Andstæðingar Icesavesamkomulagins undirbúa tap !

Sama hvernig dæmt verður í Icesave-málinu þá mun Evrópusambandið alltaf tapa. Þetta segir Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni en munnlegur málflutningur fór fram í Icesave-málinu fyrir EFTA-dómstólnum í gær.

____________________

Kátbroslegt..

Greinilegt að stuðingsmenn þess að fella Icesavesamkomulagið í þjóðaratkvæðagreiðslunni undirbúa að málstaður þeirra tapi og verði okkur til ævarandi skammar.

 " við unnum samt ætla þeir að kalla þegar málstaður þeirra tapar fyrir EFTAdómstólnum."

Kannski ekki broslegt heldur sorglegt að horfa upp á ef slíkt gerist.

Vonandi að dómurinn kosti okkur ekki voðalega marga milljarðatugi ef við töpum, sem fleiri telja líklegt en hitt.


mbl.is Segir ESB tapa sama hvernig málið fari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Vonum það í allra lengstu lög að við töpum þessu ekki....það gæti orðið skelfilegt.

Jón Ingi Cæsarsson, 19.9.2012 kl. 13:14

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Við held við getum verið sammála um það að það voru mistök að skipa Svavarsnefndina - enda hafnaði 98 % þjóðarinnar honum í þjóðaraktævðagreiðslu.
Það voru mistök að gera þetta að flokkspólitísku máli - sá samingur sem Lee Buchheit og hans fólk kom heim með átti standa enda breið póltíksk samstaða um hann á alþingi.

Við erum rúm 300 þús og í milliríkjadeilum verðum við að standa saman

Og tek undir með þér Jón ingi vona að við töpum þessu ekki.

Óðinn Þórisson, 19.9.2012 kl. 14:40

3 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Haldið þið virkilega að ef við töpum skelli á okkur milljarðatuga reikningur samdægurs???

Erlingur Alfreð Jónsson, 19.9.2012 kl. 16:11

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Var það ekki samningurinn sem ÓRG samþykkti Óðinn ?

Jón Ingi Cæsarsson, 19.9.2012 kl. 16:41

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Erlingur...það vitum við ekkert um..

Jón Ingi Cæsarsson, 19.9.2012 kl. 16:41

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Samfylkingin er að tapa fylgi og mun tapa sama hvernig málið fer.Samfylkingin stendur ekki með Íslandi í málinu og hefur aldrei gert.Ef málið tapast þá er það vegna þess hvernig Samfylkingin hefur haldið á því.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 19.9.2012 kl. 16:49

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Já Jón Ingi sá sami en þjóðin var honum ósammála.

Óðinn Þórisson, 19.9.2012 kl. 17:14

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ólafur Ragnar tók vitlausustu ákvörðunina að undirrita ekki Icesave samkomulagið. Það gekk út á að ef 7% skuldarinnar greiddist ekki og öll útistandandi lán gamla Landsbankans yrðu afskrifuð þá gæti farið svo að þjóðin yrði ábyrg. En fjarri fer því að öll útistandandi lán verði afskrifuð.

Það var ljóst að 93% skuldarinnar var komið í hús.

Með þessari vitlausu leið ákvað ÓRG að grípa fram fyrir þingræðið, 70% þingsins vildi semja og ljúka þessu máli og það væri að öllum líkindum búið núna. Hann ákvað að leika sér dálítið með valdið, þokaði þingræðinu til hliðar til að auka vald sitt.

Með málaferlum mælti enginn ábyrgur lögmaður. Þau eru dýr, settar eru fram ítrustu kröfur sem geta orðið verri niðurstaða en sú fyrri leið sem stjórnvöld vildu með 70% þingsins að baki sér.

Hvað varð um þingræðið á Íslandi? Eigum við von á því að ÓRG haldi áfram að leika sér að valdinu í nánustu framtíð?

Guðjón Sigþór Jensson, 20.9.2012 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 818086

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband