Smáflokkaframboð skekkja lýðræðið.

Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Capacent Gallup fengi Sjálfstæðisflokkurinn 30 þingmenn, Samfylkingin 14 þingmenn, Framsóknarflokkurinn 10 þingmenn og Vinstrihreyfingin - grænt framboð 9 þingmenn, ef gengið yrði til kosninga nú, samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu.

Það stefnir í að margir flokkar á vegum gamalla þingmanna ætla að bjóða fram á næsta ári. Þeir hafa allir verið að dala í könnunum og nú er svo komið að enginn þeirra nær manni á þing samkvæmt þessari könnun.

Það segir okkur að þau 17% kjósenda sem setja x-ið við slíkan flokk fengi engan þingmann og atkvæði næstum fimmtungs kjósenda dyttu steindauð og áhrifalaus.

Það er lýðræðislegur réttur allra að bjóða fram. Niðurstaða sem þessi skekkir þó lýðræðið hraustlega og veldur því að stærri flokkar fá fleiri þingmenn út á minna fylgi þegar slíkur aragrúi atkvæða dettur dauð.

Staðan núna er einfaldlega þannig samkvæmt þessari könnun að Sjálfstæðisflokkurinn hagnast mest á því að ákvæðum sé dreift á fjölda smáframboða.

Það má spyrja að því af fyllstu sanngirni hvort slíkt sé skynsamlegt.

En af hverju skora þessi " nýju " framboð lítið sem ekkert.

Svarið er einfalt.

Það er ekkert nýtt við þessi framboð. Í flestum þeirra eru þingmenn sem þegar sitja á þingi og reynslan segir kjósendum að frá þeirra hendi er ekki að búast við neinum stórkostlegum breytingum. Reyndar hafa margir þeirra verið óvenju þröngsýnir og afturhaldssamir.

En þetta er bara könnun og hún segir okkur hver staðan er núna, það á eftir að breytast hraustlega enda þekkt staðreynd að ákveðinn flokkur mælist oftast langt yfir kjörfylgi í könnunum.


mbl.is Sjálfstæðismenn fengju 30 þingsæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Sigurðarson

https://www.facebook.com/Varaatkvaedi

Hjalti Sigurðarson, 4.7.2012 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 818055

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband