Hvor skrökvar í okkur ?

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir alveg ljóst að búið hafi verið að láta Höskuld Þór Þórhallsson, þingmann flokksins, vita af því að Sigmundur myndi stefna á fyrsta sæti framboðslista flokksins í Norðausturkjördæmi en Höskuldur hefur sagt að það hafi komið sér á óvart.

__________________________

Annarhvor þeirra skrökvar að kjósendum.....

Hvor ?


mbl.is Var búinn að tilkynna Höskuldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skilgreinum tilkynningu fyrst.

Jonsi (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 15:32

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég hef mína skoðun á því hvernig kaupin gerast á fölsku og pólitísku Íslands-eyjunni.

Orða gegn orði, og báðir eiga jafnan rétt á opinberun á staðreyndum. Samt er bara talað við Sigmund Davíð í fjölmiðlum! Hringir virkilega engum bjöllum hjá fjölmiðlafólkinu?

Mafían sem stjórnar Íslandi bak við tjöldin veit sannleikann. Sannleikurinn kemur alltaf uppá yfirborðið að lokum.

Ég man hvernig Sigmundi Davíð var kippt fram fyrir Höskuld í formannsstólinn, og án nokkurra eðlilegra né skiljanlegra réttlætis-skýringa! Af því bara!

Vanþróunin og spillingin í íslenskri stjórnsýslu er algjör!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.9.2012 kl. 15:38

3 identicon

Endilega ekki drepa málinu á dreif með því að fara að tala almennt um stjórnsýsluna, það er önnur umræða.

Spurningin er, hvort það er Sigmundur eða Höskuldur sem segir ósatt í þessu máli.

Hulda H. (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 16:10

4 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Miðað við ættlegg þessara manna, þá trúi ég Höskuldi.

Hjörtur Herbertsson, 24.9.2012 kl. 19:43

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Einhverja undrar eflaust að Jón Ingi skuli sárna að ekki liggi ljóst fyrir hvort Höskuldur hafi fengið að vita hvort Sigmundur Davíð ætlaði að bjóða sig fram fyrir norðan eða ekki áður en það bars fjölmiðlum. Sárindi Höskuldar eru eflaust fólknar í því að líklegt er að hann missi forystusætið til Sigmundar. Sárindi Jóns Inga eru fólgnar í því að hann sjálfur hafi ekki verið upplýstur um hvað Sigmundur ætlaði að gera. Jón Ingi sem er svo mikill miðjumaður, eins og Framsóknarflokkurinn, og eins og Samfylkingin einu sinni var, en er ekki lengur.

Jón Ingi er hættur að vera sár út af lyginni í Jóhönnu. Að Jóhanna hafi skapað 4600 strörf, sem bæði Hagstofan og Gylfi í ASÍ segja helbera lygi. Svo var það skjaldborgin um heimilin. Þetta skiptir Jón Inga engu máli lengur, því hann ætlar að kjósa miðjuflokk næst. Hvor hann kýs Sigmund eða Höskuld skiptir litlu máli því þeir fara báðir inn, og verða sennilega báðir ráðherrar í næstu ríkisstjórn. 

Þá byrjar Jón Ingi að skrifa reglulega lofgjörðarblogg Framsókanrflokknum til dýrðar. Rétt eins og hann bloggaði fyrir Samfylkinguna hér á árum áður. Kertin verða tendruð Framsókn til dýrðar. 

Sigurður Þorsteinsson, 24.9.2012 kl. 22:25

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sigurður... mér sárnar ekkert varðandi Framsókn.. dream on.  Þú hefur enn ekki svarað mér síðasta bulli í þér varðandi formann Samfylkingarinnar á Akureyri.... ætlar kannski ekki að gera það.

Þá er það staðfest... það er formaðurinn SDG sem skrökvar í okkur með liðsinni framkvæmdastjórans. ( hádegisfréttir Ruv 25.9 ) Höskuldur segir satt...sem kemur kannski ekkert sérstaklega á óvart að svona sé þetta.

Jón Ingi Cæsarsson, 25.9.2012 kl. 12:35

7 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Alveg er mér slétt sama hvort framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins hefur talað við Höskuld eða ekki.  Sigmundur getur væntanlega eins og aðrir ákvaðið að bjóða sig fram þar sem honum sýnist. Það  vita hins vegar ekki fyrir víst nema þeir innstu koppar hjá Framsókn, eins og Jón Ingi Cæsarsson.

Það sem styður kenninguna um framsóknardaður þitt, er ef þú styður ekki lengur stefnu Samfylkingarinnar varðandi sölu á landinu til Kínverja. Bíð spenntur eftir að þú fordæmir líka aðildarumsóknina í ESB. Skil vel að þú hafir verið lækkaður í tign þarna á Akureyri fyrir þessi kattartilþrif þín. Ef þú heldur svona áfram verður þú eflaust sendur út í Grímsey. 

Annars þetta var skemmtilegt útspil hjá honum Gylfa ARnbjörnssyni. Hann hélt því fram að kerlingarræksnið hefði logið þessu með þessi 4600 nýju störf. Gylfi er svo bakkaður upp af Hagstofnunni. Þetta eru sennilega elliglöp.

Sigurður Þorsteinsson, 25.9.2012 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband