóhannes eignaðist Bónus aftur?

Þetta eru bara spurningar til að velta fyrir sér

Kristinn Pétursson, 8.5.2013 kl. 09:45

5 identicon

Önnur ástæða þess að kaupmenn vilja ekki sjá ASÍ í sínum búðum er að ekkert tillit er tekið til hækkana á launum verslunarfólks og breytinga á sköttum, tollum, vörugjöldum og öðrum rekstrarkostnaði sem verið hafa. Gengi er ekki eini hluturinn sem stjórnar verði vöru eins og ASÍ virðist halda.

SonK (IP-tala skráð) 8.5.2013 kl. 10:13

6 identicon

Sko til. SVÞ með fólk hér til að réttlæta bullið! Sem betur fer er þetta vel tollað og gjaldlagt og verður það áfram sama hvað kauppmenn væla. það sjá alli í gegnum ruglið í þeim. Við skulum bara muna hvað gerðist þegar VSK á veitingastaði var lækkaður!

Krónan styrkist og þá er því stungið í eign vasa. Sama gerist ef tollar og gjöld lækka. Enn já þeir eru jú að þurfa að borga alveg svona 180 næstum á mánuði fyrir að hafa fólk í vinnu á kössunum svo þeim er kannski vorkunn þessum þjófaskríl sem ráða hér matvörumarkaði??

óli (IP-tala skráð) 8.5.2013 kl. 20:58

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Einkennilegt er að aðilar geti ekki komið sér saman um jafn einfalt mál.

Íslendingar eru sennilega ein sundurlausasta þjóð Evrópu ef ekki heimsins alls!

Guðjón Sigþór Jensson, 8.5.2013 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband