Andstæðingar lýðræðis safnast saman.

Stefnubreyting Vinstri grænna í Evrópumálum á síðasta landsfundi flokksins var kornið sem fyllti mælinn. Nú eru komin fram tvö klofningsframboð, Regnboginn og Alþýðufylkingin.

__________________

Nú safnast þeir sem ekki vilja að upplýst umræða, fræðsla og þjóðaratkvæði ráði niðurstöðu til aðildar að ESB.

Þarna safnast þeir saman sem vilja að þessi mál verði drepin í klíkum og stjórnmálaflokkum.

Óttalegar er þetta nú sorglegt að sjá.


mbl.is Sýður upp úr hjá VG vegna ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skil vel að Samfylkingarmenn sjái rautt yfir þessu.

En þjóðin fagnar ! Og það er það sem er gleðilegt.

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 17.3.2013 kl. 11:19

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Já Samfylkingarmenn hafa með yfirgangi viljað halda þessum villiköttum í sínum Samfylkingar búrum.

Það tekst þeim ekki lengur.

Þarna er sannarlega á ferðinni alvöru fólk og framboð sem þjóðin getur treyst.

Áfram Regnboginn !

Gunnlaugur I., 17.3.2013 kl. 11:35

3 identicon

Hvað ætli vinstri rótarskotin séu orðin mörg í íslenskri stjórnmálasögu?

axel (IP-tala skráð) 17.3.2013 kl. 11:35

4 identicon

Hvers konar fífl ertu eiginlega maður!!

Það er engin upplýst umræða í miðju aðlögunarferli... Samfylkingin leggur sig alla fram við að kæfa alla umræðu sem andstæðingar vilja hafa!

Wilfred (IP-tala skráð) 17.3.2013 kl. 11:57

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er ekki annað hægt en brosa af þessum svokölluðu framsóknarkommum.

Að maður spyr sig sko, hver er hugmyndafræðin? Hvað er í raun ,,vinstri" við það sem drífur þá áfram? Svarið virðist vera einfalt: Það er ekkert vinstri við þá. þetta eru bara broslegir kjánaþjóðrembingar og hegðan þeirra í gegnum íslandssöguna í tugi ára hagnast eingöngu hægriöflunum í landinu.

Ofanlýst er m.a. eitt af vandamálunum sem hefur háð Íslandi sem ríki alveg frá því rétt eftir 1900. Einhverjir svona bullustrumpar sem sitja við eldstó íhaldsins og reka út spjótsoddana í allt sem raunverulega bætir haga almúgans. Á þetta hefur Íhaldið spilað mjög mikið með góðum árangri.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.3.2013 kl. 12:09

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

VG er klofinn og fátt annað en afhroð bíður flokksins en ást SF á flokknum gæti skilað flokknum inn í 4 flokka ríkisstjórn.

Óðinn Þórisson, 17.3.2013 kl. 12:40

7 Smámynd: Benedikt V. Warén

Samfylkingarmenn alveg að fara á taugum.

Ómar Bjarki, varst þú að fjalla um kratana í sömu andránni og þú skrifar eftirfarandi: "svona bullustrumpar sem sitja við eldstó íhaldsins"

Rétt að rifja upp með þér: Kratar sátu í ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Alþýðuflokksins  sem var við völd á Íslandi frá 1959 til 1971.  Steinaldarmennir, sem voru forverar Samfylkingarinnar; Guðmundur Í. Guðmundsson, Emil Jónsson og Gylfi Þ. Gíslason.

1987-1988 í ráðuneyti Þorsteins Pálssonar, sem sprakk í beinni í sjónvarpinu.
1991-1995 í ráðuneyti Davíðs Oddsonar.

Og svo í lokin að rifja upp setu í ríkisstjórn Geirs Haarde, en þá voru innanborðs kratarnir Jóhanna Sigurðardóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Þórunn Sveinbjarnadóttir, Kristján Möller, Össur Skarphéðinsson og Björgvin G Sigurðsson

Bara svona að minna þig á, - sá að þú varst alveg búinn að gleyma þessu

Benedikt V. Warén, 17.3.2013 kl. 13:38

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Benedikt, þú hugleiðir ekki stóra punktinn.

Það sem þú nefnir er afleiðingin! Afleiðingin af kjánaþjóðrembingum í ýmsu formi.

Eg hef tekið eftir því að margir eiga erfitt með að skilja þetta. Hversu mikinn skaða framsóknarkommar hafa valdið í gegnum tíðina.

Framkoma þeirra þýðir bara eitt: Styrkir íhaldið.

Sjáum td. VG, tökum dæmi, að eftir kosnigarnar 2009 þá augljóslega var mikið af framsóknarkommum farið þangað. VG eftir kosningarnar 2009 var í raun nokkrir flokkar af mismunandi útfærslum á framsóknarkommunisma. Hvað sýnir framkoma þeirra síðustu 4 ár? þeir eru óstjórntækir! það er ekki hægt að stjórna með framóknarkommum vegna þess að þeir setja þetta eða hitt kjónaþjóðrembingsprinsippatriðið í ofurforgang og allt annað skal víkja fyrir einhverri dillu sem þeir hafa bitið í sig í það og það skiptið.

Fólk skal hugleiða þetta.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.3.2013 kl. 14:14

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Og ps. það má hafa til hliðsjónar hvað hinn mæti maður Þorsteinn Bergsson nefnir: ,,Olíuvinnsla í Norðurhöfum" og ,,Rafmagnskapall til útlanda". þetta nefnir hann sem prinsippatriði sem skilji að.

Hvað heldur fólk að það sé hægt að gera svona atriði að prinsippatriðum? Ef hagstætt er að vinna olíu norður í rassgati og ef hagstætt er að selja rafmagn um kapall til vondra útlendinga - nú, þá vrður það bara gert! það er no way to stop it.

Aðferðafræðin getur aldrei orðið að segja feitt nei af prinsippástæðum. það er tilgangslaust. Rétta aðferðafræðin í svona málum er að leggja alla áherslu á að skynsemi og raunsæi verði í fararbroddi slíka hugsanlegra framkvæmda.

Ofannefnt skilja framsóknakommar ekki.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.3.2013 kl. 14:22

10 Smámynd: Benedikt V. Warén

Ómar Bjarki, sumir eru til í að selja ömmur sína fyrir nokkrar evrur, vona að þú sért ekki í þeim hópi. 

Svo dáist ég að því, hve samsuðan hjá þér er alltaf djúpstæð.  "þeir eru óstjórntækir! það er ekki hægt að stjórna með framóknarkommum vegna þess að þeir setja þetta eða hitt kjónaþjóðrembingsprinsippatriðið í ofurforgang og allt annað skal víkja fyrir einhverri dillu sem þeir hafa bitið í sig í það og það skiptið."

Það er
 gott að berja hausnum við steininn þvert ofan í vilja meirihluta þjóðarinnar og vera fastur í einhverri þráhyggju, t.d. að halda til streitu aðlögunarferlinu að ESB.  Hvaða dillur og prinsipp eru þá í gangi?

Benedikt V. Warén, 17.3.2013 kl. 14:47

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Benedikt, þetta er ómálefnalegt hjá þér.

Skulum halda okkur við umræðuefnið. Afhverju td. voru Jafnaðarmenn í stjórn með Sjöllum 1960-1970? Jú, það var voru einhverjar dillur í framsóknarkommum varðandi Sovétríkin! Halló. Jafnvel í sumum útfærslum var engu líkara en framsóknarkommar vildu bókstaflega ganga í Sovétríkin! Fóru til allskyns einræðiherra og harðstjóra í Austu-Evrópu og buktuðu sig þar og beygðu alvveg niður í gólf, kengbognir í hnjánum.

Vegna þessa neyddust Jafnarmenn að fara í samstarf við Sjalla.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.3.2013 kl. 15:16

12 Smámynd: Benedikt V. Warén

Ég er glaður að sjá hve málefnalegur þú avallt ert Ómar, en hvert var aftur umræðuefnið?  Var það VG eða framsóknarkommarnir?  Eða " bullustrumpar sem sitja við eldstó íhaldsins"  ???   Fyrirgefðu ég er alveg búinn að missa þráðinn. 

Benedikt V. Warén, 17.3.2013 kl. 15:56

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta hangir allt saman. Fólk þarf aðeins að hugleiða punktinn.

Sjáðu til, að ,,sitja við eldstó íhaldsins", það er svona blaður eins og framsóknarkommar eru með og íhaldið grípur fegins hendi þegar það hentar því.

Hefur fólk kannski ekki tekið eftir hvað Moggi hefur gert mikið með hina og þessa dillu frá Ömma, Atla Gísla, Ásmundi Daðasyni að maður tali ekki um Lilju Mós á undanförnum 4 árum? Íhaldið gerir mikið með þetta bull þeirra og óraunsæi ásamt aukaatriðum. þarna hafa þau setið í eldhúsi íhaldsins og ornað sér meðan aðrir hafa þurft að fara útí hríðarbylinn og vinna verkin - undir grjót og skítkasti íhaldsins.

þessi frétt á linknum uppi núna, hve mikið ósætti sé innan VG- þetta er alveg af sama meiði. Mogginn gerir mikið með þetta bull og sérprinsipp einstakra framsóknarkomma sem ylja sér þarna við eldstó íhaldsins og halda jafnvel að það skipti einhverju máli það sem þeir eru að segja.

Stareyndin er að þetta skiptir engu máli. Ef hagstætt verður að vinna olíu norður í rassgati - þá verður það gert. Alveg sma hvað þorsteini Bergssyni finnst um það. það sama gildir um kapal til útlanda.

það eru ekki svona fáránleg útópíuprinsipp sem skipta máli í stóra samhenginu. það sem skiptir máli í stóra samhengi slíkra mála er að framkvæmdin verði þannig að hagnist sem best íslenskum almenningi. Að innlendri framsjallaelítu verði ekki gefið sjálfdæmi ogmoki ágóðanum beint í eigin vasa.

þetta barasta virðast framsóknarkommar ekki skilja. þetta virðist of flókið fyrir þá.

Það að þurfa að neyðast til þess að hrekjast í samstarf við Sjalla - það er langt í frá auðvelt verk eða eftirsóknarvert. það er kaldranalegt hlutskipti og mikil fórnarvinna. þetta verða Jafnaðarmenn stundum samt að gera vegna fíflagangs og vitleysu framsóknarkomma. Framsóknarkomma sem vilja heldt blaðra tóma steypu og ylja sér við eldstó íhaldsins. Sem dæmin sanna. Gagnslausir til allra verka.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.3.2013 kl. 16:43

14 Smámynd: Benedikt V. Warén

Ómar.  Ögnundur, Atli Gísla, Ásmundur Daða og Lilja Móses er fólkið sem ekki selur sálu sína, ekki einu sinni Jóhönnu Sig sama hvað hún blæs og hvæsir.  Ég ber virðingu fyrir þessu fólki að láta ekki kúga sig, hvorki af formanni VG né fyrrverandi SF.  Þetta er fólkið sem lætur sannfæringu sína ráða og stendur með samþykktum og grunnstefi VG.  Það er Þorsteinn Bergsson að gera einnig.  Hins vegar er ekki annað en hægt að vorkenna aumingja Árni Páli Árnasyni formanni SF, að hafa fyrrverandi formann sem backseat driver. Djessúúss.

Kapall til Evrópu er það vitlausasta sem nokkrum getur dottið í hug og furðu sætir að nokkrum heilvita landsbyggðarmanni skuli svo mikið sem láta sér detta það í hug að vera sammála því, eins og málin eru í pottin búin núna.  Það er ekki heil brú í því verkefni, ef þú setur hlutina í samhengi við það sem þekkt er frá virkjunum, vatnsréttindum, fasteignagjöldum og sölu á rafmagni til erlendra notenda.  Þú hefur trúlega ekkert kynnt þér málið, skilur það ekki, eða það sem verst er, gjörsamlega gegneitraður af ESB bakteríunni.  Sú veira er eins og HIV það er auðvelt að fá hana en nær ómögulegr að losna við hana.

Benedikt V. Warén, 17.3.2013 kl. 18:54

15 identicon

Kapallinn til Evrópu er álíka ESB della og að henda glóperunni fyrir svokallaðar sparperur´Önnur eins vitleysa hefur ekki verið ákveðin síðan Esb var sett á laggirnar, nema kannski þegar stangveiði á TÚNfisk var lögleidd á Íslandi. Einn fiskur í veiðiferð á land, en allir vita að erlendir veiðimenn sleppa öllm fiski. Veitt og sleppt. Glóperan er skaðlaus en sparperan með spenni og því útstreymi rafsviðs allt um kring. Krabbi og höfuðverkur. Og auðvitað þurfa orkufsalarnir  sitt og hækka bara verðið ef notkunin þverr. Selja síðan álsmiðjunum niðurgreitt sparnaðinn. Ha ha.

Óskar Jónsson (IP-tala skráð) 18.3.2013 kl. 08:45

16 identicon

Guð hvað ég er sorgbitinn. VG á leiðinni til andskotsns og Samfó fer á límingunni. Jón Baldni horfinn og bara Villi Vesturfari að hræra í grautnum

Siggi á Útlátri (IP-tala skráð) 18.3.2013 kl. 08:58

17 identicon

Benedikt.  Þetta fólk sem þú nefnir og berð svona mikla virðingu fyrir kvittaði upp á stjórnarsáttmála um að sótt skildi um aðild að ESB.  Ef þetta virðingarfulla fólk skrifaði upp á þennan stjórnarsáttmála gegn eigin sannfæringu,  nú þá eru þetta bara aumingjar sem ekki geta staðið á eigin sannfæringu.  Hinn kosturinn er ekki betri en hann er að þetta virðingarfulla fólk hafi látið af eigin sannfæringu til að öðlast meiri frama í pólitíkinni og verða ráðherrar líkt og Ögmundur og Jón.  Lilja fór svo í fræga fílu þegar hún fékk ekki ráðherrastól.  

Meirihluti Alþingis stóð að umsókn í ESB.  Í þeim meirihluta voru hinir virðingarfullu áðurnefndu þingmenn sem tryggðu meirihlutann.   

Að sjúkdómsgera þá sem ekki hafa sömu skoðun og þú er frekar slappt hjá þér.  Ég persónulega vill klára umsóknina og síðan ræður meirihluti kjósenda hvort af verður. Ég er ekki búin að ákveða hvað ég kýs en það er líðræðislegt að klára málið þannig.

Brynjar (IP-tala skráð) 18.3.2013 kl. 15:43

18 Smámynd: Benedikt V. Warén

Þeir sem vilja muna svo langt aftur Brynjar og rifja upp dramatíkina í kringum síðustu stjórnarmyndun, þegar Samfylkingarforkólfarnir komu fram fyrir alþjóð hver á fætur öðrum og sögðu: " við ætlum bara að fara í könnunarviðræður við ESB,  - svona rétt að fá að kíkja í pakkana  og sjá hvað er í boði".  Með þessum lygum tókst forustu Samfylkingarinnar að slá ryki í augu þjóðarinnar og setja hluta af VG út af sporinu.  Of margir þingmenn á Alþingi Íslendinga létu einnig glepjast vegna þess að þeir unnu ekki heimavinnuna sína og létu blekkjast af fagurgala Samfylkingainnar, því var farið í þann leiðangur að sækja um ESB. 

Steingrímur er sannfærandi þegar sá gállinn er á honum og þannig gat hann lempað sitt lið og sest í ráðherrastól.  Síðan runnu á menn tvær grímur þegar í ljós kom að þetta var blekking sem Samfylkingn beitti VG til að komast til valda.  Það var ekki um það að ræða að "kíkja í pakkana" heldur var umsóknarferlið hafið.  Það var hinn napri sannleikur sem umræddir þingmenn VG stóðu skyndilega frammi fyrir.

Ég sé ekki að það sé neitt öðruvísi að sjúkdómsgera þá sem ekki eru sammála, þegar stöðugt er verið að uppnefna og rægja á allan hátt þá sem ekki eru sammála hinum vængnum og bera upp á þá allslags ávirðingar sem enginn fótur er fyrir.  Það kryddar bara umræðuna og ég tel þetta vera óþarfa viðkvæmni hjá þér.    Menn verða að hafa þroska til að geta skilið hismið frá kjarnanum.

Benedikt V. Warén, 18.3.2013 kl. 20:46

19 Smámynd: Pétur Harðarson

Þeir sem tala um lýðræðislega umræðu þegar kemur að ESB umsókninni ættu aðeins að rifja vinnubrögð stjórnarinnar í þessu máli hingað til. Þar ber helst að nefna stjórnarskrárbrot Jóhönnu Sigurðar þegar hún hótaði VG liðum öllu illu ef þeir samþykktu ekki ESB frumvarpið. Þetta þurfti hún að gera til að fá meirihluta á þingi.

Svo var sagt að eingöngu átti að fara í viðræður til að athuga hvernig samning við gætum fengið og hvaða undanþágur væru í boði. Nú er ljóst að ekki er hægt að semja um kafla samningsins. Þessar "samningaviðræður" ganga því eingöngu út á að sýna fram á hvernig íslenska ríkið mun aðlaga sig að reglum ESB.

Þá var sagt að samningar ættu að nást innan 18 mánaða. Maður skilur að einhverjar tafir geta orðið á svona ferli en nú eru liðin 4 ár og eingöngu búið að loka 11 köflum. Í öllum þeim köflum var ekki búist við að þörf væri fyrir mikla vinnu þar sem við værum búin að aðlaga okkur að þeim að miklu eða öllu leyti.

Fólk getur því sleppt því að biðja um lýðræðislega umræðu þegar kemur að ESB umsókninni. Allt ferlið er smitað af lygum og blekkingum. Nú ættum við að spyrja Össur og co. hvernig hann mun leggja til að Ísland aðlagi sig að reglum ESB þegar kemur að sjávarútvegi, landbúnaði, auðlindum o.fl.. Það er verkefnið sem liggur fyrir og að tala um annað er lýðskrum. Þannig mætti líka segja að ESB umsóknin hafi verið lýðskrum frá upphafi. Því miður.

Pétur Harðarson, 19.3.2013 kl. 01:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 818143

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband