Önnur atlaga Hönnu Birnu að Bjarna Ben.

Illugi Gunnarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, mun bjóða sig fram til að leiða listann í Reykjavík. Áður hafði Hanna Birna Kristjánsdóttir lýst því yfir að hún stefndi á fyrsta sætið og heimildir mbl.is herma að Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður geri það einnig.
_______________

Illugi er fulltrúi flokkseigendafélagsins og fylgisveinn formannsins Bjarna Benediktssonar. Hönnu Birnu mistókst atlagan að formannssætinu og hefur haft hægt um sig síðan.

Nú vaknar hún og gerir aðra atlögu að valdastöðu Bjarna formanns. Ef þetta mistekst hjá henni má gera ráð fyrir að hún sé búinn í stjórnmálum, í það minnsta innan Sjálfstæðisflokksins. Á þeim bænum eru atlögur að ríkjandi valdhöfum ekki fyrirgefnar ef þær mistakast.

Styrkjakóngurinn ætlar síðan að blanda sér í slaginn en ég trúi varla að Sjálfstæðismenn noti ekki þetta tækifæri og hreinsi hann af listum flokksins.

Það verður fróðlegt að fylgjast með þessari baráttu því þarna kristallast valdabaráttan og átökin í Sjálfstæðisflokknum.


mbl.is Þrjú vilja leiða listann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband