Norðfjarðargöng - allt að gerast.

Þrír aðilar óskuðu eftir að taka þátt í útboði vegna Norðfjarðaganga, en frestur til að lýsa þátttöku í forvali rann út 13. nóvember.

Fyrirtækin þrjú eru Ístak hf., Mestostav as frá Tékklandi í samstarfi við Suðurverk hf. og IAV hf. í samstarfi við og Marti Contractors ltd. frá Sviss.

Eiginlegt útboð mun fara fram um mánaðamótin janúar/febrúar á næsta ári. Reiknað er með að tilboð verði opnuð í mars.

Norðfjarðargöng eiga að liggja á milli Eskifjarðar og Norðfjarðar. Þau verða 7,5 km löng, en auk þess þarf að byggja forskála og um 5 km af vegum.

_______________________

Sterkar áherslur núverandi ríkisstjórnar í NA kjördæmi.  Öflug uppbygging í samgöngumálum og margt framundan í atvinnumálum.

Lykillinn að uppbyggingu og vörn landsbyggðarinnar erum öflugar og öruggar samgöngur sem síðan verður lykillinn að uppbyggingu fjölbreyttara atvinnulífs.

Það eru áherslur núverandi stjórnvalda í málefnum á NA landi.


mbl.is Þrír vilja gera Norðfjarðargöng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ef kostnaðurinn væri greiddur af Samherja stórveldinu þá væri ástæða til að gleðjast en.... nei þessu verður öllu velt yfir á framtíðarkynslóðirnar.  Þú ættir að hætta þessum ódýra spuna Jón.  Það sjá allir í gegnum skrumið

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 20.11.2012 kl. 18:57

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Alltaf nóg af svarnættiskrákum sem mæta til að tala niður bjartsýni og framfarahug..  Jóhannes 

Jón Ingi Cæsarsson, 20.11.2012 kl. 19:15

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Því miður er ekki ástæða til bjartsýni Jón.  Í 4 ár hafa stjórnvöld velt vandanum á undan sér og núna erum við króuð af með snjóbolta í fanginu og snjóhengju fyrir ofan okkur.  Heldurðu ennþá að aðild að ESB bjargi okkur úr þessu sjálfsskaparvíti?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 20.11.2012 kl. 19:23

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þetta er gott og þarft mál, en mætti ganga hraðar fyrir sig. Ef einhversstaðar á að bora göng er það þarna. Og klárt mál er að sveiarfélagið Fjarðarbyggð og þau fyrirtæki sem þar starfa, hafa lagt til ríkissjóðs margfallt meiri fjármuni en sem nemur kostnaði við þessi göng.

Síðan þarf að huga að gati yfir í Mjóafjörð og þaðan yfir í Seyðisfjörð. Best færi á því að samfella væri við gerð þeirra gangna og Norðfarðargananna.

Ég bý á Akranesi og hef lítilla hagsmuna að gæta í þessu máli. Skynsemin segir mér hversu nauðsynleg þessi framkvæmd er.

Gunnar Heiðarsson, 20.11.2012 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 818114

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband