Hvar liggja mörkin ?

12 fíkniefnamál komu upp á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í nótt. Þá var lögregla tvisvar kölluð til vegna líkamsárásar, í annarri þeirra brotnuðu tennur í manni sem var kýldur. Tvö kynferðisbrot komu upp sem eru til rannsóknar og hefur annað þeirra verið kært að sögn lögreglu.

___________

Tugir fíknefnabrota, nauðganir, slagsmál, líkamsmeiðingar, hvar liggja mörkin ?

Friðþæging þjóðhátíðarnefndar með að setja upp sem öryggismyndavélar sýna sig í að vera gagnslaust vopn.

Þegar stefnt er saman þúsundum manna, hvatt til drykkju og ýmiskonar neyslu þá fer aldrei vel.

Hver liggja mörkin, hvað er hægt að réttlæta mikið, áður en svona hátíðum er hætt ?

Spurning sem á fullan rétt á sér.


mbl.is Ofbeldisbrot og fíkniefni í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Björn

Er þá ekki best að banna skemmtanahald á helstu skemmtanasvæðum höfuðborgarsvæðisins og miðbæ Akureyrar um helgar eða þegar 10 manns eða fleiri koma saman.  Er það næsta skref sem þú sérð?  Ef það hafa verið um 15 þúsund manns í Eyjum, þá finnst mér 12 fíkniefnamál ansi lítið yfir eina langhelgi þar sem vitað er um mikinn drykkjuskap fyrirfram.  Fíkniefnamagnið og ofbeldið var örugglega langmest á Akureyri þessa helgi, en það gerist bara innandyra, ekki á útisvæði eins og í Eyjum. Skil ekki alveg fullyrðingu þína um að það sé hvatt til drykkju; hver er að gera það, Þjóðhátíðarnefnd?  Ber ekki fólk ábyrgð á sjálfu sér? Heldur þú að allir séu undir áhrifum áfengis á þessum hátíðum?  Áttu við allar hátíðir, eða ertu bara að tala um Þjóðhátíð í Eyjum....er þér eitthvað illa við hana?

Guðmundur Björn, 6.8.2012 kl. 11:02

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hvar liggja mörkin...einföld spurning en vandsvarað. Svarið byggir á hugarfari þeirra sem halda hátíðir að þessum toga. Ég geri ráð fyrir að þú getir með rökum haldið því fram að fíkniefnamagnið og ofbeldið hafi verið mesta á Akureyri Guðmundur.

Á Akureyri hafa þessir dagar verið svipaðir og allar helgar að sumarlagi og hér er ekki margt um manninn, mest fjölskyldur með börn.

Jón Ingi Cæsarsson, 6.8.2012 kl. 11:15

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

12 fíknefna mál ??? það var nú bara í nótt... þegar eru fíkniefnamál helmingi fleiri en í fyrra þegar horft er til helgarinnar allrar.

Jón Ingi Cæsarsson, 6.8.2012 kl. 11:16

4 Smámynd: Guðmundur Björn

Fíkniefnamagnið var örugglega mest í Rvík án þess að vitum af því.  Nú er Þjóðhátíð í Eyjum orðin hvað um 30 ára....er einhver ástæða að hafa áhyggjur af henni núna?  Þessar fjölskyldur með börn geta nú oft verið hvað verstar þegar kemur að drykkjulátum.

Guðmundur Björn, 6.8.2012 kl. 11:35

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hvaða mörk?

12 fíkniefnamál? Finnst þér það mikið? Það er meira um þau núna en áður vegna betri samkeppnisstöðu. Og það er meiri löggaæzla í dalnum og í kringum háðtíðina en í RKV um venjulega helgi. Það vinnur allt saman.

Slagsmál: það er nóg af þeim í borginni. Sem hlutfall af heild er líklega minna um þau á þjóðhátíð en í borginni.

Þetta er allt frekar eðlileg mannleg hegðun. Og allar tilraunir til að stoppa svona lagað með lögum hafa endað með ósköpum. Og haldist í sömu ósköpum stundum áratugum saman.

Og enn og aftur kemur í ljós að myndavélarnar gera ekkert. Bretar hefðu geta sagt okkur það.

Ásgrímur Hartmannsson, 6.8.2012 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband