Smásálarlegir stjórnmálamenn.

Meirihluti Á-listans í Rangárþingi ytra er fallinn. Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir ætlar að mynda meirihluta með D-listanum. Þetta kemur fram í frétt á vefnum Sunnlenska.is.

___________________________

Þekki ekki mál þarna en eitt er ótvírætt í mínum huga.

Fulltrúar sem kjörnir eru til ábyrgðarstarfa af ákveðnum hópi manna eiga að segja af sér og hætta geti þeir ekki unnið áfram í umboði þeirra sem kjósa þá.

En því miður er þetta vesæla viðhorf sem allt of sést.... hlaupast frá samherjum sínum og ganga til liðs við andstæðinginn.

Hef aldrei skilið stjórnmálamenn sem geta réttlætt slíkt fyrir sjálfum sér.


mbl.is Meirihlutinn fallinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er eg sammála þér aldrei þessu vant.

Enn hinu skal haldið til haga að meiri menn enn íslenskir smápólítikusar á Ísalandi hafa gert þetta, man ekki betur enn Curshill hafa þrisvar gengið yfir ganginn í breska þinginu hér forðum daga.

Þorsteinn Sigfússon (IP-tala skráð) 8.11.2012 kl. 11:34

2 Smámynd: Teitur Haraldsson

Þú ert fullyrðingaglaður miðað við mann sem "þekkir ekki mál þarna".

Getur ekki verið að það séu undantekningar á þessu mjög þröngsýna viðhorfi þínu/ykkar.

Segjum sem svo að það hafi verið ákveðin mál sem voru þessari konu hjartans mál og hún fór fram undir þeim formerkjum, segjum líka sem svo að félagar hennar hafi ekki séð sér fært að fylgja eftir þessum loforðum og það hafi myndað gjá á milli þessara samherja.

Auk þess er í sveitastjórnarlögum bann við að hún segi af sér.

Ekki gaspra um mál sem þið þekkið ekki.
Þið hefðuð geta sett þetta fram sem spurningu og sleppt því að drulla yfir konu sem þið þekkið ekki og málefni og bakland sem þið þekkið nákvæmlega EKKERT.

Teitur Haraldsson, 8.11.2012 kl. 11:51

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hefur ekkert með þennan stað eða stjórnmálamann að gera sérstaklega... heldur er þetta almennt viðhorf mitt gagnvart þeim sem yfirgefa þá kjósendur sem kusu hann.

Jón Ingi Cæsarsson, 8.11.2012 kl. 12:30

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Og það er rangt hjá þér Teitur. Bæjarfulltrúar geta óskað eftir að láta af störfum samkvæmt eigin ósk.

Jón Ingi Cæsarsson, 8.11.2012 kl. 12:31

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hvenær ætlar þú að hugsa út fyrir flokkaforarvilpuna Jón?  Afhverju þarf hreppsnefnd Rangárþings Ytra að skiptast í meirihluta og minnihluta eftir flokkslínum ?  Í sveitarfélagi sem telur ekki nema 1523 íbúa ætti að vera hæg heimatökin að allir fulltrúar vinni sameiginlega að lausn mála og takist á eftir málefnum en ekki stjórnmálaskoðunum.  Þessu meirihluta og minnihlutabulli þarf að úthýsa úr hreppapólitíkinni en sennilega verðum við að lögleiða persónukosningar alfarið og banna lista og flokksframboð

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.11.2012 kl. 12:52

6 Smámynd: Teitur Haraldsson

Þú ert að tala um flokks aga.

Þeir stjórnmálamenn sem gera svona eru hliðhollir þeim kjósendum sem kusu þá og þeirra sjónamið.

Teitur Haraldsson, 8.11.2012 kl. 13:19

7 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Nei, ég er að tala um meirihluta og minnihluta og hið ósanngjarna vald oddaatkvæðisins.  Sá sem er í oddaaðstöðu getur kúgað meirihlutann og hvað segir það okkur um þetta kerfi sem þú og þínir líkar viljið ekki breyta?  Þessi kona sem um er fjallað er greinilega ekki hæf til að sinna pólitík.  Hún valdi að slíta samstafi við félaga sína  vegna skoðanaágreinings í stað þess að beygja sig undir meirihluta vilja.  Hvað segir það um hana og alla þessa frekjuhunda sem hafa gert hið sama undir þessu ónýta kerfi...

Samkvæmt þinni rökfærslu á minnihlutinn að ráða.  

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.11.2012 kl. 14:05

8 Smámynd: Teitur Haraldsson

Hvað á hún að gera ef þeir neita að standa við loforð sem hún gaf sínum kjósendum?

Teitur Haraldsson, 8.11.2012 kl. 15:09

9 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Teitur, ég hélt að menn færu fram með stefnumál en ekki loforð.  Allir vita að fulltrúalýðræði felst í málamiðlunum.  Ekki vildi ég vera hluti af samfélagi þar sem væri bara ein skoðun og einn vilji

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.11.2012 kl. 15:28

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Bæjarfulltrúi x-d í Garð þar sem flokkurinn hafði hreinan meirihluta gekk til liðs við minnihlutann - það var mín skoðun að hún hefði átt að segja af sér - líkt og allir þingmennirinr sem hafa hringlast á mili flokka á þessu kjörtímabili

Óðinn Þórisson, 8.11.2012 kl. 16:55

11 Smámynd: Teitur Haraldsson

Kosninga loforð eða kosninga stefnumál. Hvort heldur er þá er þetta fólk kosið út á það sem það lofar/stefnir á.
Ef flokksfélagar vilja ekki hjálpa til við að uppfylla þetta, eða ganga gegn loforðum sem er búið að gefa þá áttu engan annan kost en að hætta.

Annars ertu að ganga gegn samfærinu þinni og það er ekki hægt að biðja um annað en fólk geri það ekki.

Teitur Haraldsson, 8.11.2012 kl. 19:51

12 Smámynd: Teitur Haraldsson

Þið eruð að tala um að fylgja flokksaganum. Fylgja foringjanum.

Eins og xD hefur margoft verið bendlaður við.
Og þá er það gagnrýnt hátt og skýrt.
En eins og sönnum vinstri mönnum er tamt, þá hentar stíga í hinn skóinn núna.

Teitur Haraldsson, 8.11.2012 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband