Enn eru til afturhaldskommar.

„Ég segi skilið við VG vegna þess að ég er sósíalisti og VG er því miður ekki sósíalískur flokkur, heldur kratískur,“ segir Vésteinn Valgarðsson, sagnfræðingur, sem setið hefur í stjórn VG í Reykjavík. Hann hefur sagt sig úr Vinstrihreyfingunni - grænu framboði samkvæmt tilkynningu til fjölmiðla og sagt sig frá öllum trúnaðarstörfum sem hann hefur gegnt fyrir flokkinn.

_______________

Gamla kommahugsjónin lifir enn góðu lífi. Þeir eru þó orðnir færri sem aðhyllast þennan þrönga vinkil á heimsmál og þjóðfélagsmál.

Kannski ekki undarlegt því flest kommunistaríki heimsins eru horfin frá þessar hugmyndafræði og þeir sem hana aðhyllast á þeim slóðum eru minnihlutahópur. Helst má tala um Norður Kóreu og kannski eitt til tvö Suður-Ameríku ríki.

Nútímasócialismi er frjálslyndari og víðsýnni en þegar Kremlarkommar og Maóistar stjórnuðu. Meira að segja kommunisminn á Kúbu er að breytast.

En alltaf má finna einhverja sem hafa misst af tímans rás og sitja eftir í sinni gömlu hugmyndafræði og það er bara mannlegt.  Kommum hefur líka alltaf liðið best í litlum flokkum, áhrifalausum, þar sem þeir geta gagnrýnt allt og alla en forðast það að axla ábyrgð á NÚTÍMA þjóðfélagsgerð og rekstri.


mbl.is Verkefnið að stofna nýjan flokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Sósíalismi virkar ekki. Hvernig stendur á því að vinstri menn skilja það ekki? Geta þeir ekki lært af sögunni?

Segðu mér eitt. Af hverju heldur þú að Kína og Indland séu að verða að efnahagslegum stórveldum? Er það tilviljun, heppni eða ræður eitthvað annað uppgangi þessara ríkja?

Helgi (IP-tala skráð) 30.8.2012 kl. 23:01

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ef það þarf að stofna nýjan flokk á Ísland,i til að forða okkur frá ESB rugli Samfylkingarinnar, þá er það þarft verk, þótt það væri til einskis annars.Sá flokkur er öruggur með menn inn á þing.Og það er ekki verra að hann kenni sig við sosialisma, frekar en eitthvert kratarugl sem hefur þann tilgang einan að liggja undir gömlum nýlenduveldum  Evrópu.

Sigurgeir Jónsson, 31.8.2012 kl. 05:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband