Svindl og sviksemi er þjóðarmein.

„Við höfum verið að leita uppi leyfislausar gistingar og sent upplýsingar til stjórnvalda. Við fundum gríðarlegan fjölda gistiheimila í fyrra og það virðist vera endalaust framboð inn á markaðinn af ýmiskonar íbúðum og heimagistingum fyrir ferðamenn,“ segir Erna Hauksdóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar í samtali við mbl.is.

__________

Frá því ég man eftir mér hefur þótt heldur " cool " að svíkja undan skatti og standa ekki við skuldbindingar sínar. Þetta á auðvitað ekki við alla, en þó eru það það margir sem hugsa svona að það setur mark sitt á þjóðfélagið.

Hér höfum við dæmi úr ferðaþjónustunni, margar aðrar greinar eru gegnsýrðar af því sama.

Og svo er það hugsunarháttur þjóðarinnar. Það þótti rosa  " cool " að neita að borga og standa ekki við skuldbindingar í Icesave, það er angi af þessum sama hugsunarhætti.

Mörgum þykir líka rosa  " cool " að 9.000 milljarðar hafa verið afskrifaðir erlendis vegna svika og svindls íslenskra fjárfesta.

Sennilega er þetta þjóðarmein og spurning hvaðan þetta er komið inn í þjóðarsálina ?

Þetta hefur árhrif á álit okkar erlendis því svona háttarlag þykir ekkert " cool " á flestum siðmenntuðum svæðum.


mbl.is Fjölmörg gistiheimili svíkja undan skatti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er þetta nú aumur málflutningur hjá þer.Mér kemur ekkert við hvað efnahagsböðlar Evrópusambandsins fengu mikið lánað í Brussel til að reyna að knésetja Íslensku þjóðina og því síður að ég láti þeim takast það með því að taka undir með samspillingar aulum. Samfylkingin er sannkallað þjóðarmein!

Örn Ægir (IP-tala skráð) 5.7.2012 kl. 13:33

2 identicon

Kemur ekki á óvart að heyra þetta frá Samfylkingarmanni Samfylkingin þáði tugi milljóna í styrki frá efnahagsböðlum Evrópusambandsins sem hún skilaði ekki enda siðlaus samansöfnuður.

Örn Ægir (IP-tala skráð) 5.7.2012 kl. 14:12

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Styrmir Gunnarssonn skrifar pistil á Evrópuvaktina í dag:

Hvort svíkur Steingrímur J. þjóðina eða Samfylkinguna ?

VG nælist í dag með 12 % fylgi og sértrúarsöfnuðurinn með 19 %  - stefnir í að margir stjórnarþingmenn verði að leita sér að annarri vinnu eftir næstu kosngar - en mun einhver vilja ráð þetta fólk ?


Óðinn Þórisson, 5.7.2012 kl. 14:39

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Spurningin er: Var þetta alltaf til staðar í innbyggjurum eða er þetta nýtilkomið.

Að mínu mati er þetta nýtilkomið í svo miklum mæli sem nú er. Skuldarmálið og fíflagangurinn í kringum það kynti undir og fóðraði þennan tendens.

það er líka sérstakt að sjá því haldið að fólki, að það hafi verið ,,rosa sniðugt" að láta útlendinga bera kostnaðinn af Sjallahruninu.

það var að vísu þannig að óstjórn og óreiða þeirra Sjallar var svo stór - að ríkið var varnarlaust og gat ekkert gert. Og það var ekkert innlend stjórnvöld sem ákváðu leiðina. það voru alþjóðlegar fjármálastofnanir ss. JP Morgan og fleiri.

það er eitt. Að óstjórnin var svo mikil og vandinn svo gígantískur að allt hrundi barasta viðstöðulaust niður í Sjallakjallara - en að halda því að fólki að þetta hafi verið alveg rosa sneddý maður og ekki vottar á að menn skammist sín fyrir óstjórnina og enginn gaumur gefinn að því, að vandanum var ýtt annað - mér finnst þetta sérstakt. Eg er ekki viss um að þetta hafi góð áhrif til lengri tíma litið. Bara á siðferði almennt. Skuldarmál landsins trompaði svo alveg vitleysisganginn.

það er líka spurning, hvert svona kann að leiða. Að það er búið að gefa óábyrglegheitum og siðleysi vissa blessun o.s.frv. Hvað kemur á næst. það er oft þannig að egar búið er að segja A að þá kemur B fljótlega á eftir. Síðan C,D og E eftir atvikum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.7.2012 kl. 15:05

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Eruð þið nokkuð þeir sem ég er að tala um Óðinn og Örn ?

Örn..allir stjórmálaflokkar fengu fjárframlög frá hinum og þessum..enda var það löglegt. Samfylkingin beitti sér fyrir lagasetningu þar sem þessu var að mestu útrýmt.....en þú veist örugglega ekkert um það ?

Óðinn...þér er nokkuð tamt að vitna í hrunmeistara flokksins...þar með talinn Styrmi Gunnarsson og markleysan er augljós ef þú ert ekki með gullfiskaminni

Jón Ingi Cæsarsson, 5.7.2012 kl. 15:13

6 identicon

En hvað þetta er nú langsótt hjá þér Jón.

Og ættla að reyna að koma því inn hjá þeim sem lesa þitt blogg að íslenzkir fjárfestar séu í einhverjum sérflokki með að svindla á aumingja peningagráðugum útlendingunum. Ekki bara það, heldur neita islenzkir skattgreiðendur að bæta þessum aumingja peningagráðugu útlendingum skaðann. Þvílíkt og annað eins.

Má ég minna á eftirfarandi:

Bernie Madoff

The Standford Financial Fallout

The Galleon Greed Scandal

Royal Ahold Scandal

Ég gæti talið svona fjárskandala í tugum sem ekki eru komnir frá íslenzkum fjárfestum sem plöttuðu fólk og létu halda að þeir væru einhverjir töframenn í fjárfestingum alveg eins og þeir íslenzku gerðu.

Og ríkistjórnir Bandaríkjana og Hollands datt ekki einu sinni í hug að greiða aumingja fólkinu sem tapaði miklum peningum. Það var ekki einu sinni set í þjóðaratkvæði. Þvílík grimd, sérstaklega hjá hollendingunum sem ættluðst til að íslenzkir skattgreiðendur borguðu aumingja peningagráðugu hollendingunum skaðann á Icesave.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson (IP-tala skráð) 5.7.2012 kl. 15:34

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Virðingarleysi og skítkast virðist vera það eina sem þu hefur fram að færa gagnvart fólki með aðrar skoðanir en þú og verður þú að eiga það við sjálfan þig.
Þú styður vinstri sósíalflokk - það er þitt val - ég styð flokk sem hefur ekki áhuga á að aumingjavæða þjóðina og brjóta niður velferðarkerfið.

Farði svo aðeins að stíga upp úr drullupollinum gagnvart Sjálfstæðisfólki og horfa aðeins innávið í þinn vesæla flokk.

Jóhanna Sigurðardóttir hefur sem forstæisráðherra fyrst og fremst stjórnarst af heift og hatri gagnvart Sjálfstæðisflólik og þeirri línu hafið þið FlokksBBoggarar fyllgt - því miður.

Óðinn Þórisson, 5.7.2012 kl. 15:40

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Háttaag Sjalla eftir hrun er alveg eins og háttalag andsæðinga Símans á sínum tíma rétt eftir 1900 og Jón Ólafsson ritstjóri lýsti vel í blaðinu Reykjavíkinni.

Að markmið Sjallanna, alveg eins og markmið þeirra sem lögðust gegn símanum á sínum tíma, var að koma höggi á stjórnvöld og koma sjálfum sér til valda. Í því skyni hikuðuðu þeir ekki við að spinna upp alskyns ofstæki og popúlisma. Nærðu hatur og öfga með alskyns álitsgjömum sínum útí bæ sem fólk fór smám saman að taka mark á. þetta kallaði Jón Ólafsson, sem var orðinn afar reyndur á þessum tíma en hafði á unga aldri verið frekar villtur, eitthvað á þá leið, að andstæðingarnir væru að hafa fólk að ginningarfíflum. Aðeins í skyni valdafýsni og í því skyni að komast til valda hikuðu þeir ekki við að ginna og plata fólk útí foraðið. Og halda því jafnvel fram að hugur og ætlan stjórnvalda sé af illsku eða heimsku ef ekki bara af landráðahug. þetta er svo lágkúrulegt og lýsir svo lélegum pappírum - að orð auðvitað fá varla lýst. Sjallar og framarar fóru svo lágt í málflutningi að menn eru varla enn búnir að átta sig á því.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.7.2012 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband