Sjálfstæðisflokkurinn er deild í LÍÚ.

„Við munum afnema nýju lögin um veiðigjald þegar við komumst í ríkisstjórn. Þrátt fyrir breytingartillögur eru ákvæði laganna ofviða útgerðinni og munu þess vegna hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér,“ segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

_____________

Sjálfstæðisflokkurinn grímulaus og ósvífinn.

Svífst einskis við að vernda sérhagsmuni og eignarhald á kostnað þjóðarinnar.

Yfirleitt siglir flokkurinn undir fölsku flaggi og segist vinna fyrir þjóðina.

Hér gleyma þeir sér gjörsamlega og segja okkur að þeir muni henda hagsmunum almennra borgara í landinu fyrir borð og taka upp gamla sérhagsmunakerfið sem þeir komu á, góðvinum sínum til handa.

Það er gott að sumir þingmenn flokksins gleymi sér og sýni okkur, grímulaust, hvaða hagsmuni Sjálfstæðisflokkurinn mun setja á oddinn komist þeir til valda á ný.

Viljum við aftur spillta sérhagsmuna - Ísland stjórnað af FLOKKNUM á kostnað þjóðarinnar og hins almenna borgara ?


mbl.is „Munum afnema veiðigjaldið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjávarútvegurinn og þeir sem starfa við hann og í kringum hann eru með dugnað að rífa þjóðina út úr þeim þrengingum sem efnahagsböðlar Evrópusambandsins komu henni í. Samfylkingin og Vinstri Grænir eru búnir að ala á öfund og blekkingum út í þessa atvinnugrein reyna að telja fólki trú um að dugnaður og útsjónarsemi sjáfarútvegsins sé af hinu illa. Hagnaðin verði að þjóðnýta og dreifa í útvalinn verkefni við atkvæðaveiðar þessarar ömulegustu ríkisstjórnar frá lýðveldistofnun sem hefur það að meginmarkmiði að sameinast verðandi stóríki Evrópu og afhenta yfirráð yfir auðlindum landsins. Auðvitað stöðva ábyrgir stjórnmálamenn þessa vitfirringa og vinda ofan af vitleysunni ásamt því að stöðva umboðslausa aðlögun að Evrópusambandinu um leið og færi gefst!

Örn Ægir (IP-tala skráð) 19.6.2012 kl. 23:07

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Nei en samt sem áður búum við ekki neitt betur en fyrir hrunið! Sérhagsmunaplott og spilling er í hámarki sama hvaða flokkur það er!

Sigurður Haraldsson, 19.6.2012 kl. 23:08

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Góður Örn.

Sigurður Haraldsson, 19.6.2012 kl. 23:09

4 identicon

Ef við skoðum verk þessa auma stjórnarmeirihluta stefna þau öll í sömu átt. Byrjað á lygum um andstöðu við ESB aðild Vinstri Grænna fyrir kosningar 2009 en samt búið að ákveða að sækja um aðild.

Bankarnir afhentir erlendum vogunasjóðum með leynd.

Reynt að troða stórskaðlegum icesave samningum gegnum þingið með blekkingum

Ráðist á undirstöðuatvinnugreinina með ótrúlegri heift og öll sérfræðiálit hundsuð

Neitað að taka á skuldavanda heimila og staðin skjaldborg um ræningja svona mætti lengi telja upp óhæfuverk þessarar ríkisstjórnar og hennar illa ásetning.

Örn Ægir (IP-tala skráð) 19.6.2012 kl. 23:17

5 identicon

Upptaka veiðigjaldsins markar þáttaskil í auðlindamálum þjóðarinnar. Þjóðin mun nú loksins fá sanngjarnan arð þessari auðlind. Í framhaldi getum við gert eins með aðrar auðlindir. Jarðir sem bændur fengu upphaflega á silfurfati. Bændamafían ætti vel að geta greitt nokkra þúsundkalla á hektara fyrir afnot af landinu okkar. Fyrirtækin í landinu gætu borgað góðar summur fyrir afnot af mannauðnum sem við höfum menntað, milljón fyrir verkamann,3 fyrir iðnaðarmann og 6 fyrir langskólagengið fólk. Og bíleigendur ættu að greiða vel fyrir afnot af vegum um landið og hreina loftinu sem þeir spilla, hundraðkall á kílómeter fyrir fólksbíl og 200 fyrir vöruflutningabíl til dæmis. Og vatn, rafmagn og jarðhiti eru einnig auðlindir sem gætu skilað háum upphæðum í ríkissjóð.

Það er engin ástæða til að vera að binda sig við það að skattleggja sérstaklega eina auðlind þegar við höfum svo margar sem hægt væri að mjólka með góðum árangri. Enda er engin ástæða til að vernda sérhagsmuni og eignarhald á kostnað þjóðarinnar.

Viljum við halda í spillta sérhagsmuni - Ísland stjórnað af FLOKKNUM á kostnað þjóðarinnar og hins almenna borgara?

sigkja (IP-tala skráð) 19.6.2012 kl. 23:25

6 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Frábært fyrir okkur hin að Einar K. Guðfinnsson skuli tala í sínum eiginlitum. Það ætti að hjálpa fólki í kosningum að kjósa eitthvað - Bara EITTHVAÐ annað!

Rúnar Þór Þórarinsson, 19.6.2012 kl. 23:39

7 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sjálfstæðisflokkurinn kom á hóflegu veiðigjaldi frir 10 árum og Steingrímur reitti hár sitt af hausnum á sér og sagði flokkinn setja byggðir landsins á hausinn. Núna snéri hann við blaðinu og ákvað að blóðmjólka sjávarútveginn eins og hann hefur verið að blóðmjólka þjóðina eð hrekja hana að öðrum kosti úr landi. Þú ættir kanski að kynna þér staðreyndir ( þótt það sé ekki aðferð vinstri manna ) áður en þú ´ferð af stað með haugahugsun og hótanir sem þú ræður ekkert við.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 20.6.2012 kl. 03:50

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hætt er við að Friðrik Arngrímsson taki Einar á teppið og kúski hann til. Sumt má nefnilega ekki segja upphátt, þó það sé á allra vitorði.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.6.2012 kl. 08:21

9 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sennilega er Einar Guðfinnsson búinn að gleyma því að hann bar ábyrgð á framkvæmd kvótakerfisins í aðdraganda hrunsins og meðan það gekk yfir. Hann skildi eftir tifandi tímasprengju með því að taka ákvörðun á eigin spýtur að leyfa hvalveiðar að því virðist vera án þess að bera það undir aðra ráðherra.

Einar er einleikari og spilar á sína pípu eftir því sem honum líkar. Hann telur sig vera hafinn yfir lýðræði og þann sjálfsagða rétt að fiskarnir í sjónum eru eign þjóðarinnar en ekki kvótagreifanna.

Einar er fyrirferðamikill hagsmunaaðili kvóta og er af þeim ástæðum alltaf verið vanhæfur að taka ákvarðanir vegna fiskstjórnunar.

En hann heldur sjálfsagt áfram að geifla sig og glamra. Hann er grímulaus hagsmunapotari sem ætti að taka betri nótís af!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 20.6.2012 kl. 22:10

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Einar er í fullum rétti að mótmæla þessari aðför að Sjávarútgerðinni,grunnstoð samfélagsins.

Helga Kristjánsdóttir, 24.6.2012 kl. 03:07

11 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Einar er mikilvirkur kvótaeigandi og ber hag fyrst og fremst kvótaeigenenda fyrir brjósti. Þess má geta að nánast allar skuldir útgerðarinnar er til komin vegna kvótakaupa þar sem sumir útgerðarmenn hafa verið að selja sjálfum sér og koma greiðslunum fyrir í fyrirtækjum sem eru óskild útgerð.

Dæmi um slíkt er einn af fyrrum Samherjamönnunum Þorsteinn Vilhelmsson hóf ýms fjármálaumsvif með rúma 3 milljarða sem honum voru greiddar út úr útgerðinni á sínum tíma. Þessi umsvif hans hafa ekki verið óumdeild þar sem þúsundir töpuðu sparifé sínu í formi hlutabréfa í fyrirtækjum sem Þorsteinn var stjórnarformaður í. Nú er hann eftir hrun t.d. eigandi Björgunar! Hvaðan honum kom þetta mikla fé í hendur til að kaupa það fyrirtæki ef hann tapaði milljörðunum þrem vegna Atorku skal ekki fullyrt að svo stöddu.

Guðjón Sigþór Jensson, 25.6.2012 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband