Ætla kjósendur að kalla til brennuvarginn ?

Það furðulega er að Framsóknarflokkurinn sem hefur gengið fram með mjög áþekkum hætti skuli fljóta ofan á. Allt kjörtímabilið voru þeir í skjóli Sjálfstæðismanna – en skjótast nú fram á lokasprettinum. Þeir minna á oflátunginn Jón sterka í Skugga-Sveini sem faldi sig á bak við aðra og lét digurmælin ganga þar, en stökk svo fram þegar öllu var óhætt og hrópaði: „Sáuð þið hvernig ég tók hann piltar?“

_____________________________

Framsóknarflokkurinn var í lykilstöðu þegar þeir félagar Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson réðu hér í meira en áratug á árunum frá 1995 - 2007.

Á þeim tíma varð til sá vandi sem leiddi til hruns íslensks efnahagslífs og setti þjóðina á vonarvöl.

Framsóknarflokkur á skuldlaust með Sjálfstæðisflokki ýmislegt sem maður varla trúir að kjósendur hafi gleymt.

  • Þeir einkavæddu bankana og sérstakir vildarvinir Framsóknar fengu Búnaðarbankann til afnota og eignar.
  • Leiðtogar Framsókar og Sjálfstæðisflokka gerðu Ísland að þátttakanda í ljótu stríði án þess að spyrja kóng eða prest.
  • Framsóknarflokkurinn einkavæddi símann og gaf hann útrásarvíkingum.
  • Framsóknarflokkurinn einkavæddi margar stofnanir þjóðfélagins og voru meira að segja svo grófir að sitjandi þingmenn þeirra fengu sumar þeirra til eignar og afnota fyrir lítið.
  • Framsóknarflokkurinn ber ábyrgða á botnlausu rugli á húsnæðismarkaði sem á endanum leiddi til gjaldþrots þúsunda fjölskyldna í landinu.
  • Framsóknarflokkurinn veiklaði og lagði niður flestar eftirlitsstofnanir á Íslandi.
  • Framóknarflokkurinn stendur dyggan vörð um landbúnaðarkerfi sem kostar kjósendur milljarða á hverju ári í formi hærri skatta.
  • Framsóknarflokkurinn bjó til mesta umhverfisslys á Íslandi með eyðileggingu Lagarins og Lagarfljóts.
  • Framsóknarflokkurinn stendur vörð um innflutningshöft í landbúnaði sem kostar íslenskar fjölskyldur og neytendur milljarðaútgjöld á hverju ári í formi hærra matvöruverðs.
  • Framsóknarflokkurinn stendur fyrir þjóðernisstefnu sem hefur stundum endurspeglast í umræðum þingmanna þeirra þegar kemur að þróunaraðstoð við fátækar þjóðir.
  • Framsóknarflokkurinn skilar algjörlega auðu þegar kemur að samskiptum og viðskiptum við erlendar þjóðir og ær þeirra og kýr eru að Ísland sé sem einangraðast frá erlendum áhrifum til framtíðar.

Það má vel vera að loforð þessa flokks um að gera " allt fyrir alla " þegar kemur að úrlausn húsnæðismála valdi þessu ótrúlegu gleymsku kjósenda á hvað Framsóknarflokkurinn raunverulega er.

Það má vel vera að einhverjir trúi því að keisarinn sé í fötum og þetta sé alveg ný og fersk Framsókn.

En það er ekki svo.

Það er ekkert nýtt í stefnu Framsóknarflokksins þegar horft er til heildarmyndarinnar. Þetta er bara gamla, þreytta stefnulausa Framsókn sem við þekkjum svo vel af áratuga reynslu af stjórnmálum.

Keisarinn er ekki í fötum þó svo fáir vilji viðurkenna það...bara nákvæmlega eins og í ævintýrinu.

Hvort það ljós renni upp fyrir kjósendum fyrir 27. apríl skal ósagt látið en ég fullyrði að allir munu sjá það eftir kosningar og það mjög fljótt.

Það sérkennilega við þetta allt saman að þetta sé vegna þess að kjósendur þurfi að refsa stjórnmálunum og kjósa þess vegna bara eitthvað. Það er vel hægt að skilja að L-listinn á Akureyri og Besti flokkurinn í Reykjavík hafi fengið svoleiðis bylgju, sem reyndar breytti svo litlu sem engu þegar kom að framkvæmdinni hjá þeim. Þeir voru bara venjulegir stjórnmálaflokkar og annar þeirra gott sem verklaus.

En að Framsóknarflokkurinn af öllum flokkum, ímynd og holdgerfingur allra þeirra sem tala um fjórflokk skuli fá svona bylgju er erfiðara að skilja. Gamaldags, heldur sveitó flokkur sem talar ekkert um framtíðina en tala bara um " reddingar " eins og stjórnmálaflokkar á Íslandi hafa gert í áratugi.

Ef til vill eru þeir að uppskera fyrir að vera sá flokkur sem af mestri óbilgirni og ósvífni hefur búið til sýndarveruleika sem kjósendum líkar að heyra, þó svo innst inni viti þeir að Framsóknarflokkurinn mun aldrei geta staðið við loforð sín um að gera " allt fyrir alla ".

Nú er það stóra og áhugaverða spurningin, munu kjósendur á Íslandi taka þá áhættu að kjósa sig í kyrrstöðu og óbreytileika til næstu fjögurra ára. Framsókn er sannarlega " aðal " fjórflokkurinn á Íslandi, flokkur hagsmunagæslu og hrossakaupa.

Það væri illa farið með þann tíma sem við svo sárlega þurfum til að þoka þessar þjóð fram veginn og í átt til nýrrar hugsunar.


mbl.is Framsókn hefur snúið á Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli það sé ekki viðhorf Samfylkingarinnar gagnvart almenningi í landinu sem ræður þar miklu um.  Ólína og félagar fengu því sem næst frítt spil eftir síðustu kosningar og eru núna að verða að örflokki, ef marka má síðustu kannanir.  Auðmýktin er slík að Samfylkingarmönnum og konum dettur ekki í hug að horfa í eigin barm, spyrja sig hvernig á þessu standi og hvað þeir/þær gætu hafa gert betur.  Svipað og knattspyrnulið sem fellur úr fyrstu deild og bregst við því með því að drulla yfir liðin fyrir ofan sig, áhorfendur og dómara, í stað þess að velta því fyrir sér hversu litlu slappir leikmenn og þjálfari áorkuðu. 

Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 5.4.2013 kl. 12:09

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er verið að kjósa um framtíðina en ekki fortíðina.

Eftir því sem ég bezt veit þá var enginn af frambjóðendum (F) á þingi þegar allar þessar upptalningar pistilhöfundar voru framkvæmdar.

Hvernig geta þeir sem eru í framboði fyrir kosnigarnar eftir 22 daga fyrir (F) verið ábyrgðamenn fyrir því sem þau komu ekki nálægt?

Þetta er lágkúrulegur og ekki málefnalegur áróður á (F) flokkinn.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 5.4.2013 kl. 13:29

3 identicon

Það var nú fyrirfram vitað að brennuvargarnir kæmust til valda aftur

Unnar (IP-tala skráð) 5.4.2013 kl. 14:58

4 identicon

ÆÆÆ hvað fylgjendur fallandi ríkisstjórnar eiga bágt. Ég segi eins og Jóhann hér að ofan. Við erum að kjósa um framtíð landsins ekki fortíð. Því miður tókst hreinu vinstristjórninni ekki að koma neinu því til leiðar sem skiptir máli fyrir almenning í þessu landi.

Framsókn er eini flokkurinn sem hefur tekið almennilega til í sínum röðum og endurnýjað sitt fólk.  Eigum við að ætla því fólki að vinna eins og forverar þeirra? Hverskonar bull er þetta? Eru menn alveg að tapa sér yfir því að núverandi stjórnvöld stóðust ekki væntingar að neinu leiti?

Endilega spáið í eitt; að jafnaðarmenn vor í 6 ár með D flokknum í ríkisstjórn á þessum árum sem endalaust er verið að vitna til. Ábyrgði er þeirra líka, nema að sá þáttur sé skoðaður með blinda auganu.

Jóhanna Sigurðadóttir er búin að sitja allra kerlinga lengst á þingi, rétt tæp 35 ár og hennar verður minnst til æviloka fyrir það klúður sem ríkistjórn hennar og Steingríms J er búin að standa fyrir og verði ykkur að góðu að verja þessa óstjórn. Gs

Guðlaugur (IP-tala skráð) 5.4.2013 kl. 17:19

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Því miður er það versti löstur Íslendingar að vera auðtrúa og vera einstaklega gleymnir. Ætla mætti að annar hver væri með Alzheimer, alla vega „Alzheimer-light“.

Í öllu orðaglamrinu þá er aðeins vikið að loforðum en hvergi minnst á hvernig á að efna þau nema með mjög óljósu og loðnu orðalagi. Þetta eru snillingar í lofi lyginnar og forheimskunnar.

Við getum með hliðsjón af einni skoðanakönnunni huggað okkur við að eftir því sem menntunin er styttri og minni þess meiri líkur er að viðkomandi velji Framsókn. Það er því ekki undur og stórmerki að áróður Sigmundar Davíðs miðist við að blekkja þá sem auðtrúa eru og sýna enga tortryggni. Þeir fylgja þessum siðblinda loddara algjörlega í blindni. 

Guðjón Sigþór Jensson, 7.4.2013 kl. 11:34

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Guðjón ert þú eitthvað betur mentaðri og gáfaðari en flestir aðrir kjósendur?

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 8.4.2013 kl. 02:11

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Það er nú svo að venjulegur Íslendingur veit að 2x2 eru 4 og ekkert annað. Þó virðist vera til fjöldinn allur af fólki sem óskar þess heitt að útkoman sé önnur en vilja ekki viðurkenna villu sína.

Þannig er með foringja Framsóknar: Hann telur að „Flokkurinn“ sé eins og óspjölluð mey þegar minnst er á aðdragandann að bankahruninu. Hann hafi hvergi komið nærri!

Sama má segja um Sjálfstæðisflokkinn sem kjósendur virðast átta sig á að lítið ef nokkuð hafi breyst.

Þessir sömu flokkar virðast vera í afneitun um að þeir hafi gert nokkuð rangt. Það má lesa t.d. í Reykjavíkurbréfi Davíðs í Mogganum um helgina. Þar fullyrðir hann að Búsáhaldabyltingin hafi rænt löglega kjörinni ríkisstjórn völdum! Svo virðist sem bankahrunið hafi farið fram hjá honum! Alla vega hefur hann ekki viðurkennt nein mistök. Hvað gerði hann rangt? Afhenti hann ekki óreiðumönnum gjaldeyrisvarasjóð þjóðarinnar í hendur og nokkrum dögum seinna þá lýsir hann yfir að „við greiðum ekki skuldir óreiðumanna“. Hver var munurinn?

Afneitun Davíðs minnir á lög sem tengdist konungdómnum á Bretlandi og sett voru í byrjun 18. aldar. Þar er ein setning: „The King can not do any wrong“. Kónginum getur ekki orðið á mistök!

Guðjón Sigþór Jensson, 8.4.2013 kl. 18:30

8 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Merkilegt með vinstri menn, þeir tala mikið um fortíðina og gleyma þá yfirleit að það hefur ekki verið hreinn hægri meirihluti í Ríkisstjórn síðan ég man eftir mér og er 62 ára.

En það hafa verið Ríkisstjórnir sem hafa verið vinstri Ríkisstjórnir og urðu yfirleitt að hroklast frá völdum nema núverandi vinstri stjórn.

Ég efast um að þú hafir farið út í einhverja útreikninga um það sem (F) er með á stefnuskrá, heldur ertu að herma eftir því sem þú hefur heyrt frá latte lepjandi mentalýðnum 101 Reykjavík á kaffihúsum borgarinar.

Það er eitt af því sem íslendingar geta verið stoltir af, íslendingar eru upp til hópa vel mentaðir, enda sézt það vel á að því að það eru 14 framboð til Alþingis í næstu skoðunum.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 9.4.2013 kl. 15:40

9 identicon

Það er dæmigert fyrir verjendur núverandi ríkissrjórnar að tala niður til þeirra sem ekki eru þeim sammála. Menn sem leyfa sér slíkan málflutning dæma sig sjálfir. Gaman að sjá menn sem þykjast geta talað digurbarkalega vegna þess að þeir hafi betri menntun en einhver annar er eigilega fyndið, sýnir rökþrotið sem svona aðilar eru komnir í. Mönnum er hnsvegar frjálst að lifa í fortíðinni og tala um hana í fjögur ár í viðbót. Láta hér alla hluti reka á reiðanum, skapa enn meir fólksflótta og upplausn með tilheyrandi hrillingi í félagsmálum, heilbrigðismálum og nánast öllum þeim þáttum sem snúa að okkur sem byggjum þetta land. ég endur tek og stnd við það, Jóhanna Sigurðadóttir er búin að sitja allra kerlinga lengst á þingi, rétt tæp 35 ár og hennar verður minnst til æviloka fyrir það klúður sem ríkistjórn hennar og Steingríms J er búin að standa fyrir og verði ykkur að góðu að verja þessa óstjórn. Gs

Guðlaugur (IP-tala skráð) 10.4.2013 kl. 10:05

10 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvað Guðlaugur á við skil eg ekki. Og Jóhann sem telur að við sem erum til vinstri séum fastir í fortíðinni. Eg er á sj´ötugsaldri sem hann „og man tímana tvenna“ ef ekki þrenna. Eg byrjaði að taka þátt í atvinnulífinu 1968. Þá var nefskattur, gjald til Tryggingarstofnunar. Þessi nefskattur nam heilum mánaðarlaunum og var ansi hart að þurfa að borga heil mánaðarlaun. Á þessum tíma var eg námsmaður en ekki var neinum hlíft. Oft fór því um þriðjungur af sumarhýrunni til að „borga keisarnum sinn skatt“. Pabbadrengirnir þurftu ekki að hafa áhyggjur af þessu þar sem pabbarnir borguðu fyrir börnin sín.

Eitt af fyrstu verkum vinstri stjórnarinnar 1971-74 var að breyta þessu fyrirkomulagi. Þá talaði íhaldið um óreiðu vinstri manna. Á þessum árum færði sama ríkisstjórn landhelgina út í 50 mílur þrátt fyrir úrtölur Sjálfstæðisflokksins sem ekki vildi breyta neinu enda búinn að semja við Breta áratug fyrr.

Er hægt að fá betri skýringu á því hvers vegna maður hafi orðið vinstri maður?

Íhaldið sér um sína, en þeir sem minna mega sín mega súpa það sem afgangs verður.

Guðjón Sigþór Jensson, 12.4.2013 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 818222

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband