21.2.2013 | 10:15
Hræsni stjórnarandstöðunnar opinberast.
Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, hefur ákveðið að draga tillögu sína um vantraust á ríkisstjórnina til baka. Í tilkynningu sem hann sendi til þingmanna segir að hann hafi fengið ábendingar um hugsanlegan formgalla á tillögunni og því dragi hann tillöguna til baka.
__________________
Þór Saari hleypur á sig, eiginlega geri sig sekan um alvarlegan dómgreindarbrest en það er mannlegt.
Aftur á móti opinberaðist hræsni formannanna Bjarna Ben og Sigmundar Davíðs í kvöldfréttum í gærkvöldi.
Þeir voru tilbúnir að stökkva á þessa tillögu Þórs sem bæði var vanhugsuð og allra líklegast ekki þingtæk.
Það opinberaðist þvílíkir tækifærissinnar þessi formenn eru, þarna eygðu þeir tækifæri til að koma í veg fyrir að stórmál fengju afgreiðslu, mál sem þeir sem sérhagsmunagæsluflokkar vilja stöðva.
- Kvótafrumvarpið.
- Náttúrverndarlög.
- Stjórnarskráin.
og mörg fleiri.
Hinum tækifærissinnuðu formönnum hefði nú ekki þó verra að geta stöðvað öll þessi mál og koma í veg fyrir afgreiðslu þeirra.
Skítt með þjóðarvilja.
Sérhagsmunagæslan blívur.
Þór dregur tillögu sína til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.2.2013 kl. 10:23
Stjórnarliðar ættu aldrei að saka aðra um hræsni.Aldrei
Marteinn Sigurþór Arilíusson, 21.2.2013 kl. 11:03
Já guð forði því að farið verði gegn þjóðarvilja í einhverju máli.. er ekki ríkisstjórnin að fara gegn þjóðarvilja þó með að sitja út þetta kjörtímabil? Og já þessi þrjú dæmi sem þú hefur nefnt.. Kvótafrumvarpið meingallað og vanhugsað, náttúrverndarlög(rammaáætlun?) þar sem farið var gegn álitum sérfræðinga.. og stjórnarskrárfrumvarp sem í fyrstalagi er ólöglegt og í öðru lagi ha?
Viktor Alex (IP-tala skráð) 21.2.2013 kl. 11:14
Ég held að þið ættuð nú að lesa aðeins betur af hverju Þór vill draga hana til baka. Við höfum fordæmi fyrir því að forsætisráðherra stöðvaði atkvæðagreiðslu á þingi með hjálp forseta þings í bleiumálinu mikla. Steingrímur og Jóhanna sáu þarna leik á borði og ákváðu að fá Ástu Ragnheiði til að taka málið fyrir þegar sætaskipanin er þeim í hag. Þetta er ást þeirra á lýðræði í verki. Ég trúi ekki að nokkur stjórnarliði sé ánægður vinnubrögð Jóhönnu og co. þegar kemur að lýðræði. Hún er í raun glæpamaður í þeim efnum.
Pétur Harðarson, 21.2.2013 kl. 11:34
Sæll.
Ætli Þór hafi fengið eitthvað fyrir að draga þessa vantrautstillögu til baka?
Hvernig í ósköpunum getur nokkur maður stutt þessa ríkisstjórn? Hvernig er það hægt? Hvaða vandamál hefur hún leyst? (Ekki reyna að tala um lánamálin - dómstólar hafa tekið þau mál á sína könnu).
Helgi (IP-tala skráð) 21.2.2013 kl. 11:38
Ríkisstjórninni hefur tekist að flækja skattakerfið. Ég veit það mikið :) Það skondna er að stjórnarandstaðan og þá sérstaklega Framsókn hefur tekist að forða þjóðarbúinu frá gjaldþroti á þessu kjörtímabili. Nú hefur tíminn sýnt að Svavars samningurinn í Icesave málinu hefði gert ríkissjóð gjaldþrota. Það er með ólíkindum að Jóhanna og Steingrímur séu enn á þingi eftir það mál allt saman. Steingrímur sem hefur barist hvað harðast fyrir því í gegnum árin að menn sætu ábyrgð og bæðust afsökunar eða jafnvel segðu af sér ef þeir gerðu mistök og svo þegar kemur í ljós að hann var nálægt því að setja þjóðarbúið á hausinn þá kemur ekki snefill af iðrun eða ábyrgðartilfinningu. Hann er gjörsamlega virðislaus hann Steingrímur J.! Það er sama í hvað embætti hann er settur eða jafnvel búið til fyrir hann. Hann er vonlaus! Allt þetta tal um að hann sé svo duglegur og mikill vinnuhestur og aðstæðurnar séu svo erfiðar skiptir engu þegar árangurinn er minni en ekki neitt!
Pétur Harðarson, 21.2.2013 kl. 11:58
Eða hann hafi vænst þess að fá umbun hjá stóru stjórnarandstöðunni!
Annars er þessi tillaga hans ekki þingtæk, þ.e. seinni hluti tillögunnar er óframkvæmanlegur. Enginn stjórnmálaflokkur vill hlaupa inn í stjórn á síðustu metrunum fyrir kosningar. Stjórnarmyndun er í höndum forseta og þetta gengur einfaldlega ekki upp fremur en að sólin komi upp um miðja nótt um háveturinn.
Guðjón Sigþór Jensson, 21.2.2013 kl. 12:06
Stjórnarliðar kröfðust flýtimeðferðar á tillöguna, þ.e. að málið yrði rætt í dag, sama dag og Sjálfstæðisflokkurinn setur landsfund sinn. Það er lýsandi fyrir vinnubrögð þeirra og óþverrahátt. Gott og blessað... tillaga Þórs hafði kannski formgalla, það er svosem einnig lýsandi fyrir þessi smáframboð, að Vg meðtöldum. Stjórnarliðum tókst með klókindum að komast hjá tillögunni... og eflaust tekið Þór á teppið í leiðinni.
Subbuskapur vinstri stjórnarinnar gleymist hins vegar aldrei... og vinstri stjórn er eitthvað sem má aldrei endurtaka sig!
Ófeigur (IP-tala skráð) 21.2.2013 kl. 18:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.