Ísland á hraðri uppleið þrátt fyrir stjórnarandstöðudragbíta.

Forsætisráðherra sendi frá sér fréttatilkynningu í dag vegna umræðu í fjölmiðlum um að fyrirhuguð lög um veiðigjöld muni aðeins gilda í eitt ár og að fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar sé í uppnámi.

„Þvert á móti munu veiðigjöldin verða stigvaxandi á næstu árum verði fyrirliggjandi lagafrumvarp samþykkt eins og samkomulag um þinglok gerir ráð fyrir. Miðað við óbreytta afkomu sjávarútvegsins má því gera ráð fyrir að arður þjóðarinnar af fiskveiðiauðlindinni verði um 1% af landsframleiðslu næstu árin eða 40-50 milljarðar á næstu þremur árum eins og áætlanir stjórnvalda gerðu ráð fyrir.

_____________________

Ísland rís hratt þessa dagana. Krónan styrkist, framkvæmdir að hefjast um allt land, hvert málið af öðru í höfn og bjartsýni landsmanna eykst með hverjum deginum.

Svona er þetta þrátt fyrir að þingmenn stjórnarandstöðunnar hafi gert sitt besta til að spilla og tefja í nafni flokkshagmuna.

Seigla þessarar ríkisstjórnar verður lengi í minnum höfð og hún hefur á mettíma snúið við frjálshyggjuhruninu í uppbyggingu landsins með félagsleg gildi að leiðarljósi.


mbl.is 40-50 milljarðar í veiðigjöld á 3 árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Þú ert trúgjarnari en aðrir þegar orð frú forsætisráðherra eiga í hlut - búðu þig undir vonbrigðin - sumu er betra að taka með fyrirvara Jón Ingi.

Benedikta E, 19.6.2012 kl. 19:43

2 identicon

Sæll Jón Ingi; sem aðrir gestir, þínir !

Ég mátti til; að slökkva á þvaðrinu í þér, síðuhafi góður.

I. Halldórs Ásgrímssonar hyskið; fékk afskrifaða, um 2.6 Milljarða Króna, Haustið 2010 (minnir mig vera - fremur en 2011, skiptir öngvu Andskotans máli, með tímasetningar).

II. Steinþór Jónsson; viðskiptasvindlari suður í Keflavík, fékk á 4. Milljarð Króna í afskriftir, nýverið.

III. Magnús Þorsteinsson; meðhlaupari Björgólfs Guðmundssonar og sonar, fékk um 2.6 Milljarða Króna, til afskrifta.

Svo; vogar þú þér síðuhafi, að gefa öreigum þessa lands fingurinn - fólkinu, sem Banka Mafían og valdastéttin suður í Reykjavík, kom á vonarvöl, fingurinn - og talar um landris.

Þú ættir að skammast þín; Jón Ingi Cæsarsson, ef þú þá kynnir það, dreng stauli !!!

Hvílíkur gripur; þú ert, eins og tekið hefði verið til orða, í minni gömlu heima sveit Stokkseyri, forðum. 

Með snúðugum kveðjum - og raunar; öngvum, úr Árnesþingi /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.6.2012 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818826

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband