Poppulismi Framsóknarflokksins telur.

Könnunin staðfestir að Framsóknarflokkurinn er í mikilli uppsveiflu. Alls styðja 26,1% flokkinn og hefur stuðningurinn aukist um 5,3 prósentustig á einum mánuði. Hann fengi 19 menn kjörna á þing.

_____________________

Framsóknarflokkurinn er með hæstu yfirboðin og mesta lýðskrumið af þeim flokkum sem haldið hafa landsfund.

Það hefur verið stíll þess flokks í kosningabaráttu.

Lausafylgið leitar nú þangað því það er freistandi að trúa því sem sagt er.

Það hefur verið þjóðarmein á Íslandi að halda hagsmunagæsluflokkum við völd, flokkum sem fyrst og fremst vinna fyrir ákveðna hópa í þjóðfélaginu, Framsóknarflokkurinn er þar framarlega meðal jafningja og saga hans er vörðuð spillingu og fyrirgreiðslu, kannski er nægilega langt síðan að menn eru aðeins farnir að gleyma.

En þessi síðasta viðbót er fyrst og fremst á kostnað Sjálfstæðisflokksins enda toppaði Framsóknarflokkurinn kosningaloforð þess flokks varðandi málefni heimilanna, þeir ætla að lækka skuldir heimilanna með handvirkum hætti og það kaupir fólk eins og er enda hefur umræðan um þann poppulisma ekki farið fram að neinu marki.

Framsóknarflokkurinn er hefur verið sá burðarás sem tryggt hefur völd fárra og það hefur hann gert í áratuga samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Sennilega sá flokkur sem oftast og mest hefur verið orðaður við spillingu og fyrirgreiðslu.

Kannski eru kjósendur reiðubúnir að ganga á ný inn í það kosningabandalag með þeim afleiðingum sem slíkt hefur.

Ef kjósendur eru tilbúnir að veita þingmönnum eins og Sigmundi Davíð, Vigdísi Hauksdóttur og fleirum brautargengi þá vita þeir á hverju þeir eiga von, það þarf ekki að skoða lengi það sem frá þeim hefur komið til að átta sig á því.

Sporin hræða og ég trúi því að þetta rifjist upp fyrir kjósendum þegar nær dregur kosningum og lýðskrum formanns flokksins verður mönnum ljósara. 


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Það hefur verið þjóðarmein á Íslandi að halda hagsmunagæsluflokkum við völd, flokkum sem fyrst og fremst vinna fyrir ákveðna hópa í þjóðfélaginu"

Hvaða flokkur er undanþeginn þessu í íslenskum stjórnmálum? Vinstri Græn eru flokkur eftirlegukommúnista sem sigla undir fölsku (grænu) flaggi og stefna flokksins virðist helst snúast um að koma vinum og vandamönnum á listamannalaun. Samfylkingin er flokkur verkalýðsforystunnar og lífeyrissjóða og sem slíkur algjörlega á skjön við almenning. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur fámennrar valdaklíku og Framsókn er... ja, Framsókn er sennilega aftur orðinn flokkurinn sem erfiðast er að hengja á einn fastann hóp nema helst andstæðinga ESB. Aðrir flokkar eru meira og minna viðhengi við Samfylkingu og VG og enda líklega þar inni á gafli fljótlega aftur eins og óánægjuframboð gera venjulega.

Ég myndi giska á að þessi síðasta fylgisaukning Framsóknar sé að koma mest frá Sjálfstæðisflokknum, fólk sem er óánægt með að D virðist ætla að vaða áfram í gamla drullusvaðinu akkúrat þegar flokkurinn hafði sennilega einstakt tækifæri til að skera burt spillinguna og hreinlega rúlla upp kosningunum.

Gulli (IP-tala skráð) 1.3.2013 kl. 08:41

2 identicon

Síðast lofaði Framsókn aðildarumsókn að ESB og nýja stjórnarskrá. Sáum nú hvernig það endaði. :)

Framsókn er spilltur froðuflokkur hvers fylgi er góður mælikvarði á heimskustig þjóðarinnar.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.3.2013 kl. 08:48

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hér í Kópv var myndað kosningabandalag gegn x-d og x-b - Hamraborgarkvartettinn sprakk - þökk sé Guðrríði - en svo kom á daginn að vg&sf vildi ganga áfram hlekkjaðir við hvorn annan - og er það í dag í minnihluta.

Framókn, Sjálfstæðisflokkur og Kópvavogslsitinn nátðu saman fyrir hagsmuni Kópgavogs.

Vill fólk meira af því sama - held ekki.

Óðinn Þórisson, 1.3.2013 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 818168

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband