Enn ein hringavitleysan að hefjast ?

„Manni sýnist að aðrar stéttir, ekki eingöngu innan Landspítalans heldur út um allt, séu að setja sig í stellingar til að fara fram á svipaðar launahækkanir,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um möguleg áhrif launabreytinga í stofnanasamningi hjúkrunarfræðinga.

__________________

Innistæðulausir kjarasamningar eru í sjálfu sér verðlausir. Áratugum saman hafa kjarasamningar á Íslandi verið innstæðulausir að verulegu leiti og launahækkanir hafa horfið jafn hratt og þær birtust.

Þegar verið er að semja um eitthvað þarf að vera efnahagsleg innistæða að baki slíkra samninga. Annars brennur launahækkunin upp á örskömmum tíma, verðbólga eykst, vextir hækka og niðurstaðan er í besta falli 0.

Síðari ár hafa kjarasamningar meira tekið mið af því sem innistæða er fyrir og með því hefur tekist að auka kaupmátt, en samt sem áður er hann verulega mikið lélegri hér á landi en í nágrannalöndunum.

Nýleg kjararannsókn sýndi að laun á Íslandi erum 30 - 60% rýrari en t.d. á Norðurlöndunum.

Laun í Þýskalandi hafa lítið sem ekkert hækkað í mjög langan tíma, samt er kaupmáttur þar á hverja unna vinnustund miklu hærri en á Íslandi.

Í hruninu hrundi kaupmáttur á Íslandi og nú telja stéttir launamanna að kominn sé tími til að sækja þessa kaupmáttarrýrnun á ný. Eintakar stéttir launamanna telja að þeir hafi setið eftir í meira mæli en aðrir og krefjast leiðréttinga.

En á Íslandi er þetta ekki svona einfalt. Þegar einhver fær launabreytingu telja allir hinir að þeir eigi rétt á því sama, hvort sem er með réttu eða röngu.

Niðurstaðan í gamla daga varð innstæðulítil krónukauphækkun sem skilaði engu til aukins kaupmáttar, launahækkunin brann upp á nokkrum vikum eða mánuðum.

Erum við enn á ný á leið inn í það ástand sem við þekktum svo vel fyrir þjóðarsáttina, víxlhækkarnir kaups og verðlags ?

Það gerist ef ekki eru efnahagslegar forsendur fyrir kauphækkunum, og hver veit hvort þær forsendur eru til staðar núna ?


mbl.is Telur aðra setja sig í stellingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

VERÐTRYGGING.

Og auðmanna elítan er ánægð.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 17.2.2013 kl. 02:08

2 identicon

Vissulega getur orði um það að ræða að hringekjan fari í gang með víxlverkun launa og verðlags, en ekki bætir úr skák ef verðbólga er í gangi af öðrum orsökum, þá neyðast launþegar til að sækja launaleiðréttingu vegna þess sem verðbólgan rænir úr launaumslögunum. Þó hver maður viti að innistæðan á bak við sé rír, þá er ekki hægt að sjá raunlaunin minka eins og stafi um áramót.

Svik (eða aumingjaskapur) stjórnvalda við launafólk og þjóðarsátt er að halda ekki verðbólgunni niðri, þau eru með því að starta þessari gömlu óheilla hringekju!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 17.2.2013 kl. 02:22

3 identicon

Það er ekki nóg að vinna og vinna, það verður að vera skipulag og reiða til að auka framleiðni. Vann sjáfur erlendis í áratugi og hugsað þá oft um löngu vinnudagana og litlu afkostin á Íslandi.

Dauðþreyttur heim og dauðþreyttur í vinnuna daginn eftir. Lélag afköst og of mörg mistök! Ár efti ár. Seinkun á vörusendingum kostuðu seinkanir á afgreiðslu og svo koll af kolli.Skipulagsleysi og óreiða frá A-Ö.

Hugsunarhætti íslendinga verður að breyta, áður en fólk fer að tala um betri kjör.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 17.2.2013 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818229

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband