2.4.2013 | 10:39
Hræðsluáróður hagsmunasamtaka.
Í frétt frá Bændasamtökunum segir að sem kunnugt er hefur ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, gefið út bráðabirgðaniðurstöðu um að bann íslenskra stjórnvalda við innflutningi á hráu kjöti standist ekki ákvæði EES-samningsins.
_____________________
Flest lönd í kringum okkur hafa sterkara matvælaeftirlit og meiri umsýslu í kringum matvælaöryggi en Ísland.
Við höfum nú séð ýmislegt hér á landi sem sýnir okkur svart á hvítu að staðan hér er ekki hótinu skárri en í löndum sem standa framarlega í matvælaiðnaði.
Bændasamtökin eru svo tvöföld í roðinu að þau vilja banna innflutning á matvælum en jafnframt fá að selja sínar afurðir sem víðast og skila ekki neitt í neinu að það sé vandkvæðum bundið þegar kemur að kvótum ESB.
Hagsmunahugsun samtakanna er bara á annan veginn en meginmarkmiðið er að neytendur á Íslandi fái ekki notið samkeppni í þessum greinum heldur verði að kaupa niðurgreiddar íslenskar matvörur sem þó eru á okurverði miðað við það sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Ekki nóg með að neytendur á Íslandi þurfi að greiða tvö til þrefalt matvælaverð á Norðurlöndum og víðar heldur þurfa jafnframt að leggja til milljarða með sköttunum sínum til niðurgreiðslu og beingreiðslna.
Ég veit ekki hvað raunkílóverð á Íslandi er þegar allt er tekið.
Kannski getur einhver frætt mig á því ?
Þetta er bara sú gamla hugsun sem var hér í bæ þegar KEA gerði allt sem í þeirra valdi stóð að neytendur á Akureyri fengju bara KEA stimplaðar vörur og öðrum gert erfitt fyrir með hillupláss og samkeppni í einokuninni.
KEA hugsunin lifir góðu lífi hjá bændasamtökum Íslands og markmið þeirra er það eitt að koma í veg fyrir heiðarlega verðsamkeppni - því miður.
![]() |
Hvaða áhætta felst í innflutningi á hráu kjöti? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 11
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 819348
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einmitt, já svona byltandi upplýsingar koma ekki úr trúverðugustu átt.
Jonsi (IP-tala skráð) 2.4.2013 kl. 10:53
Hrátt kjöt innflutt. Ferskt kjöt útflutt. Var það ekki einhvernveginn svona
Bergur (IP-tala skráð) 2.4.2013 kl. 11:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.