Verðtryggingarvandinn er vaxtavandi sem ekki hverfur.

Það sem við rákum okkur á á fyrri árum, 2009, 2010 og 2011, var annars vegar að menn fóru að setja út á einhver smáatriði í útfærslunni frekar heldur en hugmyndina sjálfa og eins það að vegna þess að útfærslan var komin frá okkur, stjórnarandstöðuflokki, þá teldi stjórnin sig ekki geta tekið hana upp. Þess vegna viljum við reyna að nálgast þetta núna þannig að það komi allir saman að útfærslunni. Við segjum: „Getum við orðið sammála um að þetta þurfi að gerast?“ Við erum búin að leggja hér fram á undanförnum árum nokkrar mögulegar leiðir og ætlum að halda því áfram en erum opin fyrir því að ræða útfærsluna,“ sagði Sigmundur Davíð.

____________________________

Verðtryggingarvandinn er vaxtavandi sem ekki hverfur þó verðtrygging verði bönnuð með lögum.

Hið raunverulega vandamál íslenskra lántakenda er vaxtavandinn og gjaldmiðillinn.

Ef ekkert annað fylgir því að afnema verðtryggingu gætu orðið meiriháttar vandræði hjá þeim sem hafa takmarkaða greiðslugetu þegar hluti vaxta hættir að hverfa í höfuðstól en koma allir til innheimtu frá fyrsta degi.

Ef til vill er hægt að afnema verðtryggingu en það eitt og sér mun ekki skila því sem ósvífnustu poppulistar halda fram þessa dagana.

Vaxastigið verður líka afar ótryggt, jafn ótryggt og gengi krónunnar.

Það ræður enginn venjulegur launamaður og lántakandi við að greiða 10 - 15% vexti af 20 milljón króna fasteignaláni eða hærra.

Það er einföld stærðfræði að reikna það út.

Verðbótavandinn er vaxtavandi sem er þarna af því vextir á Íslandi taka mið af gengi erlendra gjaldmiðla og allir vita hver staða krónunnar er í því samhengi.

Sú einföldun að vandi lántakenda hverfi eins og dögg fyrir sólu ef verðbætur verða bannaðar með lögum er röng og það er eiginlega áhyggjuefni að sumir haldi því fram.

Það hefur allt of lítið verið fjallað um hvað það þýðir í þeim poppulisma sem geisað hefur í fjölmiðlum um þennan þátt í íslensku samfélagi.

Vondandi verður umræðan hófstilltari og kraftaverkalækningar þeirra sem halda því fram að verðtryggingin eins sér vandamál íslenskra lántakenda fái nánari umfjöllun.


mbl.is Afnám verðtryggingar lykilatriði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alveg rétt hjá þér að ekki dugar að afnema verðtrygginguna og halda að allt lagist við það. Miklu meira þarf til, það breytir samt ekki því að verðtrygginguna er ekki hægt að búa við, hún verður að fara.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 11.2.2013 kl. 12:57

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Allir sammála um það Bjarni...en til þess að það megi verða þarf gríðarlega margt annað að breytast.

Jón Ingi Cæsarsson, 11.2.2013 kl. 19:43

4 identicon

Svo má vel vera að þetta gríðarlega marga annað, fari ekki að breytast nema verðtryggingin sé aflögð. Þeir sem græða á verðtryggingunni eru lánveitendur, en tapararnir eru skuldarar. Ef við færum til ástandsins fyrir tíma verðtrygginar þá væri þetta öfugt.  Þessvegna draga lánveitendur lappirnar en yrði verðtryggingin aflögð í einu vetfangi, þá má ætla að lánveitendur yrðu mjög piprir og limaléttir til annara nauðsynlegra breytinga!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 11.2.2013 kl. 21:42

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það mun ekkert "ástand" breytast þó verðtrygging yrði afnumin. Það er nákvæmlega sama ástand og er núna, því það er nákvæmlega engin eftirspurn eftir verðtryggðum lánum og þess vegna er enginn að taka slík lán núna. Hinsvegar er rétt hjá þér að hinn raunverulegi lánskjaravandi er auðvitað vaxtavandi. Háir nafnvextir á Íslandi stafa af hárri verðbólgu, sem stafar af mikilli peningaprentun, sem orsakast af verðtrygging. Það er augljóst hvað þarf að gerast til að rjúfa þann vítahring:  afnema verðtryggingu. Þá lækka vextir og gjaldmiðillinn byrjar að láta að stjórn, þannig að meðalgóðir stjórnendur geti haldið honum stöðugri en nú er. Svo þegar við erum búin með verðtrygginguna, þá afnemum við einfaldlega vexti næst. Þá verða vextir ekkert vandamál framar.

Það þarf bara að opna augun og taka af sér þröngsýnisgleraugun til að sjá hversu einfalt og auðvelt þetta er.

En hvaða lausnir hefur þú annars fram að færa? Það væri miklu skemmtilegra að lesa um þær, heldur en þessar endalausu úrtölur þínar.

P.S. Búinn að skila uppgjörinu fyrir prófkjörið til Ríkisendurskoðunar?

Guðmundur Ásgeirsson, 12.2.2013 kl. 03:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 818772

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband