10.9.2012 | 10:45
Sjálfstæðisflokkurinn hefur enga framtíðarsýn.
Það er áhugavert að fylgjast með málflutningi Sjálfstæðismanna þessar vikurnar og mánuðina. Umræðan í þeim herbúðum snýst fyrst og fremst og eingöngu um að komast til valda sama hvað.
Þeir hafa ekki boðað neina stefnu í stóru málum þjóðarinnar.
- Þeir hafa enga stefnu eða framtíðarsýn í efnahagsmálum aðrar en hætta skattheimtu á ríka fólkið, hætta við veiðileyfagjald á vel stæðar útgerðir og skera niður í velferðar, heilbrigðis og skólamálum. Ekki er hægt að skilja stefnu þeirra öðruvísi, sem er í sjálfu sér stefna til skamms tíma litið.
- Sjálfstæðisflokkurinn hefur enga stefnu í utanríkismálum og enga sýn á hvernig málefnum Íslands verður skipað í framtíðinni.
- Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki boðað neina stefnu í peningamálum eða með hvaða hætti gjaldmiðilsmálum Íslands verður háttað á næstu áratugum. Eina sem heyrst hefur að þeir boða óbreytt ástand, gamla ónýta krónan áfram með þeim afleiðingum sem það hefur á heimilin í landinu.
- Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekkert boðað um framtíðarsýn í landbúnaðarmálum annað en óbreytt ástand.
- Sjálfstæðisflokkurinn hefur enga sýn í stjórnarskrármálum aðra en óbreytt ástand og engar breytingar.
- Sjálfstæðisflokkurinn hefur enga framtíðarsýn í auðlindamálum aðra en standa vörð um hagsmuni séreignahópanna.
- Sjálfstæðisflokkurinn hefur enga stefnu í fiskveiðimálum aðra en halda í óbreytt ástand og tryggja eign séreignahópanna á auðlindinni.
Eins og glöggt má sjá ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að kalla til baka það ástand sem hér var fyrir hrun. Það mætti nefna margt fleira.
Stefnuleysi þeirra til framtíðar er augljóst en framtíðarsýn þeirra mótast af því að horfa í baksýnisspegilinn.
Það er sorglegt að horfa á hvernig þessi stóri og áður valdamikil flokkur hefur klikkað gjörsamlega á heimavinnunni sinni og það eina sem þeir ætla að bjóða kjósendum er gamla góða naglasúpan sem þeir matreiddu ofan í þjóðina í anda frjálshyggjunar.
Umræðan í Valhallarhópnum bendir samt til að sumir þar innandyra eru að byrja að gera sér grein fyrir því en það verður að teljast líklegt að þeir verði skotnir niður enda tíðkast það ekki að hafa aðra skoðun ef forustan þegar horft er til Sjálfstæðisflokksins.
Sannfærður um að konur stígi fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En Jón Ingi, höfum einnig í huga að hækjan (Framsókn) er ekkert skárri undir leiðsögn Kögunar-baby’s, Sigmundar Davíðs.
Hrunflokkarnir, Íhaldið og Framsókn völdu sér flokksformenn þegar innbyggjarar voru uppteknir við að græða og grilla. Þegar fé án hirðis var glatað fé, samkvæmt “Peter Blöndal Principle”, þegar kúlulán voru tekinn, þegar Ísland var stórasta land í heimi með athafnaskáldin sín, “poets of enterprise”, eins og forsetaræfillinn kallaði útrásarbófana. Því urðu fyrir valinu tveir ríkir arrogant pabba drengir, tveir silfurskeiða strákar, kunnu að grilla, en fátt annað.
En það var fyrir Davíðshrunið, fyrir gjaldþrot Seðlabankans, áður en bótasjóður Sjóvá var tæmdur, áður en SpKef var rændur. Einnig áður en Geir Haarde var dreginn fyrir landsdóm og sekur fundinn og einn nánasti samstarfsmaður Davíðs Oddssonar var læstur inni fyrir innherjasvik.
Aðstæður eru því gjörbreyttar síðan Bjarni Ben og Sigmundur Davíð urðu formenn Hrunflokkanna, flokka afskrifta- og kvótagreifa, flokka íslenskra ólígarka.
Nú á eftir að koma í ljós hvort kjósendur séu kolruglaðir og kjósi Vafnings og Kögunar flokkana aftur til valda. Ýmiss bendir til þess að svo verði og yrði þá staðfesting á því sem í ljós kom við forsetakosningarnar, að þjóðin er fávís.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.9.2012 kl. 11:47
Ég vona fyrir hönd Samfylkingarinnar að einhver grípi boltann sem Guðríður Arnardóttir bæjarfulltrúi hér í Kóp hennti ffram í gær í Silfri Egisls Getur bara haft jákvæð og góð áhrif að fá fram öflgt mótframboð við Jóhönnu en hvað með Dag - er hann á leðiðinni úr borginni í landsmáliin ?
Óðinn Þórisson, 10.9.2012 kl. 12:19
Smáleiðrétting:
Bæði Framsóknarflokkurinn og $jálfstæðisflokkurinn hafa aðeins eitt markmið: Að grafa undan vinstri stjórninni og setjast aftur að í Stjornarráðinu. Þá geta þeir tekið aftur til við fyrri iðju, kljúfa ráðuneytin niður í smærri einingar að skipta öllu milli sín til helminga. Þá einkavæða þeir meira og koma helst þeim rekstri sem gefur af sér arð, til vildarvina og ættingja. Allt stjórnkerfið verður tekið sérstaklega fyrir og endurskipað í öll embætti og störf eftir flokksskírteinum. Öðrum verður vikið með harðri hendi úr störfum.
Farin verður herferð að bjóða álköllum gull og græna skóga því nú verður allt virkjað, ekkert stopp!
Reynt verður að biðla til herríkis að koma hingað með her til að passa sig fyrir vondu kommunum sem víða sitja á fleti fyrir, bæði sunnan og norðan heiða.
Svo verður ofsóknum gegn bröskurum aflétt og embætti Sérstaks saksóknara lagt niður.
Þá verður aftur gósentíð með blóm í haga fyrir gróðapunga Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.
Þessir flokkar hafa yfirleitt alltaf séð fyrst um sig og sína áður en hugað er að almannahagsmunum.7
Þetta er stefnuskrá þessara afla og við megum aldrei gleyma þeim gríðarlegu mistökum sem þessi braskaralýður gerði okkur þegar allt var skilið eftir sem sviðin jörð.
Góðar stundir en án Frammarra og Sjalla.
Guðjón Sigþór Jensson, 10.9.2012 kl. 12:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.