Hvað er að gerast í Sjálfstæðisflokknum ?

http://www.dv.is/blogg/jon-trausti/2013/2/17/vid-svinin/

Nýliðin helgi og upphaf þessarar viku hefur verið sérlega fróðleg og stórmerkilegt að fylgast með orðræðu Sjálfstæðismanna.

Fyrst fer formaðurinn Bjarni Benediktsson með himinskautum og kallar fjölmiðamenn svín. Nokkuð sem teljast tíðindi jafnvel í skilaboðum frá Valhöll.

Síðan mætir yfirformaður flokksins og ræðst gegn stjórnmálamanni sem flestir bera virðingu fyrir og fer niðrandi og niðurlægjandi orðum um viðkomandi. Slíkt er fáheyrt og hlýtur að vera öllum blaðamönnum með snefil af sjálfsvirðingu umhugsunarefni.

En Sjálfstæðisflokkurinn gerir ekkert fyrir tilviljun. Það hefur borist um það skipun að mykjudreifarinn fari nú á fulla ferð og engu hlíft.

Á eftir koma fótgönguliðarnir og dásama þetta framtak foringjanna.

En nú held ég að formenn Sjálfstæðisflokksins hafi skotið illilega yfir markið. Fólki blöskrar hvar í flokki  sem þeir standa og meira að segja innvígðir forustumenn Sjálfstæðisflokksins láta í sér heyra.

http://eyjan.pressan.is/frettir/2013/02/18/formadur-sjalfstaedisfelags-alftaness-er-david-ad-ganga-af-goflunum/

En ef til vill er þetta línan sem Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að keyra fram að kosningum. Ráðast að persónum andstæðinga sinna, níða af þeim skóinn og taka á kosningabaráttuna fimmaurabrandara Davíðs og orðbragð Bjarna Ben.

Kannski er þetta vegna málefnafátækar því allir sem fylgst hafa með flokknum síðustu vikur og mánuði sjá að þeir hafa ekkert nýtt fram að færa.

Dagskipan er.... hefjumst handa á ný þar sem frá var horfið 2009, sama gamla góða stefnan, sömu áherslur og sömu fyrirgreiðsluhópar.

En til að byrja með skulum við gera lítið úr andstæðingum okkar og níða af þeim skóinn.

Ljótt en kannski árangursríkt...þó held ég varla að kjósendum finnist þetta féleg framkoma.

Þetta er eiginlega skelfilega sorgleg og setur ljótan blett á pólitíkina, sem varla má við meiru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband