Hjörleifur á móti öllu sem til framfara horfir.

Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra og einn hugmyndafræðinga VG í umhverfismálum, segir að áform um olíuleit á Drekasvæðinu gangi í berhögg við stefnu VG í loftslagsmálum.

_______________

Að mínu mati er það ekki frétt að Hjörleifur Guttormsson sé á móti flestu sem til framfara horfir.

Hann vill ekki virkja, hann vill ekki leita olíu, hann vill ekki inn í ESB, hann vildi ekki í EES og hann var árreiðanlega á móti EFTA.

Datt einhverjum í hug eitt andartak að Hjörleifur tæki vel í eitthvað sem styrkt gæti atvinnu og fjölbreytni á Íslandi.

Það er hægt að vera katólskari en páfinn í umhverfismálum en leita þarf skynsamlegra millileiða og sleppa öfgum á báða vegu. Öfgar leysa aldrei nokkur mál.

Það mætti lengi telja enn en ég held að flestir viti hvað ég meina.


mbl.is Olíuleit gegn stefnu VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

sammála þessari færslu jón ingi

Óðinn Þórisson, 11.1.2013 kl. 11:25

2 identicon

Áform um olíuleit á Drekasvæðinu gangi klárlega í berhögg við stefnu VG í loftslagsmálum. Vissulega öfgafull stefna og heimskuleg en samt sem áður stefna VG. Er það sannfærandi að hafa harða stefnu í hinu og þessu málinu t.d. hvað varðar ESB og umhverfismál en víkja frá þeim hvenær sem hentar?

Stefán Örn valdimarssin (IP-tala skráð) 11.1.2013 kl. 14:10

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Svona svona, Hjörleifur hefur rétt á að viðra skoðanir sínar og rökstyðja þær. Hins vegar er ljóst að við verðum að öllum líkindum að fylgjast gjörla með því sem er að gerast í þessum málum en setja mjög ströng skilyrði fyrir olíuleit.

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 12.1.2013 kl. 18:13

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég fagna þessari skoðun Hjörleifs og vonandi tjáir hann sig sem mest og oftast um þessi mál. Hjörleifur er nefnilega þeirrar náttúrutöfrum gæddur að fæla frekar fylgið frá sér og sínum skoðunum, frekar en en laða það að.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.1.2013 kl. 13:37

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

"...þeim náttúrutöfrum gæddur...."

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.1.2013 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband