Björt framtíð Íslands undir merkjum jafnaðarstefnunnar.

„Það rennur nú upp fyrir æ fleirum að Ísland er á réttri leið undir stjórn okkar Jafnaðarmanna.“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem nú fer fram Hótel Natura. „Fram hefur komið að fleiri Íslendingar telja landið á réttri leið en íbúar flestra annarra Evrópulanda, aðeins Svíar eru jákvæðari,“ sagði Jóhanna.

„Dómsdagsspár andstæðinga okkar hafa reynst marklítið orðagjálfur. Það sama má segja um þá sem segja að jákvæð teikn sem víðast hvar blasa nú við séu tilviljun. Hér eftir sem hingað til munu smaladrengir stjórnarandstöðunnar reynast ósannspáir,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir.

__________________

Engjum dylst að Ísland er á réttri leið. Það sýna allar tölur, aukin athafnasemi og bjartsýni. Atvinnuleysið lætur undan síga þó enn sé nokkuð í land. Það mun breytast með aukinni trú fyrirtækja á framtíðina og batnandi hag þeirra.

Framundan er þing þar sem stjórnarandstæðingar munu enn halda áfram að spyrna við fótum og reyna að koma í veg fyrir að stjórnvöldum takist að vinna markmiðum sínum brautargengi. Á þeim bænum eru hagsmunir flokkanna númer eitt en hagsmunum þjóðarinnar og fólksins í landinu er raðað neðar. Það verður heitt í kolunum í vetur á þingi.

En árangur síðustu ára dylst engum. Ríkissjórn Samfylkingar og VG hefur tekist það ómögulega, endurreist fjárhag og traust á Íslandi. Það tók á að leiðrétta efnahagssstjórnarmistök Sjálfstæðisflokksins og ná niður þeim gríðarlega fjárlagahalla sem frjálshyggjustjórn þeirra hafði komið okkur í. 

En það er nú að takast.

Sjálfstæðisflokkurinn engist í valdaleysi sínu. 

Þeirra æðsti draumur er að endurvekja þjóðfélag fyrirgreiðslu og hagsmunahópa og formaður þeirra hefur lýst því yfir að skatta beri að lækka á hina betur stæðu og hætta við gjaldtöku af auðlindum. Þar er sá flokkur samkvæmur sjálfum sér sem gæsluflokkur hinna ríku og gæsluflokkur sérhagsmuna.

Framtíð Íslands er björt ef jafnaðarstefnan verður höfð að leiðarljósi á Íslandi.  Frjálhyggjan græðgin og fyrirhyggjuleysið leiddi þjóðina framaf hengiflugi og nú eru stjórnendur þeirrar ferðar mættir og ætla að ná völdum á ný og hefja leik þar sem frá var horfið.

Það má ekki gerast og allir sem hugsa vita að Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki hafa hagsmuni hins almenna borgara á leiðarljósi komist þeir til valda.

Ísland sem stjórnað er með jafnaðarstefnu að leiðarljósi verður það þjóðfélag sem alla hefur dreymt um, þjóðfélag jöfnuðar, öryggis og virðingar fyrir fólkinu í landinu. 

 


mbl.is Vörn velferðar stærsti sigurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í alvöru ?

Munu þá ALVÖRU jafnaðarmenn taka við ?

Vonandi...

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 25.8.2012 kl. 11:35

2 identicon

Sæll.

Atvinnuleysið er ekki að láta undan, því miður. Mikill fjöldi hefur flutt úr landi. Fljótlega munu sennilega einnig tugir ef ekki hundruð einstaklinga mánaðarlega falla af atvinnuleysisskrá og lenda á sveitarfélögunum. Atvinnuleysistölur líta ekki illa út vegna þessa, sem og vegna þeirra sumaruppgripa sem jafnan eru hérlendis en atvinnuleysi er eigi að síður mikið vandamál. Það verður mun hærra í byrjun nóvember. Svo má ekki gleyma falda atvinnuleysinu, fullt af fólk tekur námslán og skellir sér í skóla vegna þess að enga vinnu er að fá. Núverandi tölur og þær sem við munum sjá í t.d. nóvember gefa ekki rétta mynd af ástandinu. Tal ráðamanna ber það glöggt með sér að þeir skilja hvorki upp né niður í efnahagsmálum.

Þú talar um að ríkisstjórnin hafi endurreist fjárhaginn. Hvað með með uppsafnaðan fjárlagahalla upp á um 200 milljarða. Hvers konar endurreisn er það? Kannast þú ekki við það að greiða þurfi af skuldum? Þessi halli hefur svo auðvitað áhrif á gengi krónunnar. Er það að endurreisa fjárhaginn að koma í veg fyrir atvinnuskapandi verkefni? Yfirvöldum hefur tekist að fæla frá landinu aðila sem fjárfesta vildu og hefðu þær fjárfestingar minnkað verulega atvinnuleysi. Er það góður árangur?

Það var engin frjálshyggja hérlendis á árunum fyrir hrun, flettu upp hvað orðið frjálshyggja þýðir. Frjálshyggja er ekki sí stækkandi opinber geiri líkt og gerðist hér frá 1999-2007.

Svo gleymir þú því að ríkisstjórnin þín hefur komið málum þannig fyrir að læknaskortur er í landinu. Er það öryggi?

Jafnaðarstefnan hefur verið höfð að leiðarljósi víða á meginlandi Evrópu. Hver er afleiðingin? Mikið atvinnuleysi, í flestum löndum er mikill halli á fjárlögum og nánast vonlaust er fyrir ungt fólk að fá vinnu. Mörg ríkja þar eru að drukkna í skuldum. Vegna þess að fólk sér ekki til sólar fjárhagslega eignast það ekki börn en slíkt er auðvitað ávísun á stórt vandamál seinna meir. Hver á að borga fyrir velferðarkerfin þar? Jafnaðarstefnan er að ganga að Svíþjóð dauðri. Hvað heldur þú að gerist þar ca. 2049?

Það er ekki heil brú í þessum pistli þínum :-(

Helgi (IP-tala skráð) 25.8.2012 kl. 12:04

3 identicon

Björt framtíð Íslands undir merkjum jafnaðarstefnunnar. Þvílík kaldhæðni  ég hélt smá stund að þú værir að meina þetta bull

casado (IP-tala skráð) 25.8.2012 kl. 12:17

4 identicon

Ekki annað þjóðargjaldþrot í boði Sjálfstæðisflokks og hugmyndafræði Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. "Hvernig gerum við Ísland að ríkasta landi í heimi? " NEI TAKK !!!

Jónas (IP-tala skráð) 25.8.2012 kl. 13:32

5 identicon

Hvernig í andskotanum( afsakið orðbragðið) getur framtíð landsins verið björt með sama fólkið við völd (fjórflokkurinn) flestir þeir sem settu landið á hausinn enn að hvernig er með kennitöluflakkið sem ALLIr flokkar hafa ætlað að koma í veg fyrir  Hvað hefur breyst frá 2008 ? Ekkert !

'O þú auma Ísland allt verður þér að falli móðurharðindi ,spilling ,græðgi ,jarðskjafltar, eldgos

Þorsteinn Sigfússon (IP-tala skráð) 25.8.2012 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband