9.11.2012 | 10:17
Þegar svartnættiskrákur garga.
Forgangsröðun ríkisstjórnarinnar er dæmalaus. Harður vetur er í vændum fyrir margar bágstaddar fjölskyldur og biðraðir við matarúthlutanir fyrirsjáanlegar, segir Vigdís Hauksdóttir alþingismaður í grein í Morgunblaðinu í dag. Hún segir að unnið sé að samkomulagi milli ríkisins, aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélaganna um vinnumarkaðsaðgerðir fyrir atvinnulausa sem missa rétt til atvinnuleysisbóta um komandi áramót, en þá rennur úr gildi bráðabirgðaákvæði úr lögum um atvinnuleysisbætur til fjögurra ára.
__________________
Sumir þingmenn eru enn við sama heygarðshornið. Tala niður þjóðfélagið og mála skrattann á vegginn með ýktum hrópum og köllum.
Auðvitað eiga margir í vanda. Sem betur fer fer þeim mjög fækkandi, atvinnuleysi dregst saman og einkaneysla vex hratt.
Svona yfirlýsingum er ekkert annað ætlað en reyna að vekja athygli á sjálfum sér og reyna að ná sambandi við kjósendur sem ætla sér að kasta öllum Reykvískum framsóknarmönnum af þingi.
Svona ýkjur þjóna engum tilgangi og þingmönnum, sumum hverjum, væri nær að horfa til þeirra jákvæðu strauma sem allstaðar má sjá og hjálpa síðan til við að byggja upp og hjálpa þar sem þess er þörf.
Það er kannski borin von að eitthvað af viti komi þó frá sumum þeirra, og við það verðum við að búa.
Hver borðar stjórnarskrá? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það hefur ekkert komið vitlegt frá þessum þingmanni og mun ekki koma.
Enda kastar hún grjóti úr steinhúsi og stingur svo hausnum í steininn.
Trausti (IP-tala skráð) 9.11.2012 kl. 10:47
Vigdís talar sama máli og núverandi stjórnar þingmenn tala í stjórnar andstöðu,von að þeir kveinki sér undan slíku tali.
Ragnar Gunnlaugsson, 9.11.2012 kl. 11:39
Vigdís þessari Hauksdóttur er varnað vits. Seint verður hennar minnst sem menningarauka í þinginu.
Guðjón Sigþór Jensson, 14.11.2012 kl. 18:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.