Frumvarp er eitt...niðurstaða annað.

Stjórnarliðar kynntu í dag tillögur um breytingar á frumvarpi um veiðigjöld. Tillögurnar fela í sér að gjöldin lækka úr 24-27 milljörðum niður í um 15 milljarða. Breytingarnar miða að því að létta gjöldum af litlum og meðalstórum fyrirtækjum.

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að með þessum tillögum sé meirihlutinn að viðurkenna að gengið hafi verið allt of langt í gjaldtöku í upphaflegu frumvarpi og eins að reikniaðferðirnar sem þar var stuðst við hafi verið rangar.

____________________

Auðvitað tekur frumvarp breytingum í nefndum. Skárra væri það.

Steingrímur er klókur, setur fram frumvarp með háum gjöldum og slær síðan af eins og við mátti búast....

og viti menn, allir glaðir.


mbl.is Lækka veiðigjald um 10 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þessi tvö frumvörp eru ekki klókindi Steingríms. Þau eru refskák LÍÚ og þannig tefld að fulltrúar útgerðar eru að tefla við sig sjálfa og skemmta sér konunglega.

Steingrímur er auðvitað þátttakandi í gríninu - viðbjóðnum - og setur þetta upp í tvennu lagi. Annað frumvarpið er um nýtingarréttinn og þar hafa útgerðir fengið allt sem þær báðu um og kannski meira, ég hef ekki séð úttekt á því. Frumvarpið um gjaldtökuna fékk svo alla athyglina og útreikninga færustu sérfræðinga sem hafa áreiðanlega þegið bærileg laun fyrir niðurstöður. Þegar þeim tætingi og auglýsingasturluninni lauk höfðu stjórnarliðar gert það sem lagt var upp með á fyrsta degi og slegið af kröfunum.

Þjóðin sem að 98 prósentum hefur ekki hugmynd um hvað þarna er tekist á um er auðvitað reiðubúin að trúa því að þarna hafi snilld ríkisstjórnarinnar og hófsemi LÍÚ mætst á miðri leið.

Verra er þó að inni á Alþingi er stærstur hluti þingfulltrúa ámóta "vel staddir" í þekkingunni á nýtingu þessarar auðlindar og því auðveldir í meðförum.

En núna fór matarlystin hjá þessum bloggritara.

Árni Gunnarsson, 29.5.2012 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband