Kannski fyndið og þó ?

Sigmundur Davíð sagði að aðrar leiðir til að framleiða endurnýjanlega orku hefðu ýmsa galla. Sólarrafhlöður í borgum væru alls ekki fallegar. Vindmyllur væru víða erlendis orðnar hrein plága. Hann sagðist ekki hafa á móti því að gera tilraun með að reisa vindmyllur hér á landi, en benti á að ef ætti að framleiða þá orku sem Kárahnjúkavirkjun framleiðir þyrfti að reisa tæplega 2000 vindmyllur. Um 2.000 vindmyllur þyrftu landssvæði sem væri um 440 ferkílómetra stórt sem er um 8 sinnum stærra en Hálslón.

________________

Stundum veit maður ekki hvort maður á að hlægja eða gráta þegar formaður Framsóknarflokksins tjáir sig.

Of hefur hann átt skemmtilegar innkomur eins og þegar hann fór í ferðalögin til Noregs og Kanada og leitaði að gjaldmiðli, það var pínulítið fyndið.

Svo á hann innkomur eins og þessa sem lýsa ótrúlega þröngri sýn og þörf fyrir einfaldanir, það finnst manni ekki eins fyndið heldur svolítið sorglegt að þingmaður og formaður stjórnmálaflokks sé fyrir jafn einfaldar og barnalegar útskýringar eins og þessarar hér fyrir ofan.

En þó er einn kostur í þessu, Sigmundi Davíð tekst að halda Framsóknarflokknum rétt fyrir ofan pilsnearfylgi og lengra fer hann ekki upp á við. Kjósendur eru nefnilega ekki eins sannfærðir um ágæti þessa gamla og þreytta flokks og formaður hans er stundum.

Það er fallegt að vera barnalegur en það skilar seint í alvöru pólitík.


mbl.is „Virkjanir geta bætt umhverfið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jörundur Þórðarson

Hvað er rangt í því sem SDG segir? Í ræðu sinni er hann að miða við vindmyllurnar tvær sem Landsvirkjun var að taka í notkun sem framleiða 900kw þegar best lætur, en óstöðugleikinn veldur því að mun fleiri þarf til að jafna við jafna og stöðuga orku Kárahnúkavirkjunar. Hann nefnir líka mun stærri vindmyllur á vindmyllubúgarði í USA þar sem framleiðsla hverrar er 2,5Mw, auk þess má nefna risabúgarð í Svíþjóð sem er með tvær vindmyllustærðir, E101 (3,05Mw) og E126 (7,58Mw). Sú stærri þarf 2500 tonna steypugrunn, turninn sjálfur er 2.800 tonn og kostar 11 milljón evrur stykkið. Gæti trúað að þær hefðu áhrif á útsýnið. Ég á erfitt með að átta mig á afhverju þú tjáir þig með þessum hætti. Ræðan öll: http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20121211T193035&horfa=1

Jörundur Þórðarson, 12.12.2012 kl. 03:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband