Kínabandalagið - ekki Evrópusambandið.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur eftir nokkra fundi með Xi Jinping, leiðtoga kínverska kommúnistaflokksins og verðandi Kínaforseta, komist á þá skoðun að þar fari framsýnn hugsjónamaður. Þetta kemur fram í umfjöllun China Daily, málgagni kommúnistaflokksins.

_________________________

ÓRG hefur ekki áhuga á að tengjast Evrópu náið.

Áhugi hans liggur á allt öðrum slóðum.

Meðan hann talar niður ESB og Evrópuleiðtoga mærir hann leiðtoga Kínverska kommúnistaflokksins.

Áhugavert..


mbl.is Forsetinn lofar kínverskan leiðtoga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Einkennilegt er að ekkert hefur heyrst um þessa samninga við Kína. Hvar eru hægri mennirnir sem þykjast hafa vit á öllu, já jafnvel meir en við öll hin!

Með því að halda Íslandi utan við Evrópusambandið er auðveldara að greiða götu kínverskra hagsmuna á Íslandi. Eru kannski refirnir skornir í þeim tilgangi að lauma okkur inn í Kína? Það getur verið staðreynd að Ísland verði Kína auðveldari bráð en Tíbet sem þeir innlimuðu með manni og mús fyrir rúmum 60 árum.

Hægri menn eru einkennilegt fyrirbæri. Nú fagna Þeir og telja sig hafa unnið sigur, ekki á Bretum og Hollendingum heldur gegn ríkisstjórn Jóhönnu!

Satt best að segja hefðum við komist að nákvæmlega sömu niðurstöðu með milliríkjasamningunum sem kenndir eru við Icesave. Nú hafa 93% skuldanna verið greiddar og ljóst að þessi 7% sem eftir standa verða einnig greiddar.

Munurinn er í raun sá að við hefðum fengið mun fyrr hærra lánshæfnismat hefði samningaleiðin ekki verið trufluð. Við megum kannski þakka ykkur hægri mönnum og Ólafi Ragnari fyrir að borga hærri vexti undanfarin misseri en hefði orðið.

Þessi Icesave mál eru einhver furðulegasti þvættingur og þvæla sem hefur verið hafin upp í efsta veldi.

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 28.1.2013 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 818084

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband