Veiðum bara í júlí.

Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir því að umhverfisnefnd þingsins taki til umfjöllunar mögulega lenginu rjúpnaveiðitímabilsins vegna óveðurs sem hafi verið þær helgar sem veiði hefur verið leyfð.

________________________

Þessi ágæti sauðfjárbóndi og Framsóknarmaður ( Vinstri grænn ? ) er alltaf á flugi.

Reyndar gerist það stundum að það er slæmt veður á veiðitímabili rjúpu, reyndar hefur það verið þannig svo lengi sem ég man, enda er tímabilið frá okt-des þekkt fyrir umhleypinga og válynd veður.

Til að þetta verði ekki vandmál er ráð að umræddur þingmaður leggi fram tillögu á þingi að rjúpnaveiði verði á tímabilinu frá 1. júlí - 15. ágúst.

Þægilegur tími, fólk á faraldsfæti og færðin yfirleitt ágæt.


mbl.is Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hans Jörgen Hansen

í nágranna ríkjum okkar byrjar veiðitímabil rjúpunar frá enda ágúst/ byrjun september. Það eru náttúrufræðileg rök fyrir því að hafa þann háttinn á því. Ástæða þess að rjúpnaveiði á íslandi er með þeim hætti sem hún er í dag er vegna gamalla hefða frá því að hvít rjúpa þótti sölulegri og fuglinn í stærri hópum þannig auðveldara væri að veiða hann. Þessar gömlu hefðar eru löngu orðnar úreltar og ætti að breyta hið fyrsta

Hans Jörgen Hansen, 21.11.2012 kl. 17:47

2 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Ef óveður herjaði á gæsaveiðimenn þann tíma sem þeim leyfist að drepa gæs, á þá ekki bara að leyfa þeim í staðinn að sækja sér gæs í sárum ? Þá er oft gott veður.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 21.11.2012 kl. 17:52

3 Smámynd: Hans Jörgen Hansen

Veiðitímabil á gæs stendur frá 20 ágúst og fram til 15 mars þannig að þetta er ekki alveg sambærilegt Anna Dóra.
Rjúpan er eini fuglin sem veiðitímabil er með þeim hætti að búið er að hluta í sundur tímabilið.

Svo má til gamans geta að gæsaveiðimenn og rjúpnaveiðimenn eru að öllum líkindum sami hópurinn og því óþarfi að tala um þá sem tvo hópa

Hans Jörgen Hansen, 21.11.2012 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband