Skinhelgi og óheiðarleiki.

„Það heimskulegasta sem við Íslendingar getum gert er að draga ráðamenn í Brussel á asnaeyrunum árum saman, telja þeim trú um að Íslendingar séu í þann veginn að ganga í ESB og láta valdamenn í 27 aðildarríkjum atast í því að gera flókna samninga við íslensku þjóðina sem gefur svo skít í allt saman þegar þar að kemur.“

_________________

Þessi náungi barðist gegn EES með sömu rökum fyrir bráðum 20 árum. Nú reynir hann enn eina áróðurstæknina til að reyna að koma í veg fyrir að þessi mál verði útkljáð í þjóðaratvæðagreiðslu þar sem þjóðin sjálf afgreiðir málið í samræmi við framlögð gögn og skoðun sína.

Svona úrtölumenn og hælbítar hafa verið til staðar á Íslandi mjög lengi og allt of oft hafa þeir komist upp með að loka á umræðu og koma í veg fyrir lýðræðislega afgreiðslu.

Nú fær þjóðin að klára þetta mál sjálf sama hvað Ragnari Arnalds finnst.

Hver væri staða Íslands ef hann hefði náð því að koma í veg fyrir aðild Íslands að EFTA og EES ?

Hugleiðum það.

 


mbl.is Rangt að draga ESB á asnaeyrunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Já hugleiðum stöðuna ef við hefðum fengið að kjósa um EES samninginn óháð því hvað frænda mínum Ragnari Arnalds finnst.  Væntanlega hefðu bankarnir aldrei verið einkavæddir. Jón Ásgeir aldrei farið í útrásina og hér hefði ekkert bankahrun orðið.  Og einnig má leiða líkum að því að framsal og veðsetning aflaheimilda hefði aldrei komið til umræðu ef ekki hefði verið fyrir hið margrómaða fjórfrelsi sem fólst í EES samningnum illu heilli.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.1.2013 kl. 20:04

2 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Við hefðum ekki gengið í EES á sínum tíma ef þjóðin hefði fengið að ráða og það fékk hún ekki eftir að Vigdís forseti hafniði því að um það yrði kosið.Við eigum að gera tvíhliðasamninga bæði við ESB og EES og segja okkur frá EES á sama tíma,þannig ráðum við okkar málum sjálf en ekki einhverjir aðilar útí heimi.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 6.1.2013 kl. 21:24

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Algjörlega sammála þér Marteinn Unnar þetta er eina vitið fyrir okkur Íslendinga að gera, taka málin aftur í okkar eigin hendur og búa framtíð okkar mannsæmandi lífsskilyrði...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 6.1.2013 kl. 22:19

4 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

það var vileinsan eins og mörg önnur hjá Vigdísi Forseta,að leifa þjóðinni ekki að kjósa um EES.Vigdís var best í að gróðursetja Tré..

Vilhjálmur Stefánsson, 6.1.2013 kl. 22:46

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón Ingi.

Þú veður reyk í blindni þinni á þína menn eins og oft áður, Ragnar hefur rétt fyrir sér.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 7.1.2013 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband