Kengrugluð stjórnarandstaða ?

Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sóru báðir af sér að sammála Þór Saari þótt þeir styðji vantrauststillögu hans gegn ríkisstjórninni. Sögðu þeir málið ekki snúast um stjórnarskrána eina heldur að ríkisstjórnin sé rúin trausti.

___________________

Hvernig í veröldin á þjóðin að átta sig á þessu hringleikahúsi sem starfar við Austurvöll.

Hér mæta formenn stjórnarandstöðunnar og hafna því að þeir séu sammála Þór Saari en ætli samt að styðja vanbúna og óhæfa tillögu um vantraust.

Að mínu mati er sú tillaga varla þingtæk enda er ekki hægt að velja sér að styðja einstakar setningar í henni og aðrar ekki eins og formenn stjórnarandstöðuflokkana virðast ætla að gera.

Ef Framsókn og Sjálfstæðisflokkur greiða atkvæði með tillögunni þá eru þeir sammála Þór Saari, annars verða þeir að sitja hjá í besta falli.

Maður er stórlega farinn að efast um hæfni BB og SDG til þess hlutverks sem þeir voru kjörnir.

Mig undrar ekki að stjórnarandstaðan sé rúin trausti ( 20% ) og ef ætti að flytja vantrauststillögu á hinu háa Alþingi ætti hún fyrst og fremst að beinast gegn óhæfri stjórnarandstöðu.

( en það er víst ekki hægt Crying )


mbl.is Ósammála Þór en styðja vantraust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 818122

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband