Aftur um áratugi - gamaldags fyrirgreiðsluflokkur.

Framsóknarflokkurinn fengi 40% atkvæða yrði gengið til kosninga nú, og mælist langstærsti stjórnmálaflokkurinn samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi og fyrrakvöld.

__________________

Reyndar vil ég sjá þær tölur sem liggja að baki þessari könnun. Hún er svo óralangt frá Capacent - Gallupkönnun sem er nýbirt að þörf er á að sjá svörun og fjölda sem að baki liggur.

En það eru reyndar áhugaverð tíðindi að kjósendur vilji kjósa landið aftur um áratugi og hér verði fyrirgreiðsla og Framsóknarmennska allsráðandi næstu árin.

Framsóknarflokkurinn og valdamenn innan hans eru þar fyrst og fremst til að gæta hagsmuna ákveðinna hagsmunafla í þessu þjóðfélagi og framtíðarsýn flokksins er engin. Má segja að þeir séu í " það reddast" pólitík eins og hefur tíðkast að stunda á Íslandi í áratugi.

Fyrst og fremst væru þetta váleg tíðindi og ljóst að við munum ekki þokast í í nýja og nútímalega framtíð með Framsókn við stýrið heldur sulla áfram í sama gamla verðbólgu-fyrirgreiðslupollinum næstu árin og tapaður tími við þær aðstæður sem ríkja í heiminum væri stórtjón fyrir land og þjóð.

Merkilegt hvað hægt er að komast langt á að segja það sem kjósendur langar að heyra án þess að þurfa nokkru sinni að útskýra það af nokkru viti hvernig og hvenær það á að gerast.


mbl.is Framsókn fengi 40%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Viltu meina að Framsókn sé að haga sér eins og Samfylkingin og VG gerðu fyrir síðustu kosningar...

Svikinn loforð í allar áttir í von um að fá vald....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 5.4.2013 kl. 08:34

2 identicon

Sæll.

Nú er ég hvorki framsóknarmaður né sjálfstæðismaður en þetta kvak í þér og sjálfstæðismönnum um framsókn er brjóstumkennanlegt. Þitt fólk hefur nú haft fjögur ár og þau fjögur ár hafa algerlega farið í súginn:

-Fólk hefur flúið land

-Fjöldamörg heimili eru með neikvæða eiginfjárstöðu þrátt fyrir loforð stjórnvalda um annað

-Skattheimta hefur verið aukin

-Tækifæri til atvinnusköpunar hafa verið ónýtt og fjárfestar flæmdir frá

-Skuldasöfnun hefur verið gríðarleg

-Heilbrigðiskerfið hefur verið illa leikið og vanrækt

-Stjórnvöld hafa enga efnahagsstefnu aðra en ESB og evruna

-Ítrekað var reynt að gera þjóðina gjaldþrota með Icesave

Er nema von að stjórnarflokkarnir séu nánast að þurrkast út?

Helgi (IP-tala skráð) 5.4.2013 kl. 08:43

3 identicon

jón minn Samfó er bara ekki að standa sig og það að árni páll var til í að svíkja stjórnarskránna var það sem drap ykkur endalega .... ég er samála um að framsókn sé ekki skárri kostur en sjallin eða samfó(litla samfó þar með talið líka) eða VG og það er að sýna sig að fleirri og fleirri eru að átta sig á því að þessir 5 flokkar eru allir eins þessvegna eru píratar líka á uppleið .... fólk vill fá breytingar fólk vill fá beint lýðræði samfó væri með 80% fylgi í dag ef að þið hefðuð staðið við það sem skipti máli skjaldborgina en ekki áhveðið að gera Gjaldborg þetta er að stórum hluta þínum flokk að kenna og eingum öðrum ef að maður klúðrar jafn konunglega eins og samfó gerði þá er ekki við öðru að búast þetta eru launin sem samfó fær eftir 6 ár af sviknum loforðum og árásum á heimilinn!!!!

Ingi (IP-tala skráð) 5.4.2013 kl. 09:08

4 Smámynd: rhansen

kæri Jón ...þetta er sárt ..en það venst ...!!!!!!!!!!!!

rhansen, 5.4.2013 kl. 10:53

5 Smámynd: Sigurður Helgason

Ég vil nú þakka Jóni fyrir það að með skrifum sínum hefur hann styrkt mig í trúnni ekki Samfylking, ásamt Óskari nokkrum , það var nú flokkurinn sem ég kaus hér áður.

Sigurður Helgason, 5.4.2013 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband