15.3.2013 | 11:55
Hreyfingin vill stöðva stjórnarskrármálið.
Breytingartillaga Margrétar Tryggvadóttur, þingmanns Hreyfingarinnar, við frumvarp formanna Samfylkingarinnar, Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Bjartrar framtíðar til breytinga á stjórnarskránni gefur stjórnarandstöðu fullkomna afsökun til að tefja málið allt í málþófi og drepa það.
_____________________
Það er að verða nokkuð augljóst að þingmenn Hreyfingarinnar eru í tilraunum við að drepa stjórnarskrármálið.
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eru þó það heiðarlegir og reyna ekki að fela andstöðu sína.
Hreyfingin ber kápuna á báðum öxlum en eftir uppákomu Þórs Saari og nú breytingatillaga Margrétar sýna það svart á hvítu að þau eru í sama farvegi, ætla að drepa stjórnarskrána.
Ef það er ekki meiningin sem ég hef enga trú á, þá eru þau í besta falli frekar græn eða verulega úsmogin, hvort ætli það sé ?
Sakar Margréti um klækjastjórnmál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það var Árni Páll sem hefur slátrað stjórnarskránni með þessu svokallaða sáttaboði.
Það er löngu séð að eina sáttin sem íhaldið vill er um að þeir fái að semja sína egin stjórnarskrá sjálfir. Um framsókn vita allir að þau snúast eins og aðrir vindhanar eftir því hvernig vindar blása.
Það er óskiljanlegur aumingjaskapur núverandi ríkisstjórnar að hafa gefist upp á að koma tillögum stjórnlagaráðs í gegnum þingið.
Sama er um að hafa ekki innkallað kvótan eins og var lofað í stjórnarsáttmálanum
Það er ekki að ástæðulausu sem fylgið er horfið frá stjórnarflokkunum.
Trausti (IP-tala skráð) 15.3.2013 kl. 12:20
Það er einhver mikil örvænting í gangi. Margrét er farin að efast um geðheilsu fólks alveg hægri vinstri. Maður fyrirgaf henni það einu sinni. Nú er komið nóg.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.3.2013 kl. 12:22
Trausti minn þetta er í besta falli kjánleg sýn sem þú hefur.
Það þarf að samþykkja stjórnarskrárbreytingar á tveimur þingum...þessu og því næsta.. Dettur þér í hug að Sjálfstæðis og Framsóknarflokkur samþykki óbreytt frumvarp þegar-ef þeir ná völdum. Einfaldanir eins og þú berð á borð eru ekki afsakanlegar eftir alla þá umræðu sem þetta mál hefur fengið.
Jón Ingi Cæsarsson, 15.3.2013 kl. 12:28
Það breytir ekki því að ruglið í Árna Páli er ekki til að auka möguleika á að ný stjórnarskrá sem var smaþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. Okt sl. fari til endanlegrar samþykktar á næsta þingi.
Það vita allir að það þarf tvö þing til að samþykkja breytingar á stjórnarskrá.
Svo verður að koma í ljós hverjir vilja samþykkja það á næsta þingi.
Trausti (IP-tala skráð) 15.3.2013 kl. 12:45
Er Margrét þá orðin "ljóti karlinn" með því að reyna að uppfylla loforð Samfylkingarinnar um að afgreiða stjórnarskrármálið á kjörtímabilinu?
Já Jón, setjum kíkinn alltaf fyrir blinda augað þegar loforðin eru svikin og flokksforystan gerir upp á bak og veltum okkur upp úr afurðinni malandi af ánægju yfir visku "goðana".
Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.3.2013 kl. 07:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.