Svart-hvít veröld Jóns Gunnarssonar.

„Formenn ríkisstjórnarflokkanna eru duglegir við að hrósa sjálfum sér og guma af þeim mikla árangri sem þeir segjast hafa náð. Þeir kvarta yfir skilningsleysi landsmanna og benda á að skilningur erlendis á afrekum þeirra sé miklu meiri. Útlendingar finna ekki eins og við á eigin skinni hverjar raunverulegar aðstæður okkar eru og fólk sér í gegnum blekkingar ríkisstjórnarinnar,“ segir Jón Gunnarsson alþingismaður í grein í Morgunblaðinu í dag.

_____________

Það er ljóst að þingmönnum Sjálfstæðisflokksins gremst gríðarlegur árangur stjórnarflokkana við endurreisn Íslands. 

Flokkurinn sem fór frá stjórnartaumum þegar allt var í rjúkandi rúst langar nú til að komast að kjötkötlunum til að hefja leik á ný. Þar ætla þeir að nota árangur núverandi stjórnarflokka til að hefja leikinn á ný og stunda sína fyrirgreiðslupólítk og styðja forréttindahópa.

Til að reyna að byggja undir þau áform sín reyna þeir að gera lítið úr þeim árangri sem allir sjá sem ekki eru haldnir starblindu stjórnarandstöðunnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki séð eitt einasta atriði öll þessi ár sem skrifa má að öflug stjórnvöld sem vinna að endurreisn rústa Sjálfstæðisflokksins.

Veröld Jóns Gunnarssonar er svart hvít og hann sér ekkert nema naflann á sjálfum sér. Líklega er þetta samt gremjuskotin fýla vegna þess árangurs sem allsstaðar blasir við.

Kannski verðum við að virða honum til vorkunnar að það er erfitt að sjá hversu vel er að takast til við endurreisn og uppbyggingu á Íslandi.


mbl.is Ár hinna glötuðu tækifæra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þessi þingmaður sem rétt slapp inn sem síðasti uppbótaþingmaður hefur jafnan haldið sig í flokki svartasta íhaldsins.

Því er ekki von á neinu góðu úr því skúmaskoti.

Guðjón Sigþór Jensson, 5.9.2012 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818826

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband