28.9.2012 | 07:24
Á hvaða leið er verkalýðshreyfing sem ætlar ekki að ræða framtíðina ?
Stefán Einar Stefánsson, formaður VR, ætlar að kalla eftir því á þingi ASÍ sem haldið verður í næsta mánuði, hvort forseti ASÍ eigi yfirhöfuð að tjá sig um aðildarumsóknina að Evrópusambandinu fyrir hönd ASÍ.
____________________
Stefán þessi gengur erinda Sjálfstæðisflokksins í verkalýðshreyfingunni. Þar á ekki að ræða framtíð þjóðarinnar þannig að eðlilegt er að tindátar flokksins í ASÍ tali með þessum hætti.
Burséð hvor eigi að fara í ESB eða ekki þá kemur hvort tveggja vinnandi fólki í þessu landi við og það er fáránlegt að leggja upp með það að slíkt eigi ekki að ræða í ASí.
Framtíð utan eða innan ESB kemur vinnandi fólki við enda má nefna sem dæmi að öll vinnulöggjöfin er sniðin að regluverki ESB vegna EES samningsins.
Það heitir þöggun og er sannarlega í anda Sjálfstæðisflokksins og skiljanlegt að umboðsmenn hans í ASÍ beri slík erindi á borð.
ASÍ tjái sig ekki um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi Stefán Einar er siðlaus Valhallar monthani. Og svona týpu kýs lægst launaða fólkið sér til forystu.
Ótrúlegt en satt. Innbyggjurum er ekki viðbjargandi.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.9.2012 kl. 08:56
Sælir
Það hefur í gegnum tíðina verið litið svo á að verkalýðshreyfing á að vera ópólitísk, það er að taka ekki afstöðu í svona hápólitískum málum.
Hvort sem þessi Stefán Einar er "Valhallarmaður" eða eitthvað annað kemur bara málinu ekkert við. Sjálfur tilheyri ég verkalýðshreyfingunni vegna þess að ég borga þangað mín gjöld. ASÍ er hinsvegar ekki að tala mínu máli svo ég er mjög ósáttur með Alþýðusambandið í dag, hefði kosið að þar væru menn sem berðust fyrir launakjörum fermur enn að troða okkur í eitthvað sem mig langar ekkirt í.
Ef verkalýðsfélögin í landinu með ASÍ í broddi fylkingar ætla að verða svona pólitísk þá er kanski best að ég finni ákveðinn fjölda manna sem vilja stofna nýtt verkalýðsfélag sem verður óháð pólitískum fjórflokksanda og þá sérstaklega á móti samfylkingareinstefnu. Verkalýðsfélög eiga að berjast fyrir rétti launafólks til hærri launa en ekki að sinna gæluverkefnum eins pólitísks flokks sem svo vill til að ræður ríkjum hér á landi í dag og virðist ætla að drepa niður allt sem verkalýðurinn reynir að byggja upp...
Ljótu rassasleikjurnar sem þið eruð að byrja að væla þó einhver minnist á að það þurfi að breyta stefnu ASÍ til betri vegar og það til annars vegar en þið viljið.
Með kveðju og von um að þið njótið helgarinnar í ennþá frjálsu og ESB-lausu landi
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 28.9.2012 kl. 10:42
Aðild að ESB eða ekki, er pólitískt mál Ólafur en það er ekki flokkspólitíst heldur samfélagpólítískt og það verður þjóðin sem tekur ákvörðun í þjóðaratkvæði ef ákveðnum flokkum tekst ekki að valta yfir lýðræðið.
Aðild að ESB eða ekki hefur stórkostleg áhrif á kjör hins almenna launamanns þannig að halda því fram að þeim komi það ekki þeim við er í besta falli svolítið kjánalegt. Kannski svolítið sorglegt að sjá að menn reyni að horfa framhjá því.
Svo er það annað mál og umhugsunarvert að formaður í stóru verkalýðsfélagi skuli segja "„Enda er ekki hægt að vitna eilíflega í gamlar ályktanir frá löngu liðnum þingum. "
Auðvitað eru þær í fullu gildi þangað til þeim er breytt.
Jón Ingi Cæsarsson, 28.9.2012 kl. 10:49
HVað sem öðru líður þá á verkalýðshreyfingin ekki að taka afstöðu fyrir fólkið enda hefur það sýnt sig í máli forystu ASÍ að þeir virðast búnir að ákveða fyrir fólkið að það sé betra að ganga í ESB.
Ekki veit ég hvað prófgráðu þeir hafa til að fá þá útí að halda að þeir hafi meira vit á þessu en verkalýðurinn í landinu. Bæði fólkið og forystan í ASÍ átti og á að vita að þetta er eitthvað sem ekki á að bera á borð innan verkalýðshreyfingarinnar. Verkalýðshreyfingin á að vinna að hag fólksins í landinu útfrá launa og kjaraforsendum en ekki útfrá stundarbrjálæði einhvers fámens hóps pólitíkusa sem hafa ekki meira vit en stór hluti þjóðarinnar.
En svo að hafa ekki umræðu um ESB málið á þinginu er þeim til hnjóðs enda vilja þeir greynilega ekki breyta þessari gömlu ályktun vegna trúarsannfæringar. Það er líka löngu vitað að forystan býr í fílabeinsturni og sér ekki við hvað fólkið býr.
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 28.9.2012 kl. 11:15
þetta er alveg rétt ólafur, þetta á að snúast um launamanninn og hans hagsmuni fyrst og síðast. Það er sorglegt að þessi rótgróni vettvangur er orðinn að eins konar undirskrifstofu eins stjórnmálaflokks sem telur að öllum vanda íslands megi leysa með aðild að ESB og upptöku evru. Miðað við ástandið á meginlandinu hljómar það ekki mjög sannfærandi, m.a.s. gríska verkalýðshreyfingin berst af krafti með klóm og kjafti gegn kúgunartilburðum ESB og skilyrðum fjármagnseiganda. Sú hreyfing er einlæglega að berjast fyrir sínum umbjóðanda ... það sér hver maður.
hilmar (IP-tala skráð) 28.9.2012 kl. 11:28
ER INNILEGA SAMMÁLA síðasta ræðumanni(hilmari).ASÍ á ekki að taka afstöðu á móti hagsmunum umbjóðenda sinna.Eitthvað virðist Gylfi hafa snúist í þessum efnum frá því um árið er hann talaði fyrir alla launþegahreyfinguna fyrir inngöngu í ESB.Batnandi manni er best að lifa.það kom frétt um það í dag að Tom Cruise væri að yfirgefa vísindakirkjuna þar sem hún stjórnaði öllum hans hugsunum og gjörðum.Þú ættir kannski líka að íhuga þinn gang Jón Ingi.
josef asmundsson (IP-tala skráð) 28.9.2012 kl. 19:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.