Sjónarmið sem er umdeilt.

Stjórn Samstöðu í Kraganum hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þess er krafist að verðtryggð húsnæðislán verði leiðrétt nú þegar og að verðtrygging verði afnumin af lánum heimilanna. Stjórnin segir þetta eðlilega og réttmæta kröfu fyrir fjölskyldur landsins.

______________

Samstaða vill að skuldlaus og skuldlítil heimili taki á sig að greiða fyrir þá sem eru í vanda með skuldir sínar.

Sjónarmið útaf fyrir sig en örugglega umdeilt.

Að fella verðtryggingu af lánum með lögum er upptaka fjármuna því skuldir gufa ekki upp.

Þær munu því lenda á öllum heimilum landins í formi skatta og hallareksturs ríkissjóðs eins og margbent hefur verið á og varla er ríkissjóður aflögufær nema hækka skatta á alla.

Svo er að ná " Samstöðu " um það.


mbl.is Hver vika aðgerðarleysis er dýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þið kratar eru ógeðslegir svo ekki sé nú meira sagt! Fjármálastofnanir eiga að skila þýfi en hvorki skattborgarar né aðrir skuldarar að borga fyrir einn né neinn!

Örn Ægir (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 07:52

2 identicon

Það verður örugglega góð samstaða um það hjá þjóðinni að koma ekki þessum andskotans ESB öfug-uggum til valda meir. Heldur á Litla hraun þar sem þetta pakk á heima

Örn Ægir (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 07:57

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ég er viss um að ef við fólkið í Landinu yrðum spurð að því hvort við viljum frekar að heimilum og fyrirtækjum Landsmanna yrði bjargað frekar en þessum fjármálastofnunum sem gera svo ekkert annað en hirða fasteignir Landsmanna í bónus við björgunina sem Þjóðinni átti að fá en fékk ekki þá yrði það ekki erfitt um svar hjá Þjóðinni...

Það er spurning hvort Þjóðin getur nokkuð annað gert í þessari stöðu núna en að kæra Ríkisstjórnina fyrir þessa vinnu sína beint til Landsdóms vegna þess að þessar lygara sem eru hjá Ríkisstjórninni á ekki að líða núna  eða síðar og þessi vinna er ekki sú vinna sem við Þjóðin vorum að ráða Ríkisstjórn til vinnu í síðustu kosningum...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 12.6.2012 kl. 09:26

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Örn Ægir... ef þú hefur hug á að setja hér inn athugsemdir þá frábið ég svona hellisbúamálflutning. Hér er aðeins verið að ræða að hvað sem gert verður...verður umdeilt.

Það hefur verið dæmt í málum af þessu tagi og þeir sem viðhafa skítkast og ærumeiðingar í bloggheimum eiga það á hættu að verða dæmdir.

Sama hvað gert verður þá verður það umdeilt...um það snýst þetta blogg og ekkert annað..

Jón Ingi Cæsarsson, 12.6.2012 kl. 10:49

5 identicon

Sæll Jón Ingi

-Skuldlaus og skuldlítil heimili eru að taka á sig kosnað vegna ástandsins, það er eitt af því sem stjórn Samstöðu í Kraganum er að benda á.

-Það mun jú væntanlega vera umdeilt að leiðrétta þessi stökkbreyttu lán. Sérstaklega þegar sífelt er verið að tala um hvað það sé ósanngjarnt gagnvart þeim sem eru svo óheppnir að vera ekki fastir gröf verðtryggðra húsnæðislána.

-Sú stökkbreyting á verðtryggðum húsnæðislánum sem fjölskyldur landsins hafa orðið fyrir er ekkert annað en eignaupptaka og þær skuldir munu að óbreyttu aldrei greiðast niður.

-Þess vegna er kosnaðurinn að lenda á öllum heimilum landsins og mun bara aukast enn frekar þegar fleiri fjölskyldur gefast upp.

-Það er ekki bara skynsamlegt að taka á þessu heldur líka réttlætismál og ég vona svo sannarlega að það náist samstaða um það. Ef þú ert ekki sammála virði ég hins vegar þína skoðun.

Svo hefur Samstaða líka bent t.d. tvær leiðir til þess að leiðrétta þessi lán með minni tilkosnaði fyrir ríkið.

Virðingarfyllst,

Birgir Örn

Birgir Örn (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818229

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband