29.4.2013 | 11:02
Sameinaðir eða sundraðir jafnaðarmenn.
Nú eru úrslit kosninga ljós, í reynd ekki óvænt. Þau eru alveg í takti við kannanir og í næstum heilt ár var ljóst að rétt rúmlega helmingur kjósenda ætlaði að kjósa Framsóknar og Sjálfstæðisflokk. Hlutföll innbyrðis milli þessara flokka breyttist í lokin, Framsókn tók til sín 10% af fylgi sem mældist á Sjálfstæðisflokki fyrri hluta tímabilsins. Niðurstaðan, 51 % kaus þessa flokka.
Kosningaþátttaka í sögulegu lágmarki og dauð atkvæði í sögulegu hámarki.
Jafnaðarmenn á Íslandi dæmdu sig úr leik fyrir all nokkru. Fylgið hafði farið dalandi sem í sjálfu sér er eðlilegt miðað við þau verkefni sem þurfti að fást við á kjörtímabilinu. En að það færi niður úr öllu valdi var eigilega heimatilbúið hjá jafnaðarmönnum sjálfum.
Samfylkingin var stofnuð til að sameina jafnaðarmenn og félagshyggjufólk á Íslandi eftir áratuga eyðimerkurgöngu á lýðveldistímanum og lengur.
Þessi sameining gekk vel og þrátt fyrir að hópur vinstra fólk tæki þá ákvörðun að stofna flokk til vinstri við jafnaðarmenn skilaði þessi sameining flokki sem var nokkuð öruggur með fylgi á bilinu 20 - 30%.
En síðan hófst sama atburðarás sem hafði verið fylgifiskur jafnaðarmanna á Íslandi í áratugi.
Sundurlyndi, flokkadrættir, smákóngatilburðir, flokkastofnanir og innbyrðist fýla. Málin voru ekki leyst, heldur sunduðust menn á allar áttir.
Trúverðugleiki jafnaðarmanna í augum kjósenda hvarf endalega.
Niðurstaðan er nú öllum ljós, hægri öflin á Íslandi hafa tögl og hagldir á ný, ástæðan sundurlyndi og skortur á samstarfhæfileikum jafnaðarmanna sjálfra hvernig sem á því stendur.
Það sem nú blasir við er sama staða og 1995. Flokkar sérhagsmuna og hægri stjórnmála taka völdin og engin veit hversu lengi þau völd munu vara. Síðast entust þau í 12 ár með hörmulegum afleiðingum.
Kannski erum við að fá önnur 12 ár eða kannski 16 ár.
Hver veit.
Jafnaðarmenn á Íslandi standa því á krossgötum enn á ný.
Ætla þeir að vinna saman í fjöldahreyfingu eða ætla þeir að þjóna mismunandi áherslum í áhrifalausum smáflokkum næstu áratugi ?
Við höfum þrjú ár að komast að niðurstöðu. Ef niðurstaðan er að jafnaðamönnum á Íslandi líði best í áhrifaleysi og í smáflokkum munu hægri öfl á Íslandi ráða því sem þau vilja næstu áratugi.
Okkar er valið jafnaðarmenn.
Engir nema við sjálfir getum snúið þessu á þann veg að jafnarmenn á Íslandi hafi þau áhrifa sem jafnaðarstefnan þarf að hafa í landi og þjóðfélagi sem vill telja sig réttlátt, nútímalegt og víðsýnt.
Í fjölda smáflokka munum við verða dæmd til áhrifaleysis, er það eitthvað sem við viljum hafa þannig ?
Mín skoðun er einfaldlega. Vinnum að sameiningu jafnaðarmanna á ný, því sameinaðir höfum við áhrif, sundraðir engan möguleika og sérhagsmunaöflin munu fara sínu fram.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 818826
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.