Meirihlutinn vil áframhaldandi vanda heimilanna ?

Meirihluti landsmanna vill að krónan verði framtíðargjaldmiðill landsins samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Fleiri vilja halda krónunni nú en fyrir tveimur árum.

Alls sögðust 52,6 prósent þeirra sem afstöðu tóku vilja að krónan verði framtíðargjaldmiðill á Íslandi, en 47,4 prósent sögðust ekki vilja krónuna áfram.

________________________

Krónan er einn af þeim stóru orsakavöldum að efnahagsmál á Íslandi eru óstöðug og óviss.

Óstöðugleiki krónunnar er eitt af því sem býr til stærsta vanda heimilanna og er sennilega einn helsti orsakavaldur verðlagshækkana, hárra vaxta og vandræða við efnahagsstjórnunina.

Reyndar eru þessar fylkingar nærri jafn stórar þannig að sennilega er varla marktækur munur þar á milli.

Krónan er í böndum, ef þau væru losuð gæti krónan hrunið um tugi prósenta og vandinn yrði enn stærri en hann er í dag.

Þess vegna áttar maður sig ekki alveg á því hvaða sjálfpynting það er að vilja viðhalda þessu ástandi og hafa í enga skoðun á framtíð íslenskra fjölskyldna og heimila.

Kannski maður fái einhverntíman einhverja aðra skoðun en  " AF ÞVÍ BARA "


mbl.is Meirihlutinn styður krónuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Það væri kannski ágætt að þið sem eruð minnihluti þjóðarinnar í þessu máli og fleirum.

Hættið nú að gera okkur upp skoðanir á öðrum hlutum líka.

Eins og það að við viljum "áframhaldandi vanda heimilana"

Ekki líst mér samt á það að þið komist út úr þessari rétthugsun eftir að ÁPÁ varð leiðtogi ykkar. Það er ykkar stóra rótarmein !

Gunnlaugur I., 4.2.2013 kl. 10:53

2 identicon

Að halda krónunni hefur kosti og galla að taka upp evru hefur kosti og galla.  Að taka upp evru er fráleitt einhver allsherja lausn eins og þið kratar viljið meina. Óskaplega er ég allavega fegin að búum við sveiganlegt gengi.  Það er reyndar dálítið broslegt að þessi pínulitli hagvöxtur  sem þó ríkir og Jóhanna og co guma sig svo mjög á, má að langmestu leiti þakka sveiganlegu gengi. Vissulega hefði verðbólga orðið eitthvað minni í kjölfar hrunsins ef við hefðum búið við evru en atvinnuleysið hefði orðið mun meira (trúlega um 20%). Það eru útflutningsgreinarnar sem hafa að mestu haldið uppi hagkerfinu  frá hruni og  aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa ekki beint falið það í sér að annar atvinnuvegur hafi blómstrað

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 4.2.2013 kl. 12:56

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Stefán.. það er engin alsherjarlausn að taka upp evru. Það leysir heldur engan vanda að stinga höfðinu í sandinn ( steininn ) og afneita þeirri staðreynd að krónan eins og við þekkjum hana er er vandamál.  Afneitun flestra byggist upp á að draga fram myrkar myndir af því sem hefði gerst og ekki gerst en að ræða þennan vanda til framtíðar er ekki í boði...að því er virðist... Sem sagt hin fullkomna afneitun. Þetta er viðfansefni sem þarf að takast á við og láta af dómsdagsspám og lappadrætti sem skilar engu til komandi kynslóða nema þeim vanda sem við höfum búið við áratugi.

Jón Ingi Cæsarsson, 4.2.2013 kl. 16:00

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er ekki krónan sem er beinlínis orsök fyrir vanda heimilanna. Sú kenning fellur í þá gryfju að rugla samsvörun við orsakasamhengi.

Rétt orsakasamhengi er nokkurnvegin svona (og það er ekki einföldun, þetta er í alvörunni mjög einfalt):

verðtrygging -> orsakar peningaþenslu og grefur undan gjaldmiðilsstöðugleika -> verðbólga og gengisfall -> hækkandi verðtrygging og skuldir -> peningaþensla -> (við erum komin í hring núna)

Þannig er það einkum verðtryggingin (ásamt fleiru en hún er stærst) sem er sameiginleg orsök fyrir hvorutveggja: gjaldmiðilsóstöðugleika og skuldavanda heimila. Og hún heldur áfram hring eftir hring.

Lausnin er borðleggjandi: afnema verðtrygginguna. Þá verður gjaldmiðillinn strax stöðugri og skuldirnar hætta að rjúka upp. Við verðum að rjúfa vítahringin. Sama hvort við viljum krónu eða eitthvað annað!

Þeir sem vilja halda í verðtrygginguna gætu hinsvegar kosið að hunsa hana sem orsakavald, og einblína í staðinn á þá samsvörun sem verður í afleiðingunum til þess að kalla það orsök.

Reyndur krabbameinslæknir gæti líklega staðfest að ef þeirri aðferðafræði væri beitt við greiningu á kerfislægum sjúkdómum í mannslíkanum myndu sennilega fáir sjúklingar læknast.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.2.2013 kl. 22:00

5 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Hvernig er hægt að búast við öðru þegar krónan er hluti íslensku leiðarinnar sem farin var til að koma landinu úr kreppunni?

http://www.visir.is/islenska-leidin/article/2012708109981

http://www.efnahagsraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/3240

Lúðvík Júlíusson, 5.2.2013 kl. 05:51

6 identicon

Það er virkileg ástæða að hafa áhyggjur af því hvernig núverandi formaður Samfylkingar talar. Samkvæmt honum er Evran ALLSHERJAR LAUSN og krónan er ástæða alls þess sem misfarist hefur. Samkvæmt orðum formannsins höfum við íslendingar búið við mikla eymd í gegnum tíðina og það allt krónunni að kenna. Staðreyndin er samt sú að efnahagurinn og almenn velmegun hefur vaxið mun meira á Íslandi frá stríðslokum heldur en í flestum samanburðarlöndunum. Þetta hefur gerst þrátt fyrir krónuna eða kannski fyrir krónuna.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband