Subbulegir Suss-arar.

Sjálfstæðisbörnin að leika sér

Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt það til að stunda subbulega kosningabaráttu.

Nú bendir ýmislegt til að flokkurinn ætli ekki að boða hefðbundna málefnabaráttu heldur hjóla í manninn með tilheyrandi persónuníði og niðurrifsmálflutningi.

Nú flýgur um netheima auglýsing frá stuttbuxnadeildinni þar sem birtar eru myndir af pólítískum andstæðingum og erlendum stjórnmálamönnum og boðuð sókn gegn sósialisma.

Auðvitað er þetta barnaskapur og kunnáttan er greinilega takmörkuð þegar kemur að því að flokka stjórnmálamenn eftir stefnum heimsstjórnmálanna.

Auðvitað eru Jóhanna, Obama og Ólína ekki sósialistar, það veit hver maður, og sennilega Sjálfstæðisbörnin líka, en það er ekki málið.

Hér sjáum við í uppsiglingu sóðakosningabaráttu þar sem stefnt er að því að hjóla í manninn með upplognum og úrúrsnúnum staðreyndum, sannleikurinn skiptir ekki mál og enn síður hvað flokkurinn þeirra hefur fram að færa.

Ég hef enga trú á að Sjálfstæðisflokkurinn uppskeri með þessum aðferðum. Þetta er sóðalegt, ómálefnalegt og gerir ekkert annað en draga fram stjórnmálaflokk sem býr við málefnafátækt og hefur ekki gert upp sín mál.

Ráðið er að hjóla í andstæðinginn til að draga fjöður yfir eigin málefnafátækt og það munu kjósendur sjá því vandséð er að lægra verði lagst í stjórnmálabaráttu á Íslandi.

Líkingar fyrrum varaformanns Sjálfstæðisflokksins fá hér staðfestingu, hér er mætt til leiks í anda Teboðsaðferðanna í Bandarískum stjórnmálum.  Þorgerður Katrín gat varla haft meira rétt fyrir sér þegar hún varaði flokksbræður sína við þessum aðferðum.

Hún veit greinlega hvaða taktík á að nota næstu mánuði í Valhöll.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skoðanakannanir eru Íhaldinu í hag. Því færa þeir sig upp á skaftið, ekki síst stuttbuxna liðið í Valhöll.

En á meðan dómgreind þjóðarinnar er í ruslflokki, er ekki mikið hægt að gera.

Nú, ef mörlandinn fílar það að vinna myrkrana á milli, svo nokkrar fjölskyldur á mölinni fyrir sunnan geti lifað í lúxus og vellystingum, “so be it”.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.9.2012 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 818222

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband