Hagur hverra ? Hræðslan við samkeppni.

Víða í sveitum landsins má nú sjá rúllubagga með áletrun gegn ESB-aðild. Rúllubagginn á myndinni var við fjölfarinn þjóðveginn um Snæfellsnes, í túnfætinum hjá bænum Gríshóli.

_______________

Bændur vita ekkert frekar en aðrir landsmenn hvað mun koma út úr aðildarviðræðum. Ef þeir væru skynsamir og ætluðu að vera marktækir þá eiga þeir að mótmæla efnislega því sem væri í slíkum drögum að aðlildarsamningi en ekki vera eins og Bakkabræður sem sáu herskip.

Bændur í Finnlandi og Svíþjóð hafa það betra nú en fyrir inngöngu þeirra ríkja í ESB. Samingur veitti þeim aðgant að innri mörkuðum í Evrópu auk þess sem þeir fá sérstakar ívilnanir vegna heimskautabúskapar.

En margir íslenskir bændur eru leiksoppar hræðsluáróðurs hagsmunasamtaka í landbúnaði sem óttast að þeir misssi spón úr aski sínum.

Landbúnaðarvörur eru flestar afar dýrar og fyrir það líða neitendur. Það er ekki nóg með að hvert kíló kosti verulega meira en í nágrannalöndum okkar heldur greiðum við milljarða af skattfé til að fóðra milliliði og afurðastöðvar.

Þetta er kerfi sem allir vita er úrelt og ósanngjarnt og það er þetta sem hagsmunaaðilar í landbúnaði óttast að þurfi að færa til nútímans við ESB aðild.

En svo er það hin hliðin á málinu. Hagsmunir neytenda, hins almenna borgara í þessu landi til að fá að njóta afraksturs heilbrigðar samkeppni eins og tíðkast í öllum þróuðum löndum heims.

Ég held að mótmæli af þessum toga væru trúverðugri ef þeir sem mótmæla vita hverju þeir eru að mótmæla en sveifli ekki sverðum og lensum í takt við þann gamlakunna Don Kíkóta í fullkomnu myrkri. 

 


mbl.is Heyrúllur gegn ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Bændablaðið virðist nota ríkisstyrkinn til að framleiða slíka miða. Gott og vel en ósvífnin að selja bændum þá á 3.000 kall er ótrúleg aðgerð.

Jón Ingi Cæsarsson, 6.8.2012 kl. 10:31

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Flott framtak hjá Ásmundi Einari og honum til mikils hróss

Það liggur alveg fyrir hvað er í boði - það er aðild að esb - að við gögnum að lögum og reglum Evrópusambandsins.

Samfylkingin verður aðiens að horfa í eigin barm og skoða hjá sér hversvegna þjóðinni hryllir svo við aðild að esb.

Lifi frjálst og fullvalda ísland.

Óðinn Þórisson, 6.8.2012 kl. 10:32

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Að vilja ekki borða matinn sinn og vita ekki hvernig hann er á bragðið kjánlegt.. neitaðu að borða þegar þú veit hvernig maturinn bragðast Óðinn.

Jón Ingi Cæsarsson, 6.8.2012 kl. 10:44

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það sem þú segir í restina staðfestir það sem margir eru farnir að sjá... Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að keyra á þjóðerningshyggju í anda Le Pen og fleiri slikra flokka... það finnst mér í sannleika viðbjóðleg tilhugsun á Íslandi.

Jón Ingi Cæsarsson, 6.8.2012 kl. 10:46

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ef þjóðernishyggja er slæm, að þykja of vænt um þjóð sína og land þá er ég vissulega sekur.

Sjálfstæði og fullveldi þóðarinnar, REÁ sagði það berst í silfri egils "  Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki áhuga á neinum samning "
Ég get ekki á neinn hátt tekið þátt í eða talað fyrir því að ísland afali sér sjáfstæði sínu eða fullveldi - um þetta sníst baráttan um fjrálst ísland.

Lifi frjálst og fullvalda ísland

Óðinn Þórisson, 6.8.2012 kl. 11:29

6 identicon

Sæll.

Það er alveg ljóst hvað mun koma út úr aðilarviðræðum við ESB. Hvernig stendur á því að þú veist það ekki?

Í raun er rangnefni að tala um viðræður, við eigum að taka upp reglur ESB. Í fyrra þurfti að leiðrétta Össur á blaðamannafundi, hann virtist halda að hægt væri að fá varanlega undanþágu en það var strax rekið ofan í hann af Fuhle eða Rehn.

Lestu þér svolítið til :-)

Helgi (IP-tala skráð) 10.8.2012 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 81
  • Frá upphafi: 818034

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband