Framsóknarlottó í tuttugu ár.

Þá eru línur að skýrast.

Frambjóðendur Framsóknar farnir að útskýra lottóleið Framsóknarflokksins.

Össur segir á bloggsíðu sinni.

Svar Frosta við þessu hugsa ég að mörgum finnist sæta nokkrum tíðindum. Hann segir sumsé:

“Niðurfærsla skulda heimila leiðir ekki sjálfkrafa til aukningar peningamagns. Hér skiptir aðferðin máli. Ef lækkunin væri staðgreidd til lánastofnana, þá myndi það vissulega leiða til aukningar og auka hættu á þenslu.

Ef lækkunin er greidd út á löngum tíma (t.d. 20 árum) þá yrðu þensluáhrifin hverfandi.”

Tuttugu ár? 20% á 20 árum. Eitt prósent á ári?

___________________

Lottóleið Framsóknar á því að virka til skuldalækkunar á 20 árum, tveimur áratugum.

Kannski er þetta loksins raunhæft hjá Framsókn. Lottóleiðin á 20 árum gæti gengið en hætt við að það gagnist fáum að fá leiðréttingu sinna mála á tveimur áratugum.

Frosti sagði í samtali við mbl.is, að Össur væri að misskilja svar sitt. „Það er hægt að gera þetta með tvennum hætti. Annars vegar að greiða þetta út til lánastofnana og þá fer peningurinn í umferð. Hin leiðin byggir á því að lánastofnanirnar þurfa ekki að fá þetta greitt út þó að skuldin verði lækkuð strax hjá þeim sem tóku lánin. Lánastofnanirnar geta átt von á að fá þetta greitt frá ríkinu á 15-20 árum. Það er hins vegar misskilningur hjá Össuri að skuldararnir fá ekki leiðréttinguna sína strax.“

Sem sagt ríkið, þ.e. skattgreiðendur.

Framsóknarlottóið gerði ráð fyrir að enginn greiddi neitt nema einhverjir óskilgreindir hrægammar.

Það er greinilegt að keisarinn er ekki í neinum fötum.


mbl.is Segir heimilin fá leiðréttingu strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þér tókst semsagt að misskilja þetta svo illa að þú snerir því á haus. Flottur árangur.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.4.2013 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 818194

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband