10.1.2013 | 12:30
Lýðræði eða flokksræði.
Tillagan er lögð fram af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í utanríkismálanefnd auk Jóns Bjarnasonar, þingmanns Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs en hún gengur út á að gert verði hlé á viðræðunum um inngöngu Íslands í Evrópusambandið og þær ekki hafnar á ný nema að undangengnu samþykki í þjóðaratkvæði.
_______________
Þessi tillaga er ekkert annað en tilraun til að taka eðlilegt lýðræði í flokkspólitíska gíslingu.
Andstæðingar ESB viðræðna og aðildar óttast að nú séu viðræður að komast á það stig að þeir verði staðnir að efnislegum ósannindum og ragnfærslum.
Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur eru stefnulausir í utanríkis og gjaldeyrismálum og það kemur berlega í ljós í málflutningi þeirra í ESB málum.
Þeir vilja stöðva viðræður.... og hvað svo, nákvæmlega ekki neitt.
Þeir lifa í þröngu, óskipulögðu nú-i og hafa enga framtíðarsýn fyrir börnin okkar og barnabörnin.
Staða þeirra er einfaldlega að verja flokkshagsmuni og standa vörð um sérhagsmuni sinna skjólstæðinga, skítt með almenning í landinu.
Tillaga um ESB-hlé lögð fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En væri ekki tilvalið að kanna raunverulega afstöðu þjóðarinnar samfara Alþingiskosningum í vor? Það er vont fyrir hvaða stjórnvöld sem er að standa í samningum um jafn afdrifaríka breytingu á þjóðfélaginu án þess að hafa óskorað umboð þjóðarinnar. Skítt með umboð Alþingis.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.1.2013 kl. 13:03
Þessi tillaga um að gera hlé á ESB viðræðunum er ágæt. Í fyrsta lagi er að detta á ákveðið hlé á viðræðunum, vegna kosninga og stjórnarskipta. Mjög mikilvægir kaflar hafa enn ekki verið opnaðir og það er ekki fyrr en þeir verða opnaðir sem við getum tekið afstöðu til þess hvort til greina komi að slíta viðræðunum. Svo er annað, en það er það að þessir aðilar sem hafa látið í það skína að þeír séu andvígir viðræðunum, þeir eru í raun ekki andvígir aðild ef góður samningur fæst. Enda væri slíkt afar sérkenninlegt. Hins vegar kemur til greina að gera hlé á sjálfum viðræðunum úr því að mikilvægustu kaflarnir fást ekki opnaðir strax hvort sem er.
Jón Halldór Guðmundsson, 10.1.2013 kl. 13:08
"Þessi tillaga er ekkert annað en tilraun til að taka eðlilegt lýðræði í flokkspólitíska gíslingu."
Ég man nú ekki betur en að umsóknin um ESB hafi einmitt verið árás á lýðræðið í flokkspólitískum tilgangi, VG samþykkti að styðja umsóknina í þeim eina tilgangi að komast í stjórn og halda ákveðnum öðrum flokki frá stjórntaumunum.
Gulli (IP-tala skráð) 10.1.2013 kl. 13:30
Jón Ingi, það var flokksræðið sem stóð fyrir ESB umsókninni. Vel við hæfi að flokksræðið dragi hana einnig til baka.
SÍÐAN má eftirláta lýðræðinu framhaldið.
Kolbrún Hilmars, 10.1.2013 kl. 14:27
Algjörlega sammála þér Kolbrún það hefur ekkert verið lýðræðislegt við þessa ESB umsókn frá upphafi, og Jón Ingi hvaða viðræður ert þú að tala um, Þjóðin veit að það eru engar viðræður í gangi heldur aðlögun......
Farið að tala hlutina eins og þeir eru, ekki eins og þið viljið að þeir séu heldur eins og þeir eru...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.1.2013 kl. 15:40
Síðustu 2 setningar hjá síðuhöfundi eru nú nákvæm lýsing á stefnu og gjörðum samfylkingarinnar og formannshræi þess flokks!
Þórður Sigfriðsson (IP-tala skráð) 10.1.2013 kl. 20:50
Hvers vegna í vesöldinni er fullorðið fólk að eyða orðum á þetta hippigimpi.
Klórið honum og óværan margfaldast.
Kláði (IP-tala skráð) 14.1.2013 kl. 11:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.