20.2.2013 | 17:49
Þeir sem bregðast þjóðinni er stjórnarandstaðan.
Kosið verður um vantraust á hendur ríkisstjórninni á Alþingi á þriðjudag, að sögn Þórs Saari þingmanns Hreyfingarinnar. Í tillögu til þingsályktunar um vantraust, sem Þór lagði fram í dag, er farið fram á að þing verði rofið eigi síðar en 28. febrúar og efnt verði til þingkosninga 27. apríl.
__________________
Ekkert um þetta að segja efnislega. Það verður kosið þennan dag hvort sem er og Þór Saari er að leika sér með tíma þingsins.
Vill greinilega losna við þingið heim og fá starfsstjórn í nokkra daga.
En ef við horfum efnislega á efni þessar tillögu þá er það stjórnarandstaðan sem hefur lagt nótt við dag til þess að koma í veg fyrir breytingar á stjórnarskránni.
Framganga Sjálfstæðisflokksins er sérlega áhugaverð og virðing þeirra fyrir niðurstöðum þjóðaratkvæðis um þetta mál er að rétta þjóðinni fingurinn.
Aum er þeirra framkoma.
Það er víst ekki hægt að leggja fram formlegt vantraust á stjórnarandstöðunna en niðurstöður skoðanakannana í þeirra garð segja það sem segja þarf.
Vantrauststillaga lögð fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
U... Nei.
18 mánuði lá það, sem nú liggur svo mikið á að hleypa upp, á borði forsætisráðuneytisins.
Það er varla Sjöllum að kenna.... nema þeir sitji í forsætisráðuneytinu.
Óskar Guðmundsson, 20.2.2013 kl. 17:58
Sjálfstæðisflokkurinn hefur legið í gríðarlegri andstöðu gegn afgreiðslu breytinga á stjórnarskrá... þeir sem reyna að halda öðru fram eru svolitið broslegir.
Jón Ingi Cæsarsson, 20.2.2013 kl. 18:03
Ekki er ég sammála þér um það að sjórnarandstaðan sé að bregðast, nema um sé að ræða að þeir hafi brugðist meirihlutann af þeim tíma sem þeir hafa verið í stjórnarandstöðu.
Þessi tillaga hefði mátt koma fyr og í raun átti núverandi ríkisstjórn að vera löngu búin að segja af sér sökum vanhæfni í ríkisbúskapnum. Flest þau mál sem ríkisstjórnin hefði átt að taka fyrir svo bæta mætti stöðu íbúa þessa lands hafa verið látin lyggja eða hreynlega farið í öfuga átt miðað við það sem átti að gera.
Það er af nægu að taka ef á að þylja upp þau verkefni sem voru frekar sett á oddin en styttra er að telja upp það sem rétt var gert, rúmast líklega í hausinn á A4 blaði og það í einni setningu. Hitt sem ranglega var staðið að fyllir hinsvegar heilu herbergin af pappír. Þar er eitt stærsta bruðl Íslandssögunnar og þarf víða að leita til að finna annað eins bruðl í gæluverkefni sem kosta þjóðina meira en þörf var á. Get bent á til dæmis ESB umsókn sem þjónar engum tilgangi nema sem friðþæging fyrir ykkur sem viljið þræla fyrir spillingarveldið. Rugglið sambandi við bankana og sparisjóðina er annað sem kemur uppí hugann. Svo til að kóróna vitleysuna þá hækkar ríkisstjórnin laun "listamanna" á kostnað heilbrygðiskerfisins, löggæslunnar, menntamála, og fleiri stofnanna...
Svo ertu að tala um að helferðarstjórnin sé góð en stjórnarandstaðan slæm...
Þú ert aumkunarverður brandarakarl...
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 20.2.2013 kl. 18:06
Ríkisstjórnin hefur alveg verið einfær um það hingað til að eyðileggja þetta mál, og ekki þurft neina aðstoð með það.
Bara enn eitt málið sem fer á listann yfir klúður síðustu fjögurra ára.
Þetta mál hefur legið niðri í skúffu nánast óhreyft síðan stjórnlagaráð sendi það frá sér, og það er engum öðrum að kenna en ríkisstjórninni.
Svona stórt mál, sem nánast allir umsagnaraðilar eru sammála um að sé ónothæft óbreytt, verður ekkert klárað á nokkrum dögum.
Fyrir utan auðvitað þá staðreynd að þetta er ekki það sem þjóðin er að kalla eftir þessi misserin, það er flest annað sem liggur meir á en þetta.
Sigurður (IP-tala skráð) 20.2.2013 kl. 19:51
Jóhanna sagði einu sinni " Minn tími kemur"
Hann kom og hún gerði ekkert rétt og klúðraði sínu tækifæri.
Nú er hennar tími liðinn og best hún fari frá.
Birgir Örn Guðjónsson, 20.2.2013 kl. 20:10
Stjórnvöld hafa bruggðist!
Sigurður Haraldsson, 20.2.2013 kl. 22:26
"Það er víst ekki hægt að leggja fram formlegt vantraust á stjórnarandstöðunna en niðurstöður skoðanakannana í þeirra garð segja það sem segja þarf."
Við hvaða skoðanakannanir ert þú að styðjast? Ég veit ekki betur en að Sjálfstæðisflokkurinn sé laaaang stærstur í skoðanakönnunum og Framsókn með meira fylgi en hún hefur haft svo árum skiptir. Á meðan eru stjórnarflokkarnir nánast að hverfa. VG komnir undie 10% og Samfó ekki verið með minna fylgi síðan '99. Þú þarft að horfast í augu við raunveruleikann. Í staðinn fyrir að atast í andstöðunni hvernig væri að senda harðort bréf til þín fólks og hvetja það til betri verka? Þau þurfa svo sannarlega á því að halda.
Pétur Harðarson, 21.2.2013 kl. 08:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.