1.7.2012 | 18:29
Verkfæri Sjálfstæðisflokksins ?
Gleði Sjálfstæðismanna vegna kjörs ÓRG er skemmtileg og nánast fyndin.
Þeir sjá fyrir sér að forsetinn muni nýtast þeim í framgangi stefnumála sinna og muni verða notadrúgt verkfæri í báráttu þeirra fyrir völdum á ný. Gleði þeirra byggist því fyrst og fremst á eigin hagsmunasýn en ekki gleði vegna kjörs helsta andstæðings þeirra áratugum saman. Flestir muna enn " skítlegt eðli "
En það gæti nú verið að þessi skammtímasigur verði þeim eins og pissa í skóinn sinn. Núverandi ríkisstjórn er mun ekki eiga samleið með ÓRG nema í rúmlega hálft ár, það verður nefnilega kosið næsta vor og nýr forseti tekur við 1. ágúst...það er að segja ef þessar kosningar verða ekki dæmdar ógildar vegna alvarlegra annmarka.
En ég gæti trúað að það slægi nokkuð á gleði Sjálfstæðismanna þegar frá líður því ÓRG er ólíkindatól og hætt við að hann verði Sjálfstæðisflokknum erfiður ljár í þúfu fái þeir þau völd sem þeir þrá á ný.
Ólafur Ragnar spilaði á fylgið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í raun hefur ÓRG fyllt upp tómarúm það sem Davíð Oddsson skildi eftir sig sem sterki maðurinn í íslenskri pólitík.
Mörgum íhaldssálum virðist vera mikið í húfi að einhver sterkur sé ætíð í sviðsljósinu.
En ætli gleði þeirra verði ekki endasleppt þegar þeim hefur tekist að hrekja núverandi ríkisstjórn frá völdum í næstu þingkosningum og sitja uppi með vandamálið ÓRG?
Pétur læknir kvað:
Að þjóðin Láfa færi fórn
finnst mér heldur meinlítið
af því næsta íhaldsstjórn
uppi situr með helvítið.
Sel þessa sögu ekki dýrar. Góðar stundir!
Guðjón Sigþór Jensson, 1.7.2012 kl. 20:05
Þjóðin hefur nú kosið þann forseta sem hún vill. Hann er verkfæri þjóðarinnar gegn leppstjórn Evrópusambandsins það styttist í þingkosningar þá mun hún kjósa sér þá ríkisstjórn sem hún vill og draga núverandi fyri landsdóm og þau verða ekki pólitísk og henda henni síðan á öskuhauga sögunnar.Þið verðið í enn meiri fýlu þá.
Örn Ægir (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 21:25
Hatur vinstri manna á herra Ólafi Ragnari Grímssyni forseta vorum er með ólíkindum, Sérstaklega af því að það er sprottið af því að hann tók afstöðu með þjóðinni og beinu lýðræði (sem vinstra fólk raupaði mikið um hér áður fyrr)
Hreinn Sigurðsson, 1.7.2012 kl. 21:40
Örn Ægir: Hvaða glæp telur þú að núverandi ríkisstjórn hafi framið? Er kompásinn þinn eitthvað í ólagi og þarfnast endurstillingar? Leppstjórn Evrópusambandsuins? Hvað áttu við með því? Þú vilt kannski að Ísland verði innlimað í Kína eins og Tíbet forðum? Kannski betra sé að halla sér að Evrópu þar sem mannréttindi eru virt en í Kóna fótum troðin.
Hreinn: Kannast ekki við neitt hatur gegn ÓRG. En mér finnst sjálfsagt að sýna honum tortryggni þegar hann telur sig vita betur en 70% þjóðþingsins sem taldi mun ódýrari kost að semja en hafa þessi mál áfram í óreiðu. Hann afvegaleiddi þjóðina gagnvart Icesave en betri er rýr sætt en engin. Icesave þvælan er þvílík steypa sem hálfa mæri meira en nóg. Það voru nægir fjármunir í vörslum Englandsbanka eyrnamerktu þessu verkefni og við værum með þetta að baki. ÓRG valdi furðulega leið til að afla sér lýðhylli því hann veit að auðvelt er að rugla venjulegt fólk í ríminu. Tilfinningaleg þvæla um táradalinn bar skynsemina ofurliði. Því miður var dýrasta leiðin valin eftir ákvörðun ábyrgðarlauss forseta.
Guðjón Sigþór Jensson, 2.7.2012 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.