Ná þeir völdum með blekkingum og lýðskrumi ?

Í umfjöllun um könnunina í Morgunblaðinu í dag segir, að stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn mælist 24,8% og bætir flokkurinn við sig 0,4 prósentustigum frá síðustu könnun Félagsvísindastofnunar HÍ. Fylgi Framsóknar mælist 24,4% og minnkar um 3,7 prósentustig frá síðustu könnun. Munurinn á milli flokkanna er töluvert innan skekkjumarka, sem eru 1,9% hjá báðum flokkum.

__________________

Valdaflokkar Íslands undanfarna áratugi hafa verið utan ríkistjórnar um hríð, Framsókn heldur lengur.

Þessir flokkar hafa stjórnað Íslandi lengst af frá lýðveldisstofnun með misjöfnum árangri. Efnhagsumhverfi Íslands er veikt og verðbólga og efnahagsleg óvissa hefur ríkt hér lengst af. Hvorugur þessara flokka hafa það á stefnuskrá sinni nú að stíga frá þeirri stefnu sem þeir hafa rekið í áratugi.

Sami grautur í sömu skál, sama óvissan, sama óöryggið, engin framtíðarsýn.

Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að lækka skatta, það er þeirra helsta kosningagigg. Á móti eiga tekjur að aukast eins og fyrir töfra.

Allir sem þekkja þessi mál vita að þetta gengur ekki upp og annað hvort svíkur Íhaldið eða það sker niður í velferðarkerfinu. Það síðarnefnda er líklegra því skjólstæðingar þeirra, þeir efnameiri, knýja á um skattalækkanir sér til handa.

Endurvekja óréttlæti fyrri tíðar í skattamálum er krafa þeirra, meira handa mér, skítt með hina.

Framsóknarflokkurinn er annar kafli í þessu. Hann hreinlega lýgur að kjósendum og lofar fólki sem á í vanda töfralausnum sem búið er að marghrekja og senda heim til föðurhúsanna.

Pínlegast var að sjá frambjóðanda þeirra í Reykjavík norður engjast í blekkingavef flokksins og gat engu svarað því sem að honum var beint.

Ríkisstjóður á ekki 300 milljarða til að deila út. Þó svo hann ætti þær eru tilögur Framsóknarflokksins ósanngjarnar ljótar og heimskulegar.

Þeir ríku fá mest og bróðurpartur þeirra færi á höfuðborgarsvæðið og samkvæmt Frosta frambjóðanda Framsóknar í Reykjavík verður það að lokum ríkissjóður sem greiðir, á 20 árum.

Ávísum á fjármagnsflutninga, verðbólgu og óréttlæti.

Það sem Framsókn hefur hinsvegar tekist er að blekkja hluta kjósenda með svo afgerandi hætti að þeir trúa því að strax eftir kosningar mæti Flokkurinn og lækki skuldir þeirra um 20%. Hver ætlar ekki að kjósa svona flokk sem mætir með aurapoka og sáldrar úr honum í allar áttir.

En nú ætti flestum að vera orðið ljóst að þetta er ekkert annað en ómerkilegt kosningaloforð, óframkvæmalegt, og kæmi afar fáum sem á þyrftu að halda að því gagni að þeir losnuðu úr vanda sínum.

Ef Framsóknarflokkurinn vinnur sigur í þessum kosningum þá er það mín skoðun að þeir hafi jafnvel toppað sjálfa sig í ómerkilegum kosningaaðferðum og það sem verst er, stílað upp á vanda og neyð fólks til að laða það til fylgis við flokkinn.

Það er ekki bara ljótt og samviskulaust, það er sorglegt og þyngra en tárum taki.

Kannski átta kjósendur sig í tíma að pakkinn sem þeir ætla að kjósa er galtómur og orðskrúðið og fagurgalinn blekkingar einar.

 


mbl.is Nánast jafnstórir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Besti kennararnir  í lýðskrumi og blekkingum fyrir kosningar Steingrímur og Jóhanna hafa verið með námskeið núna í fjögur ár sem hefur verið sæmilega sótt enda borgað vel fyrir. Flestir hafa ekkert lært nema sanntrúaðir aular sem gapa eftir hvaða rugli sem útúr þessum hugmindalausu klisjugösprurum kemur.

Trukkurinn og túttan (IP-tala skráð) 25.4.2013 kl. 18:23

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

óttalegur þvættingur er hjá þessum hrokafulla huldumanni sem ekki getur birt skoðanir undir eigin nafni.

Guðjón Sigþór Jensson, 28.4.2013 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband