22.12.2012 | 13:33
Flokkur án leiðtoga og pólittískar stefnu.
Þá er því fagnað að Lilja hafi ákveðið að vera áfram innan raða flokksins þótt hún fari ekki fram til Alþingis. Margir einstaklingar hafa sýnt áhuga á framboði fyrir Samstöðu fyrir næstu alþingiskosningar og framundan er vinna við að setja fram lista í öllum kjördæmum.
________________________
Samstaða var stofnuð um gremju Lilju Mósesdóttur og litla löngun hennar til að ná málamiðlunum og samstöðu um mál.
Stjórnmálamaður sem vildi fá sitt fram og átti í erfiðleikum með að virða skoðanir annarra.
Slíkt gengur einfaldlega ekki í stjórnmálum og oft er það þrautalending slíkra stjórnmálamanna að stofna til framboðs um sjálfan sig.
Samstaða varð til um Lilju Mósesdóttur, mældist hátt fyrsta korterið, en hrundi síðan niður í pilnerfylgi og hefur verið þar síðan.
Leiðtoginn hefur nú horfið frá flokksbarninu sínu og skilur eftir hóp fólks án leiðtoga og enga stefnu, nema persónulegar skoðanir fyrrum leiðtoga á landsmálunum.
Nú er aðeins ein spurning eftir í þessu Samstöðumáli, verður hægt að koma saman listum í öllum kjördæmum, eru einhverjir nægilega harðir að vilja fórna fé og fjármunum í flokk sem leiðtoginn hljópst frá ?
Mikill sjónarsviptir að Lilju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jón, það fer að verða spurning hvort skotgrafirnar eru ekki orðnar of djúpar fyrir flokkstitt eins og þig.. Mér sýnist drullan sem þú eyst upp aðeins falla yfir þig sjálfan
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.12.2012 kl. 14:31
Það verða tveir nýir flokkar í komandi kosningum sem taka skal alvarlega og gætu fengið samanlagt yfir 20%; Dögun og Björt framtíð.
Gætu orðið vísir að nýju Íslandi.
Samstaða verður líklega ekki einu sinni á lista og Hægri grænir eru of banal til að hafa möguleika.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.12.2012 kl. 14:46
Ert þú ekki formaður Samfylkingarinnar á Akureyri?
Sigurður Þórðarson, 22.12.2012 kl. 15:17
Það er aðeins ein fullyrðing í þessari færslu rétt.
Fyrir þá sem hafa áhuga á efnislegri umræðu byggðri á staðreyndum, þá eru hérna nokkrar leiðréttingar á rangfærslum Jóns Inga:
P.S. Jón Ingi ertu búinn að skila uppgjöri vegna prófkjörsins um árið?
Guðmundur Ásgeirsson, 22.12.2012 kl. 16:14
Lilja Mósesdóttir er eini þingmaðurinn sem er mentuð til þess að glíma við vandamálin í kjölfar hrunsins. Að vilja ekki hlusta á hana er ein af öllum þessum heimskupörum sem yfir okkur hefur dunið á síðustu árum.
Snorri Hansson, 22.12.2012 kl. 16:21
Hvað stendur Samfylkingin fyrir (að fullveldisafsali, eyðileggingu á efnahag og spillingu undanskildu) ?
Viðar Helgi Guðjohnsen, 22.12.2012 kl. 19:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.