15.9.2012 | 13:14
Sauðirnir eða náttúran.
Það voru mikil mistök þegar ríkisstjórnin ákvað án rökstuðnings að hætta fjárveitingum til refaveiða. Fréttir af því að refurinn gangi í lifandi fé sem fast er í fönn sýnir mikilvægi skynsamrar stefnu í stað öfga,
Segir sauðfjárbóndinn Ásmundur Einar.....sem kannski ætti að leggja út fyrir þessu sjálfur? Réttmæt spurning.
Spurningar sem þarf að svara í þessu samhengi.
- Af hverju á að nota skattfé allra landsmanna til að stunda veiðar á ref ?
- Af hverju á að ráðast að náttúrulegum dýrum landsins sem lifa í sátt við umhverfið og hafa verið hér í tugþúsundir ára ?
- Eru til rannsóknir á því hversu miklu tjóni refur veldur að jafnaði ?
- Er það trúverðugt þegar þingmenn sem stunda atvinnugrein sem þessa, tali fyrir því að nota skattfé landsmanna í svona verkefni ?
Svona umræða eins og þessi þingmaður ber á borð byggir á eigin hagsmunum og ekki stutt neinum rökum öðrum en tilfinningalegum. Það var umræða sem þessi sem réttlætti að eitra fyrir haförnum á Íslandi í áratugi.
Tjónið sem varð í óveðrinu mikla er vegna þess að fé hrakti og grófst í fönn. Auðvitað fór refur í dýr sem voru ósjálfbjarga og gátu ekki hreyft sig, þannig er náttúran.
En ég er sannfærður um að hlutfall þess fjár sem drapst eingöngu vegna þess að refur náði til þeirra er hverfandi smáræði miðað við það sem veðurhamur og náttúra drap í þessu mikla áhlaupi.
Sauðirnir eru víða í náttúru Íslands og hvar skal staðar numið við að eyða henni þeim til varnar sem reknir eru á fjall af eigendum sem vita vel af þessum möguleika.
Við notum ekki skattfé landsmanna til að girða ár og kletta sem taka miklu stærra hlutfall á hverju einasta ári en refurinn.
Mistök að hætta að borga fyrir refaveiðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þannig að þér finnst allt í lagi að stofninn vaxi upp úr öllu valdi og geri bændum erfitt fyrir...
Það var ógeðslegt að sjá þessar myndir þar sem búið var að narta í blessuðu rollurnar...
Það er allt í lagi að nota skattfé Landsmanna í sukk og vitleysu eins og við höfum verið að horfa upp á frekar en að nota það á skynsaman hátt til að fyrirbyggja eins og hægt er að svona gerist...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.9.2012 kl. 13:38
Stofn refa á Íslandi hefur alltaf verið í jafnvægi...stundum lítill, stundum stærri og þar ræður náttúran og náttúrfar mestu.. Svona veiðar þjóna afar takmörkuðum tilgangi.
Þú ert á sama hátt væntanlega með því að veiða erni af því þeir drepa stundum æðarfugl og fisk? Þar er stofnin að stækka verulega.
Jón Ingi Cæsarsson, 15.9.2012 kl. 13:50
Þetta er öfga samanburður hjá þér Jón Ingi. Að bera saman fugl sem er í útrýmingarhættu og ref sem aldrei hefur verið í þeirri hættu er ekki svaravert.
Þetta hefur ekkert með eigin hagsmuni þingmannsins að gera.
Hafir þú farið t.d. hér norður á Hornstrandir og haft augu og eyru opin þá hefðir þú ekki heyrt í mörgum mófuglum! Þeir eru að hverfa og sumsstaðar hreinlega horfnir vegna ágangs refs, meira að segja bjargfuglinn lætur undan og hefur fækkað í björgum á Hornströndum, svo ekki sé minnst á Rjúpuna en þar er refurinn meiri skaðvaldur en nokkuð annað.
Refurinn er nauðsynlegur í náttúru Íslands en innan eðlilegra marka, þegar ég hóf rjúpnaveiðar fyrir um 30 árum þá sá maður slóðir eftir ref, en síðustu ár sér maður ekkert nema slóðir eftir ref um allt.
Hjalti Þór Þorkelsson (IP-tala skráð) 15.9.2012 kl. 15:21
Jón það er ágætt að kynna sér staðreindir áður en maður kemur með fullirðingar. Það er greinilegt að það hefur verið mikil fjölgun í refastofninum á undangengnum árum og þegar tóan er komin inn í biggð er hún búinn með mikið af til dæmis eggjum.
Magnús Gunnarsson, 15.9.2012 kl. 17:14
Stundum þarf öfgasamanburð til að menn átti sig á boðskapnum Hjalti... allavegana á Íslandi.
Jón Ingi Cæsarsson, 15.9.2012 kl. 17:52
Það er tilbreyting í því að sjá JAFNAÐARMANN sem talar um áhyggjur af því hvað verði um skattfé landsmanna. En miðað við mörg fyrri skrif þín þá er hljómurinn holur.
Hreinn Sigurðsson, 16.9.2012 kl. 00:05
Það sem stendur uppúr í þessari umræðu er að refurinn er að éta sjálfan sig út á gaddinn á Hornströndum, skv. Hjalta Þór Þorkelssyni og að einhverjar tófur brugðust við og nýttu sér það hlaðborð sem boðið var uppá af íslenskri náttúru og þeim bændum sem stunda fjalla og fyrðindabúskap. Að lokum eru svo þeir sem telja það afar göfugt að grafa fé úr fönn til þess eins að senda það illa leikið í sláturhús.
Íslenska þjóðin stendur undir sauðfjárbúskapnum með styrkjakerfi sem skilar bændum ekki öðru en því að þeir lepja dauðann úr skel. Flest virðumst við vera þeirrar skoðunar að lambakjötið sé afbragðsvara, en enginn virðist vilja greiða það verð fyrir það, sem það kostar í framleiðslu.
Að lokum: Sauðfjárbúskapur er stundaður í óþökk allra þeirra sem verða fyrir ómældu tjóni vegna ágangs fjár sem enginn virðist bera ábyrgð á. Er ekki löngu tímabært að að breyta búskaparháttum í þessari grein bændum og landsmönnum öllum til hagsbóta.
Ingimundur Bergmann, 16.9.2012 kl. 08:52
"Það sem stendur uppúr í þessari umræðu er að þjófar er að éta sjálfan sig út á gaddinn í Reykjavík, skv. Ingimundi Bergmanni og að einhverjir þjófar brugðust við og nýttu sér það hlaðborð sem boðið var uppá af íslenskri náttúru og þeim verslunarmönnum sem stunda verslun og þjónustu" Ingimundur og Jón Ingi, Þjófnaður og innbrot er einhver nátúrulegasti hluti mannsins, hvernig stendur á því að það sé í lagi að refurinn steli fé en þegar innbrotsþjóur eða ræningi eru á ferð þá er það harðbannað? Maður hefði haldið að manneskjan(þjófurinn) væri rétthærri en refurinn.
"Íslenska þjóðin stendur undir sauðfjárbúskapnum með styrkjakerfi" Árlegur styrkur til saðfjárbænda er um miljarður og nær því yfirleitt ekki. Ef þú deilir á það fé sem er í landinu þá færð þú það út að meðal kindin fær 700 kr, ekki kallast það beint að "halda greininni uppi" er það?
"******* er stundaður í óþökk allra þeirra sem verða fyrir ómældu tjóni" Hvaða nafnorð vilt þú setja þarna, ég er að hugsa um Refafriðun eða jafnvel stæsta skaðvaldinn á Íslandi, Samfylkinguna?
"Það sem stendur uppúr í þessari umræðu er að refurinn er að éta sjálfan sig út á gaddinn á Hornströndum" Það eru að verða komnir nokkrir áratugir síðan mófuglar töldust þar í nokkru magni og ætti því tófan að vera útdauð á hornströndunum ef hugmyndirnar á bak við friðunina hefðu verið réttar en í staðin er hvergi meira af ref en akkúrat á hornstöndunum sem ber vott um ótrúnlega þrautsegju refsins. Þegar fuglinn þrýtur, tekur refurinn allt annað og þers vegna virkar ekki friðuninn sem átti að látta refinn éta sig út á gaddinn.
" Að lokum eru svo þeir sem telja það afar göfugt að grafa fé úr fönn til þess eins að senda það illa leikið í sláturhús" Þannig að þú sérð ekki púntinn við það að senda fé í sláturhús? Má ég giska, fyrir þér skiptir engu máli hvort fé fer á fjalli eða í sláturhús? Þar sem þú vissir það ekki þá skilar rolla sem deyr upp á fjalli engu til bóndans, engu til ullariðnaðarinns, engu til kjötvinslunarinnar, verslunarinnar, sveitafélagsinns, ríkisinns né til verkamannanna.
Jón ingi, "Af hverju á að nota skattfé allra landsmanna til að stunda veiðar á ref" Af hverju ekki, sá aðilli sem tapar mestu á dýrbít er ríkið, eða ert þú ekki enn búin að fatta hvernig skattkerfið virkar? Þú veist að bændur borga meiraí skatt á mánuði en þú á ári, eða ert þú að gefa í skin að bændur borgi ekki skatta?
"Af hverju á að ráðast að náttúrulegum dýrum landsins sem lifa í sátt við umhverfið og hafa verið hér í þúsundir ára" Já þú segir nokkuð, ert þú að leggja til að við leggjum niður lögregluna og gerum þjófnað hjá ræningjum löglegan?
"Eru til rannsóknir á því hversu miklu tjóni refur veldur að jafnaði ?" Já þær eru til og allar unnar fyrir þá skatta sem veiðikorthafar hafa innt afhendi, en mikið af þeim er geymt hjá UST sem er á Akureyri, þannig að það ætti að vera hæg heimatökin hjá þér.
"Er það trúverðugt þegar þingmenn sem stunda atvinnugrein sem þessa, tali fyrir því að nota skattfé landsmanna í svona verkefni ?" Hvaða atvinnugrein og hvað notkun á skattfé ert þú að tala um? Ertu að tala um verslunareigendur, húseigendur og launþega? Og ert þú að tala um lögregluna? Það þarf ekki að breyta miklu til þess að þetta blokk hætti að tala gegn refaveiðum og fari að tala um að leggja niður löggæslu hér á landi, hvoru tveggja er rekið af sömu ástæðu með sama markmið.
Brynjar Þór Guðmundsson, 16.9.2012 kl. 10:03
Brynjar Þór Guðmundsson, ég ætla ekki að fjalla um texta þinn hér að ofan (útúrsnúninga og ranga meðferð á gæsalöppum), en getum við ekki verið sammála um þetta: ,, Er ekki löngu tímabært að að breyta búskaparháttum í þessari grein bændum og landsmönnum öllum til hagsbóta."
Ingimundur Bergmann, 16.9.2012 kl. 12:31
Ingimundur, Ég krefst þess að þú færir rök fyrir máli þínu um að ég sé með " útúrsnúninga og ranga meðferð á gæsalöppum" því ég nýti mér gæsalappir þegar ég er að vitna í einhvern.
Annars, hvernig breytingar ert þú að tala um, en ég þykist vita hvert þú ert að fara og vita í gamalt og gott spakmæli, Ekki eru allar breytingar til batnaðar.
Brynjar Þór Guðmundsson, 16.9.2012 kl. 17:38
Mætti alveg fara að setja sauðfé í beitarhólf og hætta þessari almenningsbeit .
Hörður Halldórsson, 16.9.2012 kl. 20:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.